Norðurslóð - 18.12.2002, Qupperneq 9

Norðurslóð - 18.12.2002, Qupperneq 9
Norðurslóð - 9 Þessa grein samdi ég þegar ég var beðinn um framlag í bókaflokkinn A lífsins leið, sem góðgerðafélagið Stoð og styrkur stend- ur að, en ágóði útgáfunnar rennur til ungs fólks sem á við veikindi og aðra örðug- leika að stríða. Efnið átti að vera um minn- isstœð atvik eða samferðamenn. Eg valdi að rifja upp minningu um kœran vin frá bernskuárum og finnst hún vel mega standa hér líka. Með henni fylgir kveðja mín til Norðurslóðar á aldarfjórðungsafmœlinu, ásamtþökkfrá brottfluttum Dalvíkingi sem blaðið hefur gert stórum léttara að halda tengslum sínum við œskustöðvarnar. Eftir því sem árin líða, gerist það oft- ar að bernskan vitjar manns og á hugann leita svipir fólks sem þá stóð manni nærri. Á þessum síðum langar mig að kalla fram mynd af gömlum manni sem mér var kær á barnsárum. Hann hét Þorsteinn Baldvinsson frá Böggvisstöð- um í Svarfaðardal, en átti heima á Dalvík seinni hluta ævinnar. Þorsteinn fæddist á Böggvisstöðum 4. nóvember 1876, sonur Baldvins Þorvalds- sonar útvegsbónda og Þóru Sigurðardótt- ur. Böggvisstaðaheimilis í þeirra tíð er nokkuð víða minnst í frásögnum enda höfuðból í sveitinni. Baldvin og Þóra eignuðust tólf börn og er mikill ættbogi af þeim kominn. Margt af því fólki setti svip á Dalvík og Svarfaðardal á liðinni öld. Yngst Böggvisstaðasystkina og það eina sem gekk menntaveginn var Guðjón, mikill hugsjónamaður og róttækur áhuga- maður um stjórnmál. Hann dó ungur, þá kennari á Isafirði. Á námsárum sínum í Kaupmannahöfn náði hann að kveikja í ýmsum félögum sínum, meðal þeirra tveim mönnum sem urðu forustumenn á vinstra armi íslenskra stjórnmála, Jónasi frá Hriflu og Olafi Friðrikssyni. Minning Guðjóns var í heiðri höfð af ættingjum hans og man ég vel rnynd af honum á vegg hjá Þorsteini. Þorsteinn Baldvinsson var réttum sjö- tíu árum eldri en ég, svo aðeins skakkaði þremur dögum. Hann var mótaður af fjar- lægum tíma, ólst upp við harða lífsbaráttu til lands og sjávar eins og þá tíðkaðist. Skólaganga varð engin umfram heima- fræðslu. Hann hafði ekki þjálfast við bók- legt nám, það mátti meðal annars sjá af því að hann bærði jafnan varirnar þegar hann las í hljóði eins og börn gera. Fram- an af ævi vann hann búinu á Böggvisstöð- um en var aldrei nefndur bóndi, verka- maður er hann titlaður í mannfræðiritinu Svarfdælingum. Loftur bróðir hans tók við forsjá búsins að föður þeirra látnum. Þorsteinn kvæntist ungur Helgu Björns- dóttur, en hún lést fáum árum síðar, er hún hafði alið son sem sjálfur fékk ekki að lifa nema fáa mánuði. Stór mynd af þessari löngu látnu konu hékk yfir rúm- inu hans. Þau hjón eignuðust tvær dætur, Soffíu sem lést úr berklum ung kona ógift og barnlaus og Baldvinu sem lifði langa ævi á Dalvík. I skjóli hennar og eigin- manns hennar, Guðmundar Einarssonar á Ögðum, var Þorsteinn á efri árum. Mín kynni af honum hófust af því að hann varð leigjandi hjá foreldrum mínum í Haukafelli á Dalvík þegar ég var átta ára gamall. Á kvistinum hjá okkur bjó hann svo í næstu sex ár, en hafði fæði hjá dóttur sinni á Ögðum. Upp frá því hélt ég sam- bandi við Þorstein þótt strjálli yrðu sam- fundir á unglingsárum þegar ég fór að heiman í skóla. Ég laðaðist að þessum gamla manni sem alltaf var mér vænn. Góðvildin var ríkasta einkenni hans og barngóður var hann sérstaklega eins og ég fékk svo ríkulega að reyna. Oft gaf hann mér súkkulaðibita eða brjóstsykursmola. Margt var spjallað meðan hann sat og hnýtti tauma á línuöngla, en það verk vann hann fyrir einhvern útvegsmann á Dalvík. Ég greip stundum í það með honum. Þegar hann þreyttist lagði hann sig, breiddi vasaklút yfir andlitið og sofnaði. Það hafði ég aldrei séð þá og hef ekki síðan. Hann sagði mér frá uppvexti sínum í dalnum á níunda tugi nítjándu