Norðurslóð - 18.12.2002, Blaðsíða 5

Norðurslóð - 18.12.2002, Blaðsíða 5
NORÐLRSLÓÐ - 5 og varð þá nokkuð lengra á milli okkar bræðra en áður. Og lengra en skyldi. En Jón gerðist vinnumaður á því sómabýli Krossum á Arskógsströnd þar sem auðn- an lék í fyrstu við hann. Áður en langt um leið varð hann þar gildur bóndi eftir að hans húsbóndi lést og Jón, sá trausti maður sem hann var, kvæntist húsfreyju, dugandi konu og gegnri manneskju en nokkuð við aldur. Þar vann hann af mikl- um dugnaði og farnaðist vel. Betur en ýmsum hugnaðist. Þar var í grennd sá illi maður Jón Guð- mundsson er á Hellu bjó og varð nokkur þeirra samgangur þar þeirra jarðir lágu saman. En þar var eitt með öðru sem ég hefði átt að vara minn bróður við. Jón Guðmundsson var mikið við galdur og beitti honum til ills svo sem hans eðli sagði honum til um. Og Jón bróðir minn varaðist það ekki er þeir báru saman sínar bækur að nafni hans á Hellu blés í sína pípu eftir allt öðrum nótum. Sjálfur hafði Jón á Hellu numið sína klæki af Sigurði Jónssyni á Urðum, viðsjárverðum manni sem mikið fékkst við að kenna mönnum galdur og ekki var ætíð vandur að sínum meðulum. Nú gerðist það svo sem oft er þá illir eigast við að upp kom mikið ósætti með þeim Sigurði á Urðum og Jóni Guð- mundssyni. Ekki löngu síðar fer að bera á einkennilegum atvikum þar á Urðum. Hross taka að drepast og piltur þar á bæ þykist verða fyrir mikilli ásókn draugs. Sigurður Jónsson á Urðum, sem allmikið átti undir sér, telur strax að þarna sé Jón Guðmundsson á ferð og hafi vakið upp draug þann til að gera sér og sínum skrá- veifu út af þeim glettingum sem farið höfðu á milli. í raun var þar þó enginn draugur á ferð, heldur hafði Jón á Hellu gert út húskarla sína til að vinna voða- verkin að næturþeli. Það játaði einn þeirra fyrir mér á sinni banasæng löngu síðar. Sigurður hafði sjálfur jafnan gætt þess að láta hvergi höggstað á sér finna í sínum galdratilþrifum en notaði nú það lag sem gafst til að sauma að Jóni á Hellu og kvaddi til sýslumann Magnús Björnsson sem gekk þegar í málið með miklum bægslagangi. Þegar svo Jón á Hellu finnur berast að sér böndin grípur hann strax til þess sjálf- um sér til varnar að bera Jón bróður minn sökum. Hann neitar en er rægður við sýslumann af fleirum, sumir þeirra sáu ofsjónum yfir búsetu hans á Krossum, rétt eins og Jón á Hellu sjálfur. Og fer svo um síðir að leitað er hjá honum og finnast þar blöð með ristingum og myndum sem þeim illu mönnum tekst að sannfæra sýslumann um að meininu valdi. Pilturinn sem fyrir ásókninni varð var fákænn drengur, en svo vel tókst að fullvissa hann um sekt míns bróður að hann vinnur eið að því við Drottins nafn og þurfti þá ekki frekar vitnanna við. Þegar í þetta óefni var komið brast mig þrek til að grípa inn í. Vissi líka sem var að það gæti komið mér í koll ef ég bæri að ég sjálfur hefði farið með slíka hluti, gat ég þá ekki allt eins þurft að fylgja Jóni bróð- ur á bálið? Hvaða stoð yrði þá í mér fyrir konu mína og dóttur? Einnig var það svo að ég hreint ekki skildi alvöru málsins. Mér fannst sem þetta hlyti að vera illur draumur sem við mundum öll vakna af þegar til stykkisins kæmi. Ber þá að hafa í huga að brennur voru þá óþekktar með öllu, þær sem síðan hafa orðið landlægar nú um marga und- angengna áratugi, en sem betur fer hillir nú undir að leggist af. Góðu heilli kemur nú einnig senn að því að minni jarðvist ljúki. Ég fæ að varpa af mér því oki sem á mig hefur verið lagt hér á lifandi manna landi. Ég hlakka til að mega léttum skrefum ganga inn í ríki hins æðsta föður og fyrirhitta þar alla mína ástvini, svo sem foreldra, eiginkonu mína og dóttur. Og í öruggri vissu get ég nú þess vænst að hitta þar á