Norðurslóð - 18.12.2002, Qupperneq 2

Norðurslóð - 18.12.2002, Qupperneq 2
2 - Norðurslóð Norðurslóð Útgefandi: Rimar ehf. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Hjörleifur Hjartarson, Lauga- steini, 621 Dalvík, sími: 466 3370. Netfang: hjhj@ismennt.is Jóhann Antonsson, Dalvík. Netfang: ja@radgjafar.is Framkvæmdastjóri: Sigríður Hafstað, Tjöm. Sími: 466 1555 . Umbrot: Þröstur Haraldsson. Netfang: throsth@isholf .is dt Eilíf, dýrleg,.... SB 1997 nr. 6 Sálmur: Páll Jónsson á Völlum í Svarfaðardal. Lag : Jón Hlöðver Áskelsson, 0802 Samið skv. pöntun Marteins. Friðrikssonar fyrir Tónlistardaga Dómkórsins 27. okt. 2002. Frumflutt í úts. f. bl. kór a capella l.erindi: Ei - líf, dýr - leg, æðst-a ver - a, al-völd, m w hei - lög rík af náð, þakk - ar - fórn skai þér fram ber - a. Pér, ó guð, sé lof - gjörð tjáð. Mik - ill, góð - ur einn þú ert, öll þín verk það segj - a bert. Þú einn ræð - ur öll - u yf - ir, allt þú ÍPtiÉ bless - ar sem að lif - ir. © JHÁ 0802 Þó mín dauðleg augu eigi auglit þitt nú sjái hér, né þann ljóma líta megi, ljóssins Guð, er skín hjá þér, hjarta mitt samt þekkir þig, þig, er veikan styrkir mig og sem faðir elskar, gleður, öllum náðargæðum seður. Frá þér ljós og lífið streymir, líkn og blessun hvert eitt sinn. Mig þín föðurforsjón geymir, frelsar, annast Drottinn minn. Þú mér vísar lífsins leið, léttir kross og heftir neyð, veitir mátt og megn að stríða mitt í freisting, hryggð og kvíða. Gæsku þinnar geislar skína gjörvalt yfir ríki þitt, allt mér vottar elsku þína, í þér fagnar hjarta mitt. Allt sem lifir í þér gleðst og af þinni mildi seðst, allt sem lifir lof þér segi, lof þitt, faðir, aldrei þegi. Eilíf, dýrleg, æðsta vera Sálmurinn hér að ofan var fluttur í fyrsta sinn með nýju lagi á Tónlistardögum Dómkirkjunnar í Reykjavík 26. október síðast- liðinn. Hann er afurð tveggja Norðlendinga. Ljóðið orti séra Páll Jónsson prestur á Völlum í Svarfaðardal á nítjándu öld en lagið er spánnýtt eftir Jón Hlöðver Áskelsson tónskáld á Akureyri. Lagið er samið að beiðni dómorganistans Marteins H. Frið- rikssonar en Dómkórinn sem hann stjórnar hefur haft þann sið um tveggja áratuga skeið að panta ný tónverk hjá íslenskum eða erlendum tónskáldum til flutnings á Tónlistardögum á haustin. Vanalega er flutt eitt lengra verk en að þessu sinni var leitað til fjögurra tónskálda og þau beðin að semja lög við íslenska sálma að eigin vali. Bára Grímsdóttir valdi sálm eftir Einar Sigurðsson í Heydölum, Hildigunnur Rúnarsdóttir fann gamalt vers sem enginn veit hver orti og Snorri Sigfús Birgisson (sem reyndar er ættaður úr Svarfaðardal) tók sjálfan Hallgrím Pétursson til með- ferðar. Jón Hlöðver valdi sér sálm eftir Pál Jónsson sem var prestur á Völlum árin 1858-1878. Um hann segir meðal annars í riti sem gefið var út í tilefni af endurvígslu Vallakirkju ekki alls fyrir löngu að hann hafi verið „gáfaður, gott skáld, mælskur og andríkur. Enn fremur var hann skemmtilegur sagnamaður og allmargar sagnir eftir honum hafðar í prentuðum þjóðsagnasöfnum. Þekkt- astur er þó séra Páll sem sálmaskáld og voru 27 sálmar eftir hann í sálmabókinni sem gefin var út 1886. Hann hafði sjálfur unnið að útgáfu bókarinnar ásamt 6 öðrum ágætismönnum. Eftir hann eru líka til Bænakver og Vikubænir, prentuð og gefin út 1871 og 1879.