Norðurslóð - 27.10.2002, Page 2

Norðurslóð - 27.10.2002, Page 2
2 - Norðurslóð Norðurslóð Útgefandi: Rimar ehf. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Hjörieifur H jartarson, Lauga- steini, 621 Dalvík, sími: 466 3370. Netfang: hjhjðismennt.is Jóhann Antonsson, Dalvík. Netfang: ja@radgjafar.is Framkvæmdastjóri: Sigríður Hafstað, Tjöm. sími: 466 1555 . Umbrot: Þröstur Haraldsson. Netfang: throsth@isholf. is I tilefni dagsins Norðurslóð fagnar því um þessar mundir að 25 ár eru liðin frá því þrír bjartsýnismenn á Dalvík og í Svarfaðardal hlcyptu blað- inu af stokkunum með því fororði að útgáfan væri tilraun og tíminn yrði að leiða í Ijós hvort grundvöllur væri fyrir henni. Ekki ber á öðru en að tilraunin hafi heppnast. I það minnsta hjarir blaðið enn og þeir fjölmörgu lesendur þess sem strax í upphafi tóku blaðinu opnum örmum og hvöttu ritstjórnina til dáða hafa enn ekki snúið við því bakinu. Á þeim tíma sem blaðið hóf göngu sína voru héraðsfrctta- blöð ekki tíð og þau sem þá voru starfrækt öll undir merkjum ákveðinna stjórnmálaflokka; flokksmálgögn í sínu héraði og út- gáfa margra hverra takmörkuð við ákveðið tímabil í kringum kosningar. Norðurslóð var því fyrsta óháða héraðsfréttablaðið og voru rcyndar margir á þeim tíma sem ekki spáðu því langra lífsdaga með engan bakhjarl á borð við heilan stjórnmálaflokk. Þær spár rættust sem betur fer ekki og seinna komu fram á sjón- arsviðið fleiri óháð héraðsblöð sem tóku sér Norðurslóð til fyrir- myndar. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og landslagið breyst verulega á fjölmiðlamarkaðnum. Flokksblöð hcyra sög- unni til sem er mjög af hinu góða en aftur á móti hefur þrengt að héraðsfréttablöðunum á öðrum sviðum, póstburðargjöld hafa hækkað og baráttan um auglýsendur harðnar sífcllt. Nú er svo komið að héraðsblöðum hefur fækkað verulega og mörg þeirra eiga í vök að verjast. Norðurslóð hefur blcssunarlcga staðið af sér allar þrengingar fram að þessu og lætur cngan bilbug á sér flnna. Má það ekki síst þakka óvenju þakklátum og skilvísum áskrifendahópi. Norðurslóð er nú elst héraðsblaða að því við teljum. Rit- stjórnarstefna blaðsins hefur verið hóflega íhaldssöm í gegn um tíðina en tímarnir hafa breyst og blaðið með. Vefsíða Norður- slóðar er t.a.m. tímanna tákn. Sérstaða blaðsins meðal annarra héraðsblaða er sú að fréttaflutningur hefur minna vægi en geng- ur og gerist. Blað sem kemur út einu sinni í mánuði verður að bjóða lesendum sínum upp á citthvað annað og meira en dægur- mál og því hafa grcinar af sagnfræðilegum toga og um staðfræði byggðarinnar mikið vægi. Þessir áhersluþættir virðast falla les- endum vel í geð og verða ekki stórvægilegar breytingar á þeim. Nú styttist í jólin og að vanda verður Norðurslóð með vandað og gott jólablað bólgið af skcmmtilcgu og fróðlegu lesefni. Um lcið og við óskum okkur sjálfum til hamingju með áfang- ann þökkum við dyggum lesendum ómetanlegan stuðning í gegn um tíðina. hjhj Óskum Norðurslóð til hamingju með 25 ára afmælið Hjartans óskir um bjarta framtíð Melamenn Smiðir í Fram-Svarfaðardal - þriðja grein Halldór Hallgrímsson A Melum hafa lengi starfað hag- leiksmenn. Halldór Hallgríms- son eldri (1840-1920) var lengi hreppstjóri og fyrirmaður í sinni sveit. Skartmaður var hann sagður. Hitt skiptir meiru í okk- ar samhengi að hann lærði ungur járnsmíðar. Enn eru til smíðis- gripir frá hendi Halldórs sem vitna um hagleik hans. Hann hafði góða smiðju heima á Mel- um og slundaði járnsmíðarnar kappsamlegast áður en hann, um fertugt, tók við búskap af föður sínum. Halldór var nítj- ándu aldar maður svo að heim- ildir eru takmarkaðar um verk hans aðrar en áðurnefndir smíð- isgripir. Auk skeifnasmíði og al- gengra járnsmíðaverka smíðaði hann t.d. vigtar (reislur) í ýmsum stærðum og eru nokkrar þeirra til enn í dag. Á Byggðasafninu á Hvoli eru til skrár úr hurðum á Melum ásamt lyklum, allt eftir Halldór, og er slík smíði vanda- verk. Hann var einnig hagur tré- smiður og er til vefstóll eftir hann á Hvoli. Kona Halldórs var Sigríður dóttir Stefáns Arngrímssonar hins haga á Þorsteinsstöðum sem getið var um í