Norðurslóð - 27.10.2002, Blaðsíða 7

Norðurslóð - 27.10.2002, Blaðsíða 7
NORÐURSLÓÐ - 7 MÁÉGKYNNA? Tónlistarlífi Svarfdæla bættist í haust góður liðsauki. Hún heitir Petra Björk Pálsdóttir og býr í Laugahlíð. Petra er borinn og barnfæddur Grenvíkingur. Móðir hennar heitir Hólmfríður Frið- björnsdóttir en faðir hennar var Páll Bergsson sem nú er látinn, (Pálssonar, Bergssonar frá Hær- ingsstöðum). Petra hefur lengst af haldið sig í grennd við Greni- vfk, fyrst við leik og skóla en síðan við flest þau störf sem hægt er að finna í 3-400 manna plássi. „Ég byrjaði í frystihúsi þegar ég var 13 ára, ég hef verið bens- íntittur, afgreitt í kaupfélaginu og starfað í harðfiskinum svo ég nefni nú eitthvað af því sem ég hef tekið mér fyrir hendur," seg- ir Petra í stuttu spjalli sem blað- ið átti við hana yfir kaffi og heimabökuðu vínarbrauði í Laugahlíð sl. föstudag. Arið 1992 gerðist hún bónda- kona að Syðri-Grund með fyrr- verandi eiginmanni sínum og framleiddi mjólk og kartöflur. Með búskapnum starfaði hún í harðfiskverkun Darra á Greni- vík. En tónlistin er alltaf skammt undan. Petra Björk Pálsdóttir •>•> Fer reglulega yfirum" „Amma mín var kirkjuorgan- isti á Grenivík, mamma hefur alla tíð sungið í kirkjukórnum og það má segja að ég hafi alltaf frá því ég varpínulítil verið umvafin kórsöng. Arið 1999 byrjaði ég að stjórna kirkjukórnum á Greni- vík á móti Björgu Sigurbjörns- dóttur. Árið eftir fór Björg í frí og þá tók ég kórinn alfarið að mér. Þá byrjaði ég líka að læra orgelleik hjá Birni Steinari Sól- bergssyni og kórstjórn hjá Guð- mundi Óla Gunnarssyni í Tón- listarskólanum á Akureyri og hef verið í því síðan." Petra frétti af því í tíma hjá Dalvík - nágrenni Laufabrauð Laufabrauð 40 kr. stykkið Sendum hvert á land sem er ,____^.__ Axið ^^ Dalvíkurbyggd óskar Norðurslóð til hamingju með aldarfjórðungs farsælt starf í byggðarlaginu og biður henni velfarnaðar um ókomin ár Guðmundi Óla sl. vor að það vantaði kórstjóra fyrir Samkór- inn og Barnakórinn í Svarfaðar- dal og stuttu seinna hringdi Ingi- leif skólastjóri í hana og bauð henni vinnu á Húsabakka. „Mér fannst tími til kominn að breyta til og sló því til." Auk þessara tveggja kóra og með náminu stjórnar Petra þriðja kórnum en það er Karlakór Eyjafjarðar. Um síðustu helgi var kórinn einmitt að syngja inn á plötu sem kemur út fyrir jólin. Á plötunni er að finna nokkuð af nýjum lögum eftir kórfélaga, fyrrverandi stjórnanda Atla Guð- laugsson og núverandi stjórn- anda Petru sjálfa. En Petra lætur sér ekki nægja að semja lög heldur semur hún líka texta. „Ég get alveg hugsað mér að gera meira af því og jafnvel læra eitthvað til tónsmíða," segir Petra. „Textarnir hafa nú svona verið samdir þegar nauðsyn krefur, fyrir afmæli og þorrablót eða þessháttar. Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt. Ég gæti þess vegna hugsað mér að læra Petra Björk Pálsdóttir á útidyratröppunum í Laugahlíð. dálítið á fiðlu eða harmóniku. Því ekki?" Geta má þess að Petra hefur haldið úti söngkvintett á Greni- vík með fjórum vinkonum sínum og hafa þær stöllur troðið upp við ýmis tækifæri, oft með frumsamið efni. Petra hefur líka áhuga á leiklist og lék t.d. í kvik- mynd sem Örn Ingi gerði í fyrra og var m.a. tekin í Færeyjum og á Fiskideginum mikla á Dalvík. „Mér finnst lfka gaman að ríða út og yfirleitt bara að vera með góðu fólki á glöðum stund- um." Petra segist kunna vel við sig í Svarfaðardal, og kunna vel að meta mannlífið og menning- arlífið hér. „Svo er stutt til Greni- víkur og ég fer yfirum reglulega," segir þessa lífsglaða og fjölhæfa tónlistarkona. hjhj Sparisjóður Svarfdæla arnar Norðurslóð heilla og þakkar 25 ára menningarstarf I heimabyggð Sparisjóður Svarfdæla Dalvík 460 1800 Hrísey 466 1700

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.