efsta degi og faðma að mér bróður minn. Þó mér kæmi svo illilega í stans við griðkonunnar orð finn ég nú glöggt að þau hafa orðið mér til mikillar hugar- hægðar og eru mér sem sannur léttir. Þau segja mér skýrt og greinilega að orðspor Jóns verður um ókomnar aldir meira en mitt. Og því finn ég að ég er nú loks orð- inn að nýju og mun verða það sem ég ætíð átti að vera: Bróðir Jóns á Krossum. Nú fikra ég mig fram bæjargöngin og stíg út á hlaðið og finn á snertingu lofts og ilman að þokunni er loks tekið að létta. Kannski varðar mig þrátt fyrir allt eitt- hvað um það. Ljóðagetraun Norðurslóðar 2002 1. Hvað svífur yfir Esjunni? 2. Hvað berst mér í brjósti snautt? 3. Hver fær bráðum boðin frá mér? 4. Hvenær varð ég á vegi hins unga manns? 5. Hver flýgur aldrei aftur inn um gluggann minn? Hver þreytir aldrei þá sem unnast? Hvað bar að eyrum sem englahljóm? Hvar loga bjartir stjörnuglampar? 9. Hvenær kvaddi ég þig með tárum? 10. Hver skeiðar fljótur, frár? 11. Hvað setti mark á brá og vör? 12. Hverjir geysast um lundinn rétt eins og börn? 6. 7. 8. 13. Hver kyssir lognvær hvern reit? 14. Hvar var ekki á hækjum húkt? 15. Hvað týndist í rökkur hins liðna? 16. Hvenær gefst mér aftur heilsa og líf? 17. Hvar færi fullvel um mig? 18. Hvað eltir mig til ókunnugra þjóða? 19. Hver frísar hátt og bítur og slær? 20. Hverjum skal varast að veita styggð? 21. Hver situr við hafið á kóralskóm? 22. Hver skreið und gráa steina? 23. Hver teygist hugrökk á háum legg? 24. Hvað skreyta fossar og fjallshlíð? 25. Hver hló í dýrðarkró? Bræðraminning Egill Antonsson gefur út geisladisk í minningu bræðra sinna 22. desember næstkomandi gefur Egill Antonsson út geisladiskinn „Bræðra- minning" til minningar um bræður sína Jónas Björgvin og Egil. Diskurinn inni- heldur 10 lög sem koma bæði fyrir í upp- runalegri útgáfu (bræðurnir með hljóm- sveitum þeirra Lazarus og Fló á 8. ára- tugnum) og í iivjum búningi Egils yngri (2001-2002). Bræðurnir bjuggu á Dalvík ásamt for- eldrum sínum þeim Höllu Jónasdóttur og Antoni Angantýsyni, en dóu ungir að ár- um af slysförum. Jónas lést í júlí 1975 þá tæplega 16 ára en Egill í júní 1978 þá ný orðinn 16 ára. Þó þeir væru ungir að árum voru þeir búnir að sýna mikla hæfileika á tónlistarsviðinu og starfa í hljómsveitum saman og með öðrum. í fyrstu hljómsveit- inni var Hermann Tómasson meðal ann- ars með þeim. í aðdraganda útgáfu disks- ins nú skrifaði Hermann bréf til Egils og Tona og Höllu þar sem hann rifjar upp hljómsveitarárin og sumpart tilurð lag- anna sem á diskinum eru. Hermann segir meðal annars: „Hljómsyeitin var stofnuð á haustdög- um 1973. I hljómsveitinni voru Jónas Björgvin og Egill Antonssynir, Árni Björnsson, Hermann Tómasson og Páll Hartmannsson. Við vorum fjórir úr 59 ár- ganginum sem upphaflega ákváðum að stofna hljómsveitina og Egill bættist síðan mjög fljótlega í hópinn. Hljóðfæraskipan var hefðbundin fyrir fimm manna hljóm- sveit, tveir gítarar, hljómborð, bassi og trommur. Jónas og Egill voru hinir eigin- legu hljómlistarmenn í sveitinni og kenndu okkur hinum það sem þeir gátu. Við æfðum lög héðan og þaðan og síð- an nokkur lög eftir þá bræður. Dæmi um lög sem við spiluðum; Who '11 stop the rain og Do do do (Creedence Clearwater Revival), Silvia (Focus), Lady Madonna (The Beatles) o.s.frv. Við æfðum meira að segja nokkur lög í syrpu fyrir gömlu dans- ana (allar hljómsveitir á þessum tíma þurftu að geta boðið upp á slíkt). Við vor- um nokkuð fljótir að koma okkur upp sæmilegu safni af lögum sem við gátum spilað enda var töluvert æft. Þannig æfð- um við tvisvar í viku flestar vikur árið 1974 sem segja má að sé blómatími hljómsveitarinnar. Við fengum aðstöðu í skólanum, nánar tiltekið á