aldar, smala- mennsku og öðrum störfum. Á skápnum hans stóð líkan af íslenskum hundi. hvít- um með hringaða rófu. Þessi hundur, sagði hann, var alveg eins og uppáhalds- fjárhundurinn hans hafði verið. Éitthvað varð ég að geta sagt líka, en lífsreynsla mín var lítil og öll úr bókum. Ég var far- inn að lesa frásagnir úr enn fjarlægari tíma en þeim sem Þorsteinn hafði lifað, það voru íslendingasögurnar, einkum Njála og Grettis saga. Ég trúði þessum sögum eins og nýju neti og sérstaklega voru það bardagahetjurnar sem hrifu mig. Gamli maðurinn á kvistinum Ég lýsti afreksverkum þeirra með eins lit- ríkum hætti og ég kunni. Þorsteinn hlust- aði, hnýtti á og sagði þegar ég hafði lýst einhverjum kappanum: „Já, hann var stíf- ur, það er nú líkast til.“ Þorsteinn hafði alið allan sinn aldur í Svarfaðardal og óvíða farið. Hann mundi árferði langt aftur í tímann. Ein bók senr hann las á þessum árum varð honum hug- leikin, æviminningar Páls H. Jónssonar á Stóruvöllum í Bárðardal, um búskap í Þingeyjarsýslu á fyrri tíð. Úr henni varð Þorsteini sérstaklega minnisstætt að Páll sagði að sumarið 1903 hefði verið versta sumar sem hann hefði lifað. „Já, það var eins hérna, versta sumarið þegar ég var við búskap var sumarið 1903.“ Ég man hvað mér fannst sumarið 1903 langt að baki. Og svo var um fleira sem hann sagði mér. Einhvern tíma fylgdi hann Matthíasi Jochumssyni ríðandi milli bæja. „Hvert heldur þú að sé besta farartæki sem ég hef ferðast með?“ spurði séra Matthías. Því treysti Þorsteinn sér ekki til að svara, vissi sem var að Matthías hafði farið um mörg lönd. „Og það er hann Gráni minn,“ sagði skáldið. Kjörfaðir minn, Stefán Hallgrímsson, hafði verið nágranni Þorsteins í æsku, hann fæddist og ólst upp á Hrafnsstöðum, næsta bæ við Böggvisstaði. Einhvern tíma fylgdist hann strákur með Þorsteini um Ákureyrargötur. Með stuttu millibili stansaði hann og tók tali menn sem þeir mættu. „Hvaða maður var þetta?“ spurði drengurinn þegar þeir höfðu kvaðst. „Og það var nú, meiningin, gamall kunningi minn,“ svaraði Þorsteinn. I hvert skipti spurði pabbi hins sama en fékk alltaf sama svarið. - Það var fleira smálegt sem faðir minn sagði mér af Þorsteini á fyrri árum og kímdi að, ýmiss konar spaugileg fyrirtekt. Eitt var það að stundum hefði hann látið svo sem hann stjórnaði raun- verulega öllu við búskapinn á Böggvis- stöðum, Loftur engu. I annan tíma var viðkvæðið að sjálfur réði hann engu á bænum, Loftur hefði þar öll völd! En svona voru sögurnar og tilsvörin sem mér voru hermd eftir Þorsteini. Frá öllu var sagt af græskuleysi, Þorsteinn átti enga óvildarmenn og gömlum nágrönnum eins og þeim Hrafnsstaðabræðrum þótti vænt um hann. Gamli maðurinn á loftinu kom að nokkru í stað þess afa sem ég aldrei átti. Hann var glaðsinna, spaugsamur og í góðu jafnvægi. Hann lífgaði upp á heim- ilislífið í hvert sinn sem hann leit inn hjá okkur. Hann kenndi mér að spila kasínu og oft gripum við í spil okkur til skemmt- unar. Það sem áreiðanlega átti mestan þátt í hve.vel hann varðveitti sína góðu lund var trúin. Hann hélt fast við sína barnatrú. Að upplagi var hann ekki hneigður til íhygli, líf hans varð vinna fyrir brauði sínu og ekkert varð til að veikja hinar heimafengnu undirstöður. Menntamaðurinn Guðjón bróðir hans kastaði trúnni af mikilli alvöru þegar hann kynntist kenningum Brandesar og sósíalismans, en var alltaf hræddur um að Eftir Gunnar Stefáns- son kristindómurinn næði aftur tökum á sér, segir Sigurður Nordal, vinur Guðjóns í grein um hann. Þorsteinn þurfti aldrei að óttast neitt í þeim efnum. Ég man að hin- ar frægu hugleiðingar Mynsters Sjálands- biskups í þýðingu Fjölnismanna, með gotnesku letri, voru á náttborði hans. Úr þeirri bók er frægust upphafssetningin sem þýðendurnir sátu yfir heilan dag að sögn áður en þeir urðu ánægðir: „Ond mín er þreytt, hvar má hún finna hvíld?