Norðurslóð - 18.12.2002, Page 6

Norðurslóð - 18.12.2002, Page 6
6 - Norðurslóð Ioktóberblaði Norðurslóðar voru birtar þrjár myndir sem sýndu vel byggðina á Dal- vík eins og hún var sumarið 1957.1 texta með myndunum var svolítið minnst á fjárhúsahverfið sem var í sunnanbænum, nánar tiltekið í ofanbænum. Það er ágætt að rifja það upp hér, að á árunum milli 1950 og 1960 var skiptingin á Dalvíkinni hjá strákagenginu sem réð ríkjum - til dæmis í skipulagningu á ára- mótabrennum og auðvitað í fleiru - sunnanbæingar, utanbæ- ingar og þeir í kotunum. Skipt- ingin milli utan- og sunnanbæjar var um Lágina. Sunnanbæingar skiptust síðan í ofanbæinga og neðanbæinga og var skiptingin um Bjarkarbraut. Og fyrst á ann- að borð er hér komið í útúrdúr í aðfaraorðum að þessari frásögn er rétt að minnast þess að eldra fólkið í ofanbænum talaði um það fara o'ná Dalvíkina þegar það brá sér úr Goðabrautinni og niður að Ungó eða í Grundar- götuna. Þegar verið var að búa mynd- irnar í októberblaðinu til prent- unar var, eins og oft áður, nauð- synlegt að fá fleiri til liðs til að rýna í þær og hafa á því skoðun hvað var hvað og hvernig þetta var og hvernig hitt. Þegar kom að fjárhúsahverfinu var farið í smiðju til Friðþjófs Þórarinsson- ar sem mundi vel alla staðhætti á þessum tíma. Undirritaður var heldur ekki ókunnur á þessum slóðum enda hluli af strákageng- inu sem þvældist þarna um og að auki var Toni Bald með kindur í þessu hverfi frá 1950 og allt þar til hverfið var, af skipulagsástæð- um, flutt upp undir Stórhól. Heimaslátrun Þegar sest er niður og spurt hvernig var þetta aftur, er eðli- legt að ýmsar minningar vakni. Maður sér fyrir sér augnablik eins og Stínu í Kambi koma út úr fjósinu þeirra Nonna, sem var nyrst í miðröðinni, hún með skýluklút bundinn um hárið enda að koma frá því að mjólka og kallar á Gunna son sinn að reka kúna niður á Fiafnarbraut í veg fyrir kúareksturinn úr utanbæn- um. Líka man maður eftir á vor- in þegar einhver kallaði og bað okkur að sækja Öllu í Grímsnesi til að draga lamb úr kind. Alla var handsmá og lagin að hjálpa kindum við burð. Sumarminn- ingin úr hverfinu er þegar búið var að flytja hey inn í hlöðurnar, og þá hve gaman var að djöflast í heyinu. Það var hins vegar minna gaman að taka þátt í sjálfum heyskapnum. Haustinu fylgdi síðan heimaslátrunin. Langflest- ir slátruðu bara í hverfinu og þá undir fjárhúsveggnum. Sumum var illa við að krakkar væru að þvælast mikið um þegar var ver- ið að slátra en aðrir létu sér nægja að biðja okkur að líta und- an meðan skotið var eða rotað með þar til gerðum áhöldum. Síðar þegar leið á haustið fór reykingarilminn að leggja yfir hverfið því þarna voru auðvitað reykingarkofar. Raunar lá alltaf yfir hverfinu ákveðinn „ilmur“ því þarna voru öskuhaugar í orðsins fyllstu merkingu. Fólk kom með ösku úr eldavélum eða kolaofnum og setti þarna í laut. I minningunni er fjárhúsahverfið mikill ævintýraheimur. Ein gata í gegn í framhaldi af myndaskoðuninni í október héldum við Friðþjófur áfram upprifjuninni. Hann átti heima í Bjarnarhóli frá 1935 og fylgdist því með þessari þróun frá upphafi ef svo má segja, enda fannst mér áhugavert hvernig hann myndi fyrst eftir Dalvíkinni. Hann segir að þá hafi þetta í raun bara verið gatan í gegnum bæinn, það er að segja Skíða- brautin, og svo Hafnarbrautin og auðvitað líka niður á sandinn sem er Grundargatan. Síðan var Karlsbrautin norðan við lág. Bjarkarbrautin kom ekki fyrr en nokkru seinna en húsin sem voru komin, auk Bjarnarhóls, voru Grímsnes, Bergþórshvoll, Arnarhóll og gamla Laxamýri. Húsin við Sognstún, það er Haukafell, Þórshamar og Strand- berg voru öll byggð fyrir 1940. Ofan við Bjarnarhól og Gríms- nes var vegarslóði sem náði ann- ars vegar upp á túnin sem menn höfðu til að heyja og hins vegar Vaskurgamli, liundur Palla í