Norðurslóð - 27.10.2002, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 27.10.2002, Blaðsíða 4
4 - NORÐURSLÓÐ Jóhann Antonsson rifjar upp: Á norðurslóðum í 25 ár - Þá var öldin önnur Fyrsta tölublað Norðurslóð- ar er dagsett föstudaginn 25. nóvember 1977. Núna í vikunni eru því liðin 25 ár frá því blaðið hóf göngu sína. Útgefend- ur voru þrír í upphafi Hjörtur E. Þórarinsson, Ottarr Proppé og Jóhann Antonsson. Þótt miklar væntingar hafi verið til blaðsins er ekki víst að menn hafi séð fyrir sér 25 ára afmæli þess og enn síður gert sér í hugarlund hvernig umhorfs yrði í svarfdælskri byggð og bæ á þeim tímamótum. I ávarpi sínu til lesenda í fyrsta blaðinu leggja útgefendur, í allri hóværð, áherslu á „að hér er um tilraun að ræða sem getur farið allavega. Á þessari stundu er ákveðið að koma út tveimur tölu- blöðum nú fyrir áramótin, nóv- ember- og desemberblaði. Það á ekki að bregðast." Fyrr í ávarpinu sagði: „í mjög stuttu máli má segja að megintil- gangur með útgáfu blaðs hér sé sá að skapa vettvang fyrir um- ræður, skoðanaskipti, upplýsing- ar og fréttir um hvað eina, sem uppi er á teningnum í hinu svarf- dælska byggðarlagi og nágrenni þess á líðandi stund. Sú er von okkar að regluleg útkoma slíks héraðsblaðs geti stuðlað að al- mannaheill, byggðarlagið verði menningarlegra og skemmtilegri staður fyrir þá, sem hér búa, og að hinir, sem brott eru fluttir, en eiga rætur hér, eigi auðveldara með að fylgjast með gangi mála og halda lifandi tengslum við heimabyggðina. Auðvitað gerum við okkur grein fyrir því að það kann að vera miklum erfiðleikum háð að halda úti blaði í 1500 manna byggð án þess að eiga bakhjarl í hagsmuna- eða hugsjónasam- tökum af einhverju tagi, pólitísk- um eða ópólitískum. En slfku er alls ekki til að dreifa." Að segja sögu byggðarlagsins Þannig var lagt af stað með út- gáfu blaðsins haustið 1977. Blað- ið fékk fljótt sitt svipmót sem haldist hefur í grófum dráttum allt til dagsins í dag. Nægir þar að nefna þátt eins og „tímamót" sem byrjaði strax í fyrsta blaði. Þar hefur verið nefndur til sög- unnar fjöldinn allur af fólki í þessi 25 ár. Getið hefur verið um alla í byggðarlaginu sem látist hafa á þessum tíma. Stórafmæli, skírnir eða fermingar hafa ekki farið framhjá neinum sem keypt hafa blaðið. Þá hefur blaðið reynt eftir mætti að flytja fréttir af því helsta sem er að gerast og ekki síður að rifja upp atburði liðinna tíma, tengja nútímanum ef unnt er og þannig að segja sögu þessa byggðarlags í máli og myndum. En hvernig var svarfdælsk byggð og bær árið 1977 þegar blaðið hóf göngu sína? Þá var Dalvíkurbyggð ekki orðin til sem sveitarfélag heldur voru þá bæði Svarfaðardals- hreppur og Dalvíkurbær við lýði. Karlaveldi í sveitarstjórnum Dalvík hafði fengið kaupstaðar- réttindi 1974 svo langt var liðið á kjörtímabil fyrstu kjörnu bæjar- stjórnarinnar. f bæjarstjórninni var mikið karlaveldi, ekki ein einasta kona sat í henni. Bæjar- stjórnina skipuðu Hilmar Daní- elsson sem var forseti bæjar- stjórnar, Jóhann Antonson, Bragi Jónsson, Helgi Jónsson, Aðalsteinn Loftsson, Hallgrím- ur Antonsson og Rafn Arn- björnsson. Þó margt hafi breyst þá eru tveir af embættismönnum bæjarains þeir sömu nú og þá, það er að segja bæjarstjórinn Valdimar Bragason og bæjar- tæknifræðingurinn Sveinbjörn Steingrímsson. I Svarfaðardal var Halldór Jónsson á Jarðbrú oddviti. Aðrir í hreppsnefnd þar voru Hjalti Haraldsson, Hilmar Gunnars- son, Þórarinn Jónsson og Sig- urður Ólafsson. Stórframkvæmdir í gangi Mjög miklar framkvæmdir voru á vegum hins opinbera á þessum árum. I miðbænum voru að rísa þrjár byggingar; Ráðhúsið, Heilsugæslustöðin og Dalbær. Ef við skoðum aðstæður þeirra árið 1977 sem síðar fluttu inn í Þessi mynd er tekin afþaki kaupfélagsins og sést að búið er að taka grunninn að Dalbœ - heimili aldraðra. Neðri myndin er tekin af þaki kaupfélagsins yfir grunna Ráð- hússins og heilsugœslustöðvar- Ráðhúsið þá var það þannig að bæjarskrifstofurnar voru í Skíða- braut 4 þar sem Galleríið Dóttir skóarans er nú til húsa. Spari- sjóðurinn var í einu herbergi á annarri hæðinni í kaupfélaginu. Jón Stefánsson var með af- greiðsluna fyrir sýslumann heima hjá sér í Hafnarbraut 10. Bókhaldsskrifstofan var á neðri hæðinni í Gimli sem nú er skáta- heimilið. Heilsugæslustöðin eins og hún lagði sig var á efri hæð- inni í Gimli. Eggert Briem var þá