“ Af þessum 27 sálmum varð sálmurinn um hina æðstu og eilífu veru fyrir valinu þegar Jón Hlöðver leitaði fanga. Samdi hann fallegt lag við þennan sálm og verður dómorganistanum vonandi að ósk sinni að með því að panta fjögur sálmalög frá íslenskum tónskáldum hafi kirkjan auðgast um fjögur tónverk sem lifa munu með þjóðinni rétt eins og sálmarnir sem þau eru samin utan um. Það mun tíminn þó leiða í ljós. -ÞH Handverkshornið Tehettan Freyja Það var Valva Gísladóttir tón- menntakennari sem átti hug- myndina að Freyju, tekerlingun- um sem hafa notið vinsælda inn- anlands sem utan. Fyrirmyndin var rússnesk Ketilríður og Valva fékk tvær handverkskonur, þær Sigríði Hafstað á Tjörn og Sigur- björgu Snorradóttur á Krossum, í lið með sér. Þetta var árið 1994. í fyrstu unnu þær þrjár einungis tehettur. Valva mótaði andlitin og hinar tvær saumuðu búninga, ýmist tröll, presta, alþýðukerl- ingar eða kerlingar í íslenskum búningi. Fyrir nokkrum árum fluttist Valva af landi brott og síðan þá hafa Sigríður og Bogga einar séð um framleiðsluna. Þær leggja metnað sinn í að nota einungis ekta efni í kerlingarnar, bómull, ull og silki. Slipsin eru útsaum- uð, hár fléttað, húfur með dúski og silkisvuntur. Kerlingarnar eru afskaplega vandaðar og fallegar og hver og ein hefur sinn per- sónuleika og sitt eigið nafn, t.d Snæfríður á Hóli, Ásgerður í Miðkoti osfrv. Hér eru tvö dœmi af handverki Freyju. Á efri myndinni er hópur te- hettukvenna að tygja sig á kvenfélagsfund en á þeirri neðri eru jóla- sveinar sem fóru snemma til byggða og hafa verið til sýnis og sölu á handverkssýningu í salarkynnum Handverks og hönnunar við Aðal- strœti í Reykjavík. Þar verða þeir til 22. desember nk. Ekki þótti þeim stallsystrum nóg að gera einungis tehettur og bættu fljótlega við kaffihettum og litlum eggjahettum. Hnetu- karlar skutu upp kollinum og hafa farið sigurför um landið þó litlir séu. Þeir eru búnir til úr val- hnetum, hausinn úr heslihnetu og fætur úr könglum. Þetta er málað og eru hnetupörin í ís- lenskum búningum, jólasveinar, Bakkabræður og fleiri skemmti- legir karlar og kerlingar. Fyrir utan sameiginlega vinnu hefur Sigríður saumað fallegar töskur, kaffikönnukápur, hatta og margt fleira. Töskurnar eru skreyttar með útsaumi. Þess ber að geta að Tehettan Freyja hefur haslað sér völl á listiðnaðar- markaðnum. Vörur þeirra eru seldar í öllum helstu listiðnaðar- búðum landsins. Tehetturnar eru vinsælar tækifærisgjafir og hafa ekki síst verið vinsælar til gjafa erlendis. Gaman verður að fylgjast með nýjum vörum frá þessum mætu handverkskonum í framtíðinni. ÍÓS Munir og minjar Á byggðasafninu í Hvoli er fjöldi muna sem bera vitni um horfna starfshætti og margir þeirra koma nútímabörnum ef til vill spánskt fyrir sjón- ir. íris Ólöf Sigurjónsdóttir forstöðumaður Byggða- safnsins í Hvoli gerir hér lítilleg skil munum og minjum af safninu, auk þess sem birtar eru mynd- ir af skrýtnum hlutum sem lesendur mega ráða í til hvers voru notaðir. Ef þið hafið einhverjar upplýsingar um munina hvetjum við ykkur til að hafa samband við írisi á byggðasafninu í síma 466-1497 eða 892-1497. Mynd 7. Hvað er þetta? Nr. 989. Spónamót Gefandi: Olafur Tryggvason, Ytra-Hvarfi, Svarf- aðardal. Spónamót er áhald notað til spónagerðar. Víða notaði fullorðið fólk einungis spæni þegar það mataðist en í kringum 1930 eru hin hefðbundnu hnífapör tekin við að mestu. Orðið spónamatur er haft um þann mat sem ekki þarf að tyggja. Spænir voru gerðir úr horni og þóttu þeir best- ir úr nauta- og kúahornum. Hrútshorn þóttu síðri. Það náðust 2 spænir úr kýrhornum en 3 úr uxahornum. Spónamótin voru notuð til að móta spónblaðið með þartilgerðri trékúlu. Mótið virk- aði eins og þvinga þar sem hitað spónsefnið var sett f mótið og formað með trékúlunni og press- að. Eftir mótun var svo spónninn slípaður með þjöl eða sandi og borin á hann feiti, oft lýsi. Ef spónn hitnaði of mikið þurfti að móta hann aftur í spónamótinu. ÍÓS

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.