Norðurslóð - 27.10.2002, Blaðsíða 6

Norðurslóð - 27.10.2002, Blaðsíða 6
6 - Norðurslóð Frá kirkjugörðum Dalvíkur-, Tjarnar- og Urðasókna Þeir sem óska eftir leiöalýsingu yfir jólin hafi sam- band við formenn sóknarnefndanna: Dalvík s. 466 1308, Tjörn s. 466 1555, Urðirs. 466 1538 Sóknarnefndirnar Sendum Norðurslóð hjartans kveðjur og hamingjuóskir með 25 ára afmælið Þökkum samstarfið á liðnum árum Til hamingju með 25 ára afmælið Hjartans óskir um bjarta framtið ÍSIiANDSFITGLí Minning Jónas Hallgrímsson Fæddur 14. nóvember 1912 - Dáinn 12. nóvember 2002 Jónas Hallgrímsson var fæddur á Dalvík 14. nóvember 1912. Hann var næstelstur 8 barna þeirra hjóna Hallgríms Gísla- sonar og Hansínu Jónsdóttur frá Bjarnarstöðum, Dalvík. Systkini Jónasar eru: Stefán, til heimilis að Hrafnistu, Hafnar- firði; Gísli, látinn, bjó á Selfossi; Guðrún, til heimilis að Dalbæ, Dalvík; Kristinn, býr á Eskifirði; Guðlaug, býr á Svertingsstöð- um, Eyjafjarðarsveit; Rósa, býr á Florida; og Maríanna, látin, bjó í Kópavogi. Jónas var ókvæntur og barn- laus og bjó alla tíð að Bjarnar- stöðum þar til hann fyrir um það bil sex árum fluttist á Dalbæ dvalarheimili aldraðra á Dalvík, en þar lést hann þann 12. þ.m. Útför Jónasar var gerð frá Dal- víkurkirkju laugardaginn 23. þ.m. „Um héraðsbrest ei getur þó hrökkvi sprek í tvennt“ - svo kvað Guðmundur frá Sandi um ekkjuna sína við ána og þegar sprekin eru komin með níutíu ár á herðar eru þau oftast orðin nokkuð stökk. Mér brá satt að segja ekkert við, þegar mér var tilkynnt að Jónas frændi minn væri látinn, heilsufari hans und- anfarna mánuði hafði verið þannig háttað að andlátsfregnin kom ekki á óvart og þó að við ættingjarnir séum með söknuð í hjarta vegna fráfalls frænda og góðs vinar, finnum við einnig til gleði yfir að lífsstríði manns sem orðinn var saddur lífdaga sé nú lokið. Lífsklukka Jónasar í Bjarnarstöðum stoppaði vegna þess að fjöðrin var útgengin, hún var búin að ganga í hartnær sjö- hundruð áttatíu og áttaþúsund og fimmhundruð klukkustundir. En við skulum halda í þessa fjöður, hún geymir minningar. Minningar um ljúfan og heiðar- legan mann sem lifði og starfaði í kyrrþey og án fyrirferðar. Eg man hve ég í æsku leit upp til hans og reyndar móðurbræðra minna allra, mér fannst þeir vera þvílíkir viskubrunnar að hvergi fyrirfyndust aðrir slíkir. Jónas og Kristinn vissu allt um skip og báta og þeir Stefán og Gísli vissu allt annað sem vita þurfti. Þá munu ekki gleymast kvöld- in þegar söngsveitin var í essinu sínu, en þeir bræður og einnig Hallgrímur afi voru allir skín- andi söngmenn og sungu með ýmsum kórum víða um land eftir búsetu, og þegar svo vildi til að tveir þeirra eða l'leiri voru sam- an komnir heima í Bjarnarstöð- um var lagið tekið af innlifun og alltaf sungið raddað. Barnsskónum sleit Jónas ekki nema að litlu leyti í foreldrahús- um, því hann var nokkur ár í fóstri hjá frændfólki sínu að Ytra-Garðshorni í Svarfaðardal og má segja að æ síðan hafi bóndinn blundað í honum þó að sjómennskan yrði hans ævistarf sem hófst fyrir alvöru í desem- ber 1938. Þá keyptu þeir bræður Stefán og Jónas ásamt Hallgrími föður þeirra vélbátinn Þórólf. Þeir gerðu hann út í 3 ár, seldu hann og keyptu annan er þeir nefndu Erling og gerðu hann einnig út í 3 ár, seldu hann þá og lauk þar með sameignarútgerð þeirra feðga. Síðan gerist það árið 1946 eða 47 að Jónas gekk í félag við nokkra Dalvíkinga, sem stofnuðu Útgerðarfélagið Röðul sem starfaði á þriðja ára- tug og átti félagið á þessu tíma- bili 3 báta hvern á fætur öðrum sem allir hétu Bjarmi. Jónas mun að vísu aðeins hafa róið á tveim fyrstu bátunum, en hætt til sjós um það bil sem síðasti bát- urinn var keyptur. Síðustu starfs- árin vann hann með sínum fyrri félögum við fiskverkun og hafði lítilsháttar fjárbúskap sem tóm- stundagaman, en hann hafði alla tíð mjög gaman af að sýsla við sauðfé og var afar fjárglöggur. Það mun því hafa verið honum nokkurt áfall þegar niðurskurð- ur á sauðfé var fyrirskipaður vegna riðuveiki sem erfitt hefur reynst að uppræta í héraðinu. Á níunda áratugnum fór hann að finna fyrir hjartakvilla sem ágerðist nokkuð hratt og hafði mikil áhrif á heilsu og ekki síst hugarfar hans. Þegar svo var komið og ljóst var að umönnun Guðrúnar systur hans, sem hafði hugsað af alúð um hann í nokk- ur ár, dygði ekki til, var farið að ýja að því að hann fengi inni á Dalbæ, en sjálfur var hann lengi vel ekki tilbúinn til að sam- þykkja þau vistaskipti, þó svo færi að lokum og vafalaust hefur hann fundið eftirá að þetta var honum fyrir bestu. Lífshlaup Jónasar frænda míns var ekki hávaðasamt, hann sló ekki um sig né barst á og síð- ustu árin dró hann sig inn í skel sem sjaldan opnaðist. Morgun- inn sem mér barst andlátsfregn- in var fagurt veður hér á höfuð- borgarsvæðinu, blankalogn og sólin fór allan dagbogann án þess að skugga bæri á, vafalaust tilvalið ferðaveður fyrir þá sem eru að hafa endanleg vistaskipti og þegar ég tók eftir litlum ský- hnoðra rétt yfir Skarðsheiðinni, fannst mér vera einhver samlík- ing með þessum skýhnoðra sem varla sást á himninum og nýlátn- um frænda mínum, sem vildi sem minnst láta fyrir sér fara, kannski hafði honum verið feng- inn þessi farkostur til sinnar hinstu farar. Að endingu vil ég þakka inni- lega stjórn og starfsfólki Dalbæj- ar fyrir umönnunina þessi ár sem Jónas var undir þeirra handarjaðri. Guð blessi minningu Jónasar í Bjarnarstöðum. Stefán Sigurðsson Kærar þakkir til allra sem glöddu mig meö gjöfum og skeytum í tilefni afmælis míns þann 30. október síöastliöinn. Guð blessi ykkur. Jóhann Sigurbjörnsson Óskum Norðurslóð til hamingju með 25 ára afmælið Hjartans óskir um bjarta framtið SAMHERJI HF

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.