héraðslæknir, nýlega tekinn við af Daníel Á. Daníelssyni lækni í Árgerði. Dvalaheimili fyrir aldraða var ekki til í sveitarfélaginu þannig að ef aðstæður fólks voru með þeim hætti að það gat ekki dval- ið á heimilum sínum varð það að fara burt úr byggðarlaginu, stundum á dvalarheimili annars staðar og stundum á sjúkrastofn- anir. Það er auðvitað með ólík- indum hvernig aðstaða til þjón- ustu við íbúana breyttist með til- komu þessara þriggja húsa. Þrengsli í skólahúsnæði Leikskóli hafði hafið göngu sína tveimur árum fyrr í Skátaheim- ilinu. Margrét Vallý Jóhanns- dóttir rak skólann um þær mundir við þröngan húsakost. Þá var lfka verulega farið að þrengja að starfsemi Dalvíkur- skóla og umræða um nýtt skóla- húsnæði orðin talsvert hávær. Björgúlfur EA 312 við norður- garðinn veturinn 1977-78. Loðnu- vinnsluskipið Norglobal sést við Hrísey. Til hægri er mynd afDalborg EA 317 eins og togarinn leit út rétt áður en var hann seldurfrá Dalvík. Nú heitir togarinn Sóley Sigurjóns og er gerður útfrá Suðurnesjum. Trausti Þorsteinsson leysti Helga Þorsteinsson af sem skólastjóri veturinn 1977-78 og Óttarr Proppé var þá yfirkenn- ari. Veruleg kynslóðaskipti voru að verða um þessar mundir í kennaraliðinu. Ásgeir Sigurjóns var að hætta og Steingrímur Þor- steins farinn að minnka við sig kennslu. Þær kennsluglöðu; Anna Baddý, Svanfríður og Þóra Rósa nýlega komnar inní kennarahópinn. I dag 25 árum síðar er Anna Baldvina Jóhannesdóttir skóla- stjóri sú eina úr hópnum frá 1977 sem enn er við skólann. Kári Gestsson sem var skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkur var þá fyrir stuttu kominn úr námi frá London. Tónlistarskólinn hafði eiginlega engan fastan samastað. Samkór Dalvíkur var stofnaður haustið 1977 og stjórnaði Kári kórnum. Strax þá um jólin var konsert í Ungó og söng Kristján Jóhannsson stórtenór einsöng með kórnum. Gestur Hjörleifs kenndi hjá Kára syni sínum og var auk þess organisti við Dal- víkurkirju og stjórnaði kirkju- kórnum. Ólafur Tryggvason á Ytra Hvarfi var hins vegar org- anisti í kirkjunum í dalnum. Tveir nýir togarar bætast við Ef horft er á atvinnulífið og fyrirtækjaflóruna fyrir 25 árum og nú er breytingin hreint með ólíkindum. I útgerð og fisk- vinnslu er til dæmis ekkert fyrir- tæki starfandi í dag sem var starfandi þá, nema Stefán Rögn- valdsson hf. Páll Steinsson er sem sagt eini útgerðarmaðurinn sem er enn starfandi frá þeim tíma og er nú hætt við að Stebbi Gren móðgist. Á árinu 1977 bættust tveir togarar við flota Dalvíkinga. I apríl kom Björgúlfur EA 312 nýr til hafnar. Skrokkur skipsins var byggður í Noregi en Slipp- stöðin á Akureyri sá um annað við smíði skipsins. Skipstjóri á Björgúlfi þá var Sigurður Har- aldsson eins og reyndar enn í dag. Útgerðarfélag Dalvfkinga hf. gerði út togarann og átti fyrir Björgvin EA 311 sem síðar var skipt út fyrir nýjan Björgvin sem nú er gerður út frá Dalvík. Björgvin Jónsson var þá fram- kvæmdastjóri ÚD. í júní kom svo Dalborg EA 317 til Dalvíkur. Söltunarfélag Dalvíkur hf. keypti skipið frá ítalíu og hafði skipið verið end- urbyggt í Danmörku. Dalborgin var fyrsti rækjufrystitogarinn sem gerður var út á íslandi á djúpslóð og fyrsti togarinn sem vann aflann um borð. Snorri Snorrason var skipstjóri á skip- inu og frumkvöðull í rækjuveið- um á djúpslóð. Söltunarfélag Dalvfkur gerði líka út á þessum tíma Arnarborg EA 316 sem var þá á rækjuveiðum og aflinn ísað- ur um borð og landað í rækju- vinnsluna sem Söltunarfélagið rak á Dalvík. Framkvæmdastjóri SFD var Jóhann Antonsson. Loftur Baldvinsson EA 124 var þá gerður út frá Dalvík en skipið kom nýtt til landsins 1968. Skipið var í eigu Aðalsteins Loftssonar og var lengi fla^gskip í sfldar- og loðnuflota Islend- inga. Aðalsteinn hafði árinu áð- ur selt togarann Baldur EA sem hann keypti nýjan frá Póllandi og hafði gert út um tíma frá Dalvfk. Baldur var á árinu 1977 notaður við landhelgisgæsluna og síðar við hafrannsóknir. Nú heitir skipið Eldborg og er gert út á rækju á Flæmingjagrunni. Ætterni starfseminnar í dag Frá Dalvík voru gerðir út 8 neta- bátar á árinu 1977 og voru flestar útgerðirnar með eigin saltfisk- verkun. Þannig var það hjá Blika, Otri, Haraldi, Stefáni Rögnvalds og Vin svo einhverjir séu taldir. Frystihús KEA tók á móti afla af Björgvin og Björgúlfi og fór sá

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.