Norðurslóð - 27.10.2002, Page 3

Norðurslóð - 27.10.2002, Page 3
Norðurslóð - 3 Silfur sem Tryggvi smíðaöi á búning móður sinnar. Stokkabelti og myllur. Þeir Elías Halldórsson hjálpuðust að við víravirkið glœsilega. Spunavél smíðuð af Halldóri Hallgrímssyni, yngri, á Melum. Byggða- safninu Hvoli. dúkkurúm sleðar skólapúlt til að hafa á hnjánum Fyrir fullorðna trúlofunarhringar kleinujám (úr kopar) kommóður í fullri stærð skápar margs konar, sumir glerjaðir upphengi fyrir handklæði myndarammar útskornir koffort og ferðatöskur rúm og stólar bókbandsstólar búrkistur jólatré orf og hrífur skíði og sleðar Trúlofunarhringana boraði hann úr túkalli (kopar), opnaði svo hringinn og barði hann flat- ann, rúnnaði síðan á ný og beygði í hring í réttri lengd og kveikti saman endana með silfri. Trégripirnir voru gjarnan meira eða minna skreyttir. Oft með fangamarki eigandans, blómum, ártali og öðru sk'rauti, ýmist mál- uðu eða teiknuðu. Af vandaðri smíði nefnir Ingi- björg söngtöflur í kirkjur: á Tjörn, á Völlum og annað hvort Stærri-Árskógi eða Hrísey, ef ekki báðar. Vallataflan brann en hinar prýða enn kirkjumar og þjóna sínu hlutverki. Þá smíðaði Tryggvi fjölmargar líkkistur um Lcesing úr stofuhurð á Melum, smíðuð af Halldóri eldra. Á Byggðasafninu Hvoli. sína daga. Hann nýtti daginn vel, í skammdeginu reyndi hann að smíða sem mest meðan bjart var en mörg bústörfin vann hann þá frekar í myrkrinu. Eins tálgaði hann hrífutinda í myrkrinu og fleira sem minna þurfti að vanda. Skíði og pottaviðgerðir Tryggvi smíðaði talsvert af skíð- um, helst úr eik svo sem títt var. Var það allmikið fyrirtæki. Mest- ur var vandinn að gera beygjurn- ar og kostaði það að hann þurfti að flytja til strompinn á gamla eldhúsinu á Þorsteinsstöðum og fá hann beinna yfir eldavélina. Til að gera beygjur á skíðin þurfti fyrst að sjóða framendana í vatni. Upp úr suðupottinum stóðu skíðin og upp í gegnum strompinn. Eftir suðuna lagði hann skíðin á borð, þvingaði klossa ofan á þau framan til, strengdi svo vír úr gati fremst á þeim og í keng sem festur var um miðbik þeirra og herti á. Þetta þurfti að endurtaka. Einn- ig bakaði hann beygjurnar yfir prímus til að þær kipptu sér síð- ur til baka. Tryggvi hafði ekki smiðju og smíðaði því ekki mikið úr járni, fór þó stundum í Mela til slíkra verka. Hins vegar smíðaði hann nokkuð úr silfri, líklega meira meðan hann var enn á Melum. Hann smíðaði stokkabelti á bún- ing móður sinnar og mynd af því hér á síðunni talar sínu máli. Lóðbolta notaði hann alla tíð mikið til að bæta göt og kveikja saman brotna málmhluti. Hann kom sér upp vatnsleiðslu á und- an öðrum í framdalnum. Rörin fékk hann úr bryggju Þorleifs gamla á Hóli niður. Þau höfðu sprungið og eyðilagst í frosti eitt haust. Tryggvi fékk að hirða rör- in og dró þau heim. Þar lóðaði hann þau öll saman með prímus og lóðbolta og fékk þannig vatn í bæinn, og rörin entust marga áratugi. Algengt var í Svarfaðar- dal að bæta þyrfti potta. Göt komu helst á botninn og einkum í löggina. Tryggvi hafði sínar aðferðir við að lóða og bæta í götin. Þegar götin og bæturnar voru orðin of mörg klipptiTryggvi neðan af pottinum ögn frá botni. Hann klippti raufar í kantinn að neðan og sló hann síðan út í litla brík. Síðan klippti hann málm- plötu í nýjan botn, ögn stærri að þvermáli. Þá hnoðaði hann mjóa lengju úr brauðdeigi og lagði hana í löggina að utan og barði kant botnsins utan um bríkina og deigið, að því loknu lóðaði hann saman botninn og pottinn. Eftir því sem þetta var gert oftar grynntist potturinn. Að bjargast við lítil efni Á kreppuárum, stríðsárum og loks haftaárum var lítið aðgengi að innfluttum varningi og auk þess voru efni Tryggva ekki mik- il. Hann var gætinn í fjármálum og þótti mest um vert að búa vel að sínu. Gunnlaugi bónda, syni hans, segist svo frá: „Efnið sem hann hafði