fyrri grein. Sonur þeirra var Hallgrímur bóndi, hreppstjóri og söngstjóri með meiru. Ekki segir sérstak- lega af smíðum hans. En síðar meir uxu upp á Melum synir Hallgríms sem voru hagleiks- menn. Þórhallur var afar snjall að gera við vasaúr og klukkur þó að hann væri veiklaður maður og hefði ekki mikið af verkfær- um til slíkra hluta. Sigurpáll var mesti bókbindari hér um slóðir um sína daga. Halldór bóndi, bróðir þeirra, var einnig hagur vel. Til dæmis er eftir hann spunavél á safninu á Hvoli, mikil smíð. Jónas Hallgrímsson Yngsti bróðirinn, Jónas, til- heyrði nýja tímanum og lærði bifvélavirkjun hjá Vilhjálmi Jónssyni á Ákureyri. Jónas byrj- aði með bílaviðgerðir árið 1938 í gamla sláturhúsi kaupfélagsins á Dalvík, byggði síðan verkstæðið Steðja neðan við Hvol. Bfla- verkstæði KEA var stofnsett 1947 og veitti Jónas því forstöðu í áratugi. Auk handlagninnar var Jónas hugmyndaríkur og útsjón- arsamur hönnuður. Um hans daga var á verkstæðinu stunduð margs konar smíðavinna auk bíla- og bátaviðgerða. Meðal annars voru smíðaðar þar túrb- ínur í rafstöðvar í sveitinni (a.m.k. á Melum, Þverá í Skíða- dal og í Syðraholti). Hver þeirra var heilmikil málmsmíð. Svo- nefndar Francis-túrbínur sam- anstóðu af hjóli á öxli, vatnsskál- unum utan á því, steyptum úr kopar, húsinu utan um og loks járnstokk með spíss að því og öðrum frá. Nákvæmni þurfti við svo ekki kæmi misþungi og kast á hjólið.Túrbínurnar voru smíð- aðar frá grunni á verkstæðinu (einnig koparsteypan) segir Arngrímur Stefánsson sem vann manna mest við smíðina en Jón- as var yfirhönnuður og tilsjónar- maður. Rafstöðin á Melum var upphaflega gangsett 1935, stærri túrbína var svo smíðuð á verk- stæðinu um 1955 og vinnur hún enn sitt verk þar á bæ. Annað módel var svonefnd Palton- túrbína, gerð fyrir meira vatns- rennsli en minni hæð og snerist ein slík lengi í Syðraholti. Spað- ar ganga þá ofan í vatnið en ekki skálar. Af öðrum hlutum sem smíðaðir voru á Bflaverkstæðinu Halldór Hallgrímsson, eldri, á Melum. um og upp úr miðri öldinni má nefna súgþurrkunarblásara á fjölmarga bæi og skúffur á Ferguson dráttarvélar á a.m.k. öðrum hverjum bæ, sömuleiðis snjóbelti, bæði á dráttarvélar bænda og á mjólkurbílana. í öll- um tilfellum var það Jónas sem stjórnaði verkinu. Tryggví Halldórsson Halldór eldri á Melum átti barn með mágkonu sinni, Guðrúnu, en Guðrún hafði komið sem vinnukona í Mela þegar Sigríður systir hennar gerðist veik á sinni. Barnið var Tryggvi Halldórsson (1885-1967) sem fæddist og ólst þar upp. Tryggvi lærði ýmislegt til málmsmíða af föður sínum. Samt var það timbrið sem hann kaus helst að fást við þegar stundir liðu. Að sögn Guðlaugar Sigurjónsdóttur, sem ólst upp á Melum, hafði hann góða að- stöðu í smíðahúsinu í gamla Melabænum. Hann varð fljót- lega af sveitungunum eftirsóttur til smíða, smíðaði ekki síst ýmsa húsmuni og einnig barnaleik- föng. Um fertugt hóf Tryggvi Hall- dórsson búskap á Þorsteinsstöð- um. Það var heldur rýr jörð og skipti miklu að nýta vel það sem fyrir hendi var. Líklega hefur Tryggvi að mörgu leyti verið gott dæmi um sveitarsmið um sína daga. Ingibjörg dóttir hans minnist þess að þegar nágrann- arnir komu með brotin orf eða hrífur til viðgerðar þá gengu þeir gjarnan í bústörf fyrir hann með- an hann var að gera við. Best þótti honum ef menn launuðu honum með timbri.Tækjakostur hans var ekki mikill. Þó pantaði hann sér verkfæri eftir pöntun- arlistum frá Þýskalandi er stund- ir liðu, svo sem margs konar hefla. Sjálfur smíðaði hann sér meðal annars fótstiginn renni- bekk. Sem áður segir smíðaði Tryggvi fyrir sveitungana ýmsa nytjahluti. Þetta var eftirsótt og sumt smíðaði hann í talsverðu magni. Hér á eftir fylgir listi yfir nokkuð af þeim munum sem Ingibjörg dóttir hans man eftir úr smíðastofu hans á Þorsteins- stöðum: Fyrir börn og unglinga: kommóður vörubflar og aðrir bílar leikfangahjólbörur dúkkuvagnar Jónas Hallgrímssoit hjá Chevrolet bifreið sinni, árgerð 1928. Tryggvi Halldórsson og Valdimar Sigtryggsson - báðir aldir upp á Melum - bólstra hey á Þorsteinsstöðum.

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.