“ Svarið við þeirri spurningu vafðist aldrei fyrir Þorsteini, enda hefði hann þá ekki átt jafnheiðríkan hug eftir sáran ástvina- missi. Trúin var honum jafnan traustur bakhjarl, hjálpaði honum til að líta björt- um augum á lífið og tilveruna alla ævi. Þannig var hann vottur um gildi trúarlífs fyrir manninn, dæmi sem aldrei hefur far- ið úr huga mér. Kirkjan var Þorsteini mikils virði, hann sótti oft guðsþjónustur og gaf kirkju sinni fé af litlum efnum. Það var stór dagur fyrir hann þegar Dalvíkurkirkja var vígð 1960, en Úpsir voru samt áfram hans kirkjustaður, þar hafði hann verið skírð- ur, fermdur og vígður í hjónaband. Þar hvíldu ástvinir hans, við þeirra hlið vildi hann sjálfur hljóta legstað og fékk hann. Það er skrýtið um jafnmikinn trúmann og Þorstein að hann átti Þyrna nafna síns Erlingssonar sem ég fletti í fyrsta sinn í herberginu hans. Kannski hefur hann ekki hugleitt mikið þau kvæði sem beind- ust gegn kirkju og kristindómi. í þess stað var það einkum eitt kvæði sem honum var hugstætt og fór oft með. Það var ort þegar hann sjálfur var ungur, lýsir þeim anda sem var ríkjandi í landinu þegar tuttug- asta öldin heilsaði. Kvæðið heitir Til Is- lands við aldamótin 1900. Ég set hér fyrsta erindið: Þú ert móðir vor kær. Þá er vagga okkar vær, þegar vorkvöldið leggur þér barn þitt að hjarta; og hve geiglaus og há yfir grátþungri brá berðu gullaldarhjálminn á enninu bjarta. Við hjarta þitt slögin sín hjörtu okkar finna, þinn hjálmur er gull okkar dýrustu minna; og þó fegurst og kœrst og að eilífu stœrst ertu í ást og íframtíðar vordraumum barnanna þinna. Vorið sem ég fermdist flutti Þorsteinn úr Haukafelli og settist að í húsi dóttur- dóttur sinnar, Soffíu Guðmundsdóttur og manns hennar Óskars K. Valtýssonar á Hafnarbraut 8. Þar átti hann heima upp frá því. - Það var ekki langt á milli húsa og oft kom hann í heimsókn til okkar. Ég leit til hans þegar ég var heima frá skólan- um. Síðast sá ég hann þegar hann var orð- inn níræður og beið þess að hverfa héðan, sáttur og hugarrór eins og jafnan fyrr. Það var svo 20. júlí 1968 að lífsljós hans slokknaði. Þetta var á fögrum morgni og nærri á sömu stundu lést faðir minn á sjúkrahúsi á Akureyri. Hinir gömlu vinir og grannar urðu því samferða yfir landa- mærin. Það hafði auðvitað sérstaka per- sónulega skírskotun til mín; - á þessum sumarmorgni kvaddi minn æskuheimur og nýr tími var að hefjast. Og annað í mínu lífi þetta sumar táknaði hið sama. Ég gekk í hjónaband 6. júlí og fékk þá síðustu fallegu kveðjuna frá Þorsteini. - Á þessu sögulega ári blésu stormar um Evr- ópu og undirstöður hins gamla þjóðfélags skulfu. Enginn gat séð fyrir að breytingar í heiminum yrðu jafngagngerar og orðið hafa síðan og svo mörgum stoðum yrði burtu svipt. Miðaldra menn og eldri þekkja varla lengur þann heim sem þeir hrærast í og nú er orðinn að einu allsherj- ar markaðstorgi þar sem allt er lagt á metaskálar auðhyggjunnar. Jafnvel skólar eru reknir eins og fyrirtæki þar sem kenn- arar selja menntunina og nemendur kaupa. Það sem gamalt er hverfur til moldar, slíkt er lífsins lögmál. En rótlaus getum við ekki þrifist, líf okkar hefur aðeins merkingu ef við finnum að það er hlekkur í keðju kynslóðanna. Kynni barna af gömlu fólki eru mikilvæg til að styrkja þessa keðju. Ég hef á þessum stað kosið að minnast manns sem átti drjúgan þátt í að veita mér ungum það uppeldi. — I iPi MÚl BÓKAÚTGÁFA IÐNÚ er í eigu IÐNMENNTAR ses Aðalverkefni IÐNÚ eru útgáfa og innflutningur námsgagna. Auk þess starfrækir IÐNU prentstofu í Brautarholti 8. Reykjavík: Iðnskólabúðina í Iðnskólanum Reykjavík og bóka- og skólavörubúð á Bergþórugötu 23, Reykjavík. BRAUTARHOLTI 8 • 105 REYKJAVÍK SÍMI 562 3370 - BRÉFSÍMI 562 3497 NETFANG: idnu@ir.is

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.