Norðurslóð - 27.10.2002, Page 5

Norðurslóð - 27.10.2002, Page 5
Norðurslóð - 5 þanist nokkuð út, mun meira en íbúafjölgun gefur tilefni til að ætla. Árið 1977 voru íbúar á Dal- vík um 1.230 en nú er á því svæði um 1.500 manns. í Svarfaðardals- hreppi voru um 300 en nú innan við 250 manns. Samtals voru í svarfdælskri byggð 1.530 manns 1977 og 1.750 nú. í Dalvíkur- byggð allri voru 2.013 um síðustu áramót. Þess má geta að um alda- mótin 1900 bjuggu um 1.000 manns í Svarfaðardal þar af um 30 þar sem nú heitir Dalvík. JA Myndirnar hér á síðunni tók Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson en hann tók myndir fyrir Norð- urslóð mörg fyrstu árin. Óskum Nordurslód til hamingju með 25 ára Starfsfólkið á bœjarskrifstofunni um það leyti sem flutt var í Ráðhúsið. Frá vinstri Valdimar Bragason, Petra Ingvadóttir, Sigrún Jónsdóttir, Kristín Þorgils- dóttir og Birgir Sigurðsson. afmælið Sveinn Jóhannsson sparisjóðsstjóri við afgreiðslu í Sparisjóðnum þegar hann var á kaupfélagsloftinu. Hjartans óskir um bjarta framtíð FISKMARKAÐUR NORÐURLANDS Júlíus höfundur og leikstjóri þakkar fyrir sig í leikslok spilla ekki gleðinni fyrir þeim sem enn eiga eftir að sjá sýning- una. Ef eitthvað má finna að leikstjórninni væri það helst full einhæfar stöður og einhæf notk- un á rýminu í verbúðinni. Ljós og hljóðeffektar leika stórt hlutverk í Kverkataki við að ná upp hinni drungalegu stemmningu. Þar hefur sérlega vel tekist til og kannski betur en oftast áður hjá Leilkfélagi Dal- víkur. Sömuleiðis var leikmynd- in skemmtileg og frumleg þó eitthvað gengi brösuglega við senuskiptingar á frumsýningu. Þessir þættir vilja oft mæta af- gangi í sýningum áhugafélaga. En Leikfélag Dalvíkur hefur á að skipa afbragðsfæru fólki á þessu sviði, ungum mönnum sem hlotið hafa þjálfun og reynslu í hinum harða heimi at- vinnumennskunnar sem telja ekki eftir sér að að leggja ung- lingaleikhúsinu lið þannig að allt verði eins og best verður á kosið. Höfundurinn og leik- stjórinn Júlli Júll hefur sömu- leiðis verið iðinn hin síðustu ár við að afla sér reynslu og þekk- ingar og þar kemur Leiklistar- skóli Bandalags íslenskra leik- félaga á Húsabakka sterkur til skjalanna. Eitt hið ánægjuleg- asta við þessa sýningu er ein- mitt það að með henni er ung- lingum gert hátt undir höfði, þeim fengin verðug krefjandi verkefni og hvergi slakað á kröfum um fagmennsku hvorki gagnvart hinum ungu leikurum né öðrum sem að sýningunni koma. Krakkarnir sýna það og sanna fyrir sitt leyti að þeir eru vandanum vaxnir, sömuleiðis leikstjórinn og höfundurinn sem þreytir þarna frumraun sína á verki í fullri lengd. Fyrir vikið tekst Júlla og áhöfn hans að skapa skemmtilega, draugalega og mjög áhugaverða sýningu sem, eins og sýnt hefur sig á sýn- ingum, ekki einungis unglingar fá notið heldur höfðar til allra aldurshópa og allir koma út af með hlátur í hjarta, titring í taugum og gæsahúð um allan skrokkinn. afli til frystingar og í salt og skreið. Án efa hefur meiri bol- fiskafli farið um Dalvíkurhöfn þá en í dag. Okkur finnst líka að það hafi verið miklu meira líf við höfnina þá. Hins vegar er vafa- laust unnið úr meira hráefni í fiskvinnslustöðvum á Dalvík í dag en var árið 1977. I dag á starfsemi í sjávarút- vegi á Dalvík ættir að rekja til fyrirtækjanna sem voru starf- andi á þeim tíma sem hér um ræðir. Söltunarfélag Dalvíkur var sameinað Samherja hf. Út- gerðarfélag Dalvíkinga hf. sam- einaðist sjávarútvegsrekstri KEA og úr varð Snæfell hf. Bliki sameinaðist G.Ben á Árskógs- strönd og úr varð BGB. Otur sameinaðist síðan BGB og það sameinaðist Snæfelli og úr varð Snæfell BGB hf. sem aftur sam- einaðist Samherja hf. undir hans merkjum. Þannig á Samherja- fyrirtækið að stórum hluta upp- runa sinn í fyrirtækjum á Dalvík og sennilega „á“ enginn einn staður stærri hlut í fyrirtækinu ef hægt er að mæla það á þann veg. KEA alls staðar - og hvergi Kaupfélagið Eyfirðinga, útibúið á Dalvík, var afskaplega snar þáttur í atvinnurekstri á Dalvík á þessum árum. KEA rak aðal- fiskvinnsluna á staðnum, átti nærri 50% í ÚD, var hluthafi í SFD, svo bara sjávarútvegur sé tíundaður. Kaupfélagið sá um nær alla olíudreifingu til skipa, hafði umboð fyrir stærsta trygg- ingarfélagið á þessu sviði, rak einu vélsmiðjuna, það er Bíla- verkstæði Dalvíkur, og síðast en ekki síst rak kaupfélagið einu matvöru- og byggingarvöru- verslunina á staðnum. Útibús- stjóri