Bergþórshvoli, stendurframan við húsið. Hann setti alltaf svip á fjárhúsahverfið og umhverfið í kringum Palla- kofann. niður norðan við Bergþórshvol og Arnarhól og á milli Víkurhóls og hesthússins sem var niður við Hafnarbraut. Sigurhæðir voru svo byggðar í þessum vegarslóða og þar með lokaðist hann niður á Hafnarbrautina, en lengi á eftir var þessi slóði notaður til að fara á túnin. Þegar Sigurhæðir voru byggðar var nyrðri hlutinn af Goðabrautinni gerður, það er að segja suður að Bergþórshvoli. Minningabrot úr vcröld sem var Kýr á beit á Kúabökkunum sum- arið 1957. Kirkjan efst til vinstri er í byggingu, skólinn nýrisinn fyrir miðri mynd en örin bendir á hús Friðþjófs hálfbyggt. Á beit á kúabökkunum Flest heimili á Dalvík á þessum tíma voru með kýr og kindur og þá með fjós og íjárhús nálægt sínu íbúðarhúsi. Friðþjófur seg- ist muna að Sigurjón í Laxamýri hafi byggt fjárhús á barði ofan við Grímsnes og ofan við vegar- slóðann sem minnst var á. Það hafi líklega verið fyrsta húsið í þessu fjárhúsahverfi. Veiga í Sæ- grund byggði sér torfkofa sem hún var með skepnur í, ofan við Sigurjón. Þar fyrir ofan byggði Jói leikari í Þrastarhóli hesthús, að mestum hluta úr torfi. Síðar byggðust fleiri hús í línu út frá þessum húsum svo að í grófum dráttum voru þarna þrjár raðir fjárhúsa. Nonni í Kambi og Sveinn bróðir hans byggðu fjár- hús á túni ofan við þessi hús. Það stóð hins vegar ekki lengi því Nonni byggði neðar svo sem vik- ið verður að seinna. Friðþjófur segir eina af ástæð- um þess að fjárhúsahverfið byggð- ist vera að eftir því sem byggðin varð skipulegri hafi þrengt að því að hafa útihúsin við íbúðar- húsin. Auk þess rýmkaði þetta fyrir beit, auðveldara varð að beita skepnum upp í fjallið. Og svo var barðið sem byggt var á snjólétt þannig að staðsetningin var ekki tilviljun. Félagsskapur sem hét Landnám hafði samið við fulltrúa ríkisins, sem var Þór- arinn á Tjörn, um beitarrétt í landi Böggvisstaða sem var rík- isjörð. Samningurinn náði yfir flæðarnar eða kúabakkana og svo breiðuna sunnan við Ár- gerði auk beitarréttar í fjallinu. Hann segist muna eftir því þegar staðið hafi verið yfir kúnum á beit í fjallinu. Framan í Mold- brekkunum heitir einmitt Kúa- hvammur og voru kýrnar oft reknar þangað seinnipart sum- ars. Annars var ekki mikið um kýr í fjárhúshverfinu. Nonni í Kambi var með kú sem hann hafði fyrst niður í fjósinu í Sogni því hann keypti hana af Jóhanni. Nonni byggði síðan fjós og fjár- hús norðan við torfkofann hennar Veigu í miðröðinni. Toni Bald var með kú í torfkofanum, lík- lega bara veturinn eftir að hann hætti búskap á Hrafnsstöðum. Síðan var hann með kindur þar. Fúsi Ágústar byggði fjárhús sunn- an við torfkofann. Toni keypti síðan af Fúsa og flutti sig með kindurnar þangað. „Sigurður sonur minn“ með hænur Jonni á Sigurhæðum var með kýr en hann var með fjárhús og fjós á móts við neðstu röðina, aðeins út úr hverfinu norðan við stíg eða götu sem lá upp að Stór- hólnum norðan við fjárhúsa- hverfið. Fleiri voru ekki með kýr þarna og sá búskapur lagðist af nokkru fyrir 1960. Jonni eða lík- lega var það aðallega Siggi hafði hænur í húsunum. Siggi var líka með mikla dúfnarækt þarna. Það var fjós og hlaða sunnan við Grímsnes og hann sagðist muna það að þegar Þorsteinn sonur hans var lítill hefði verið farið að selja gerilsneydda mjólk í kaupfélaginu. Það þótti ekki börnum bjóðandi svo þau hefðu áfram keypt mjólk af Stínu í Kambi og Öllu í Grímsnesi. Þetta var eftir að þau fluttu inn í húsið sitt í Goðabrautinni 1958. Það voru orðin hálfgerð leiðindi út af rekstrinum á kúnum eftir götum bæjarins því þær skildu eftir sig fleira en gott þótti. Þegar Tóti faðir Friðþjófs byggði Bjarnarhól var fyrir 40 kinda fjárhús og hlaða norðan við húsið sem Þorsteinn Jónsson

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.