gangi gamla skólans, fyrir æfingar og hljóðfærin geymdum við í geymslu sem var við enda gangsins. Við fengum fljótlega töluvert að gera, spiluðum á kvöldvökum í skólanum, skemmtunum, t.d. sumardaginn fyrsta 1974 og skólaskemmtun veturinn 1974- 1975, og síðan á unglingadansleikjum og einum fullorðinsdansleik með hljómsveit- inni Safír. Til að byrja með voru græjur í lág- marki, við notuðum t.a.m. allir sama magnara framan af, en smátt og smátt bætist við tækjakostinn, nýir magnarar voru keyptir, söngkerfi fengum við haust- ið 1974 og fjárfest var í nýjum hljóðfær- um. Vorið 1975 hættir hljómsveitin. Grunn- Brœðurnir Egill (sá efri) og Jónas. Myndm var ukm um mionatitia Onfvilt Aml»urft: Uylfi iCatf.son Hvað kemur út . ...nniin ... ii.iiiiiiiiff-nrrmff'*'*^ - úrfíófráDMk? i sem hoitir l'l' luuiii Fréttin úr Dagblaðinu frá 1976 sem skrifuð er af Ómarí Valdi- marssyni blaðamanni og einum helsta poppfrœðingi þess tíma. skólanum var lokið og við fjórir vorum að klára skyldunám. Ég man mismikið um lögin á disknum. Sum voru á lagalista hljómsveitarinnar en önnur hafa lfkast til aldrei verið spiluð annarsstaðar en í Mímisveginum. Ég get ekki fullyrt um það hvor bræðranna samdi þau en það voru í öllum tilvikum Jónas og Egill og ég held að Jónas hafi verið höfundur meirihluta laganna. Ég á síðan þann vafasama heiður að hafa sam- ið hluta af textunum en eflaust hafa þeir tekið einhverjum breytingum þegar hljóm- sveitin fór að vinna með þá. Ég skrifaði dagbók stóran hluta ársins 1974 og þar stendur m.a. fimmtudaginn 28. febrúar 1974: „...Við eigum að spila á kvöldvöku annað kvöld og ætlum að syngja nokkur lög. Svo meikuðum við Jónas texta við lag sem Jónas gerði. Lagið heitir „World is nothing except hate"." Fæst lögin bera nafn í minningunni." Síðan fjallar Hermann um hvert og eitt lag sem á diskinum. Um fyrsta lagið segir hann: „Lagið var eitt af fyrstu lögunum sem ég man eftir. Man ekki eftir neinu nafni en Jónas var örugglega höfundur lagsins og ég held að ég eigi textann að mestu leyti. í laginu er meðal annars talað um rubber og þar átt við smokk. Ég man eftir því að við vorum í vandræðum með þetta orð og veltum því fyrir okkur hvort við ættum að spyrja Júlla Dan hvað smokkur væri á ensku en held að við höfum ekki þorað það." Og það síðasta: „Þetta er síðan lag sem við töluðum venjulega um sem píanólagið. Það var lengst af á lagalista hljómsveitarinnar og eitt þeirra laga sem við höfðum hvað mest gaman af að spila. Egill í essinu sínu á píanóinu." Egill var síðan eftir að Jónas lést í ann- arri hljómsveit sem hét Fló. Til er úr- klippa úr dagblaði frá árinu 1976 þar sem fjallað er um þá hljómsveit og aðal- lega út frá Agli þar segir meðal annars: „Norður á Dalvík er efnilegur fjórtán ára strákur sem heit- ir Egill Antonsson og er hann frændi Gylfa Ægissonar. Egill er píanóleikari og söngvari hljóm- sveitarinnar Fló - sem lítillega var minnst á í grein um Gylfa - og getur orðið góður í rokk- músik. Fjórtán ára gamall er Egill nátt- úrulega ekki vanur hljóðfæraleikari. (Félagar hans í hljómsveitinni eru alíir yfir tvítugt). Miðað við að þetta er strákur sem er rétt að koma úr mútum þá er hann þeim mun skemmti- Íegri söngvari. Hann fór til dæmis laglega með hið vandasama Leo Sayer-lag „Long Tall Glasses". Og Egill hefur útlit sem minnir á myndir af poppstjörnum þegar þær voru ungar." Nú hefur Egill yngri, sem stundar nám á píanó og rafbassa í F.I.H. í Reykjavík og er í hljómsveitinni KUAI, sem sagt unnið úr upptökum sem til eru af lögum bræðra hans og gefið út á diski sem hægt verður að kaupa í blómaversluninni ílex á Dal- vík. JA hann þi'im mun ski'nimtil

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.