kaupfélagsins var Kristján Ólafsson og Rögnvaldur Skíði skrifstofustjóri. Kaupfélagið var með langflesta á launaskrá af þeim fyrirtækjum sem störfuðu á Dalvík. í dag er enginn á launa- skrá hjá kaupfélaginu. Kaupfélagið var langstærst í verslunarrekstri á staðnum, að- alverslunarplássið var þar sem Húsasmiðjan er núna en að auki stýrði Valrós Sport- og búsá- haldadeild uppi á baðstofuloft- inu á 3. hæð. Svo rak KEA kjör- búð í Skíðabraut við hliðina á bæjarskrifstofunum þar sem Val- ensía er núna. Bókabúðin eða Verslunin Sogn var þá komin í Goðabraut 3 þar sem kaffihúsið Sogn er nú. Bókabúðin var áður í húsnæði Jóhanns G. Sigurðs- sonar í Skíðabrautinni þar sem Kvistur er með verkstæði nú. En árið 1977 var Jói bók með um- boð happdrættanna þar enn þá. Verslunin Hóll var matvöru- verslun og starfrækt þar sem Víkurprent er í dag. Saumastof- an Ylir var starfandi í Skíða- braut 3 (Tíról). Síðan var Shellið auðvitað starfandi. Af landbúnaðarmálum Búskaparhættir í Svarfaðardal hafa tekið miklum breytingum. Nautgripir eru jafnvel fleiri nú en þá, en mjólkandi kýr þó eitt- hvað færri. Kúabúin hafa stækk- að en þeim fækkað til muna. Hins vegar er sauðfé til muna færra. Samkvæmt skýrslum forða- gæslumanna voru 5.524 ær á fóðrum 1977 en 1.102 síðasta haust. Hefðbundinn búskapur hefur lagst af á mörgum jörðum í dalnum þótt fólk hafi haldið áfram að eiga þar heima og sinna þaðan eða þar annars kon- ar störfum. Hænsnum hefur fjölgað mikið þó Islandsfugl sé ekki talinn með. Refa- og minka- rækt var vaxandi búgrein sem síðar sló í bakseglin hjá. Stærsta hesthús landsins í Ytra-Holti ber vott um þann stórhug sem var í loðdýraræktinni. Og fólkinu fjölgar Eins og kemur fram í þessari stuttu samantekt hafa breytingar hér á norðurslóðum, í svarf- dælskri byggð og bæ, verið mjög miklar á þessum aldarfjórðungi sem Norðurslóð hefur verið gefin út. Byggðin á Dalvík hefur líka Grettistak í Ungó Þann 13. nóvember sl. frum- sýndi Leikfélag Dalvíkur leik- ritið Kverkatak eftir Júlíus Júlíusson. Höfundur er jafn- framt leikstjóri. Leikendur eru 20 talsins en alls koma um 50 manns að sýningunni. Óhætt er að segja að með uppsetningu á Kverkataki hafi Leikfélagið og þá ekki síst for- maðurinn, leikstjórinn og höf- undurinn Júlíus Júlíusson lyft grettistaki og unnið sögulegt af- rek því ekki nóg með að setja upp nýtt frumsamið verk þá er það með þeim kynjum að öll hlutverk á sviði og nánast öll utan sviðs eru í höndum 13-18 ára unglinga. Og skemmst er frá því að segja að allt gengur þetta vel upp. „Leikurinn gerist í litlum bæ þar sem lögum og reglum er kastað á glæ,“ sungu Halli og Laddi forðum. Þessi leikur segir frá hópi unglinga í dæmigerðu íslensku plássi og eins og oft vill verða í slíkum plássum hafa unglingarnir fátt annað við að vera en hanga í sjoppunni og kjafta um állt og ekkert. Þá kemur upp sú hugmynd að fara í útilegu í yfirgefna verbúð sem ein úr hópnum hefur aðgang að. Og það gera krakkarnir þó að sögusagnir séu um draugagang og dularfulla atburði tengda staðnum. Til að gera langa sögu stutta þá verða ýmsar æsilegar og spaugilegar uppákomur í ver- búðinni. Staðurinn virðist ekki beint úr alfaraleið því ýmsir kynlegir kvistir skjóta þar upp kollinum allt frá skemmtikröft- um að sunnan að hreinræktuð- um draugum. Ýmsir atburðir hafa gerst áður en nóttin er öll og enginn verður samur á eftir Sem fyrr segir leika ungling- ar öll hlutverkin í Kverkataki og gera það undantekninga- laust með miklum sóma. Fram- sögn allra í hópnum var t.a.m. með slíkum ágætum að hvert einasta orð skilaði sér til áhorf- enda. Má það heita sjaldgæft af- rek í svo stórum hópi lítt reyndra leikara á hvaða aldri sem er. Samtöl krakkanna voru eðlileg og áreynslulítil og leik- urinn þægilega hófstilltur og laus við afkáraskap eins og stundum vill verða á þessum hömlulausu síðustu tímum. Einkum þótti undirrituðum samtölin og samskiptin í sjopp- unni eðlileg og sannfærandi og ná vel að skapa þessa kunnug- legu tilbreytingarleysisstemmn- ingu sem fylgir slíkum stöðum þar sem unglingar bíða eftir því að eitthvað gerist og strákarnir reyna að vera svalir til að stelp- urnar taki aftir þeim. Þegar í verbúðina kemur og leikurinn tekur að æsast sitja krakkarnir svo eins og dæmdir á meðan alls kyns furður dynja yfir sem ekki verður þó greint frá hér til að

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.