var oft ekki gott. Ég man þegar timbur- bryggjan var sett við hafnargarð- inn á Dalvík þá voru búkkuð niður stór tré í undirstöður. Kannski 60-80 cm í þvermál. En honum var gefinn einn kubbur sem var sagaður ofan af einum Járnsmiðurinn á Melum smíðaði margar reislur fyrir sveitungana. Byggðasafninu Hvoli. búkkanum til að jafna hæðina. Hann var óskaplega hrifinn af þessum kubb. Hann fletti þetta allt niður í þunnar fjalir og smíð- aði svo úr því skápa og ýmislegt smádót. Hann talaði alltaf um „trjávið" með virðingu, aldrei um „spýtur“. Helgi Trausti Árna- son múrari sagði einu sinni frá því að hann sem drengur á Atla- stöðum hefði farið með brotinn girðingarstaur út í Þorsteinsstaði og beðið pabba að smíða úr hon- um bíl, og bíllinn kom eftir nokkra daga. Krossviður eða slík- ar plötur sáust ekki þá. Pabba var mjög sárt um viðinn, t.d. ef mamma var að stela frá honum spýtum til að stinga í eldinn. Gamla konan fór eitt sinn illa út úr því þegar hún stal rafti frá honum og ætlaði að brjóta hann með fætinum í eldinn. En það voru naglar í honum og hún hitti akkúrat á nagla. Þá sagði hann: Þér var nær! Þorsteinsstaðahúsið byggðum við á stríðsárunum og það var hvergi hægt að fá efni í gluggana. Á endanum var hægt að fá 4x4 tommu drumba og pabbi sagaði þá eftir endilöngu með hússvans (langskurðarsög). Hann heflaði svo fölsin, hann átti marga hefla, hafði pantað suma frá Þýska- landi. Mölina í steypu fluttum við í pokum á klakk utan og neðan af áreyrum. Þegar snjóflóð féllu hérna uppi í heiðinni þá fengu síma- menn hann oft til að draga staur- ana uppeftir á hesti og þeir gáfu honum oft brotið sem var niðri í jörðinni. Hann kom með þetta heim og sagaði það allt í sundur og þurrkaði.“ Túrbínuhjól frá Þverá í Skíða- dal, smíðað á Bílaverkstœði Dal- víkur. Jónas fékk það eftir notk- un sem skraut á flaggstöng sína við Bjarkarbraut. Þvottavélin Eitt sinn smíðaði Tryggvi þvotta- vél. Erla Guðmundsdóttir, hús- freyja á Þorsteinsstöðum segir: „Það get ég sagt þér, að mér fannst nú ekkert að fá rafmagns- þvottavélina seinna meir þegar hún kom miðað við þá byltingu sem það var að fara af brettinu og í tunnuna. Þetta var áður en rafmagn kom í Þorsteinsstaði en ég hélt áfram að nota tunnuna í þó nokkur ár eftir að rafmagnið kom.“ Þessari hagleikssmíði er lýst svo: Þetta var standandi tré- tunna, á fjórum fótum. Öxull gekk gegnum tunnuna ofarlega og spaðar út frá honum. Tryggvi sagaði í sundur tvær netakúlur og skrúfaði neðan á þessa spaða, tvær hálfkúlur hvoru megin. Við öxulinn var fest skaft sem hreyft var fram og aftur eins og bensín- dæla. Þegar kúlan var uppi fyllt- ist hún af lofti,og slóst svo niður í þvottavatnið ýmist hægra eða vinstra megin, í neðstu stöðu fór loftið úr henni og hrærði auka- lega í vatninu á leiðinni upp. Tunnan þótti svo mikið þarfa- þing að hún var látin ganga á milli bæja. Lýkur svo frásögn af Mela- mönnum. Þórarinn Hjartarson Baldur Þórarinsson Dalvíkurbyggð Greidslu- áskorun Hér með er skorað á gjaldendur í Dalvíkurbyggð að gera nú þegar skil til sveitarfélagsins, stofnana þess og fyrirtækja á ógreiddum gjöldum sem gjaldféllu fyrir 1. nóvember 2002. Um er að ræða m.a. eftirfarandi: Fasteignaskatt, holræsagjald, sorphirðugjald, lóð- arleigu, gatnagerðargjöld, heilbrigðiseftirlitsgjald, hundaleyfisgjald, hafnargjöld, húsaleigu, vatns- skatt, aukavatnsskatt, gjald fyrir heitt vatn, leik- skólagjald, tónlistarskólagjald, mötuneytisgjald, heimilishjálp, reikninga frá vinnuskóla, ýmis önnur gjöld. Hafi gjöld þessi ekki verið greidd innan 20 (tuttugu) daga frá dagsetningu þessarar áskorunar má búast við því að fjárnáms verði krafist hjá skuldurum án frekari fyrirvara. Dalvík, 11. nóvember 2002, Fjármála- og stjórnsýslustjórinn í Dalvíkurbyggð Guðrún Pálína Jóhannsdóttir

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.