Norðurslóð - 18.12.2002, Blaðsíða 10

Norðurslóð - 18.12.2002, Blaðsíða 10
10 - NORÐURSLÓÐ Við fórum frá Reykjavík 29. jan- úar árið 1959 kl. 1800 áleiðis á karfamiðin við Nýfundnaland. Skipstjóri var Marteinn Jónas- son, reyndur togarasjómaður. Hann hafði verið skipstjóri á Þorkeli mána í fjögur ár. Fyrsti stýrimaður var Karl Magnússon, Sigurður Kolbeinsson var 2. stýrimaður, Þórður Guðlaugsson 1. vélstjóri, Jón Grímsson 2. vélstjóri og loftskeytamaður var sá sem þetta ritar, Valdimar Tryggva- son. Þann 30. janúar þegar við vorum komn- ir 270 sjómílur frá Reykjanesi heyrði ég á neyðarbylgjunni að eitthvað alvarlegt var að ske. Ég hafði strax samband við Reykja- vík Radíó TFA og fékk þær fregnir að nýjasta skip dönsku Grænlandsverslunar- innar ætti í miklum erfiðleikum undan Hvarfi. Kristján Jónsson loftskeytamaður sem þá var á vakt á Reykjavík Radíó bað mig að hlusta vel á neyðarbylgjunni og láta sig vita ef ég yrði einhvers vísari. Skipið hét Hans Hedtoft, nefnt eftir for- sætisráðherra Dana, og var sérstaklega byggt til siglinga í ís. Það var með tvöfald- an stjórnbúnað, annan í brúnni og hinn í afturmastri, vatnsþétt skilrúm og styrktan byrðing. Skipið fórst í sinni jómfrúarferð og með því 95 manns. Við fengum storm yfir hafið alla leið- ina og erfitt sjólag og sóttist okkur ferðin heldur hægt. Það lætur nærri að þetta séu nálægt 1.200 sjómflum. Við vorum sex sól- arhringa á leiðinni vestur. Við komum á miðin síðari hluta miðvikudagsins 4. febr- úar og var þá sæmilegt veður. Hófum veiðar syðst á Ritubanka 50 gráður, 28 mínútur norðurbreiddar og 51 gráða vest- urlengdar. Það er álíka sunnarlega og syðsti oddi Englands. Við fengum lítið í tveimur fyrstu holunum og jafnvel má segja að okkur hafi gengið frekar illa all- an fyrsta sólarhringinn, rifum trollið hvað eftir annað og slitum vír, en eftir það fengum við mikinn og góðan karfa og fylltum skipið á tveimur sólarhringum og 18 tímum, um 400 tonn. Mest var veiðin síðustu átján tímana. Þá hafðist ekki und- an. Laugardaginn 7. febrúar vann öll skips- höfnin við að ganga frá aflanum að und- anskildum fyrsta matsveini og tveimur mönnum í vélarrúmi. Veðurspá var slæm en engin viðvörun um fárviðri hafði verið send út frá næstu strandstöðvum. Um kl. 1800 þennan dag var veiðum hætt og gengið frá afla. Skipið gert sjóklárt til heimferðar. Settar voru stímvaktir og stefnan tekin á Reykjanes. Björgunai bátunum fórnað Klukkan 2200 um kvöldið skall veðrið á eins og hendi væri veifað. Skipinu var strax snúið upp í sjó og vind. Veður var af NNV og jókst veðurhæðin stöðugt og um miðnætti voru að minnsta kosti 10-12 vindstig, haugasjór, frost og blindbylur. Fljótlega upp úr miðnætti herðir frostið til muna svo ísing fer að hlaðast á skipið sentimetra eftir sentimetra, tonn fyrir tonn. Um kl. 0200 eftir miðnætti lagðist skipið á bakborðshliðina og kom á það mjög mikill halli. Allir skipverjar voru kallaðir út til þess að berja klaka. Öll að- staða var mjög erfið og áhöld af skornum skammti. Marteinn og Karl ræddu sín á milli hvort ekki væri réttast að koma bak- borðsbjörgunarbátnum fyrir borð og fór Karl ásamt tveimur hásetum aftur á báta- Valdimar Tryggvason Veiðiferð á miðinvið Nýfundnaland Ahöfnin á Þorkatli mána barðist fyrir lífí sínu hátt í þrjá sólarhringa í ísingu og haugasjó Á sjötta áratug síðustu aldar átti sér stað allnokkur útrás íslenska togaraflotans. Ný- sköpunartogararnir voru öflug tæki og þeim var beitt víða um norðurhöf. Algengt var að skipin færu til veiða norður undir Svalbarða og við Grænland, bæði austur- ströndina sem að íslandi snýr en einnig við vesturströndina sem veit að Kanada. Þessir túrar voru langir og aflinn verkaður í salt um borð. Síðasti kafli þessa ævintýris var karfaveiðin við Nýfundnaland. Þar fundust ákaf- lega gjöful karfamið alldjúpt undan landi og þangað sóttu íslensk skip um nokkurt skeið. Aflabrögðin voru með ólíkindum, karfanum var bókstaflega mokað um borð og algengt að skipin fylltu sig á 2-3 dögum. Mjög dró úr þessari sókn eftir atburði sem urðu snemma árs 1959 þegar togarinn Júlí fórst með allri áhöfn, um 30 manns, og fleiri skip voru hætt komin í miklum veðurhörkum. Var veiðunum hætt árið eftir. Eitt þeirra skipa sem tvísýnt var um var reykvíski togarinn Þorkell máni og þar um borð var Valdimar Tryggvason ættaður úr Svarfaðardal, föðurbróðir Bjarna Tryggvasonar geimfara. Valdimar rifjaði þessa sjóferð upp á fundi í Oddfellow-stúk- unni Hallveigu fyrir nokkru og fékk Norðurslóð góðfúslegt leyfi hans til að birta þá frásögn. Marteinn Jónasson skipstjóri. Þórður Guðlaugsson 1. vélstjóri. dekk til þess verks. Við horfðum á eftir björgunarbátnum, marandi hálffullur af ís sjó, fljóta aftur með skipinu. Einhverjum varð á orði: - Lítið gagn höfum við af björgunarbátnum úr þessu. Þegar mikill ís safnast á skip þyngjast þau mjög, stöðugleiki minnkar og hætta skapast á því að þau fari á hliðina og sökkvi á skammri stundu. Þegar við vor- um lausir við bakborðsbátinn rétti skipið sig aftur um stund, en litlu síðar lagðist skipið á stjómborðshliðina og slepptum við þá einnig stjórnborðsbátnum. Það lætur nærri að það hafi verið um kl. 0500. Alla nóttina var unnið þrotlaust við klakabarning. Nokkrir af skipshöfninni voru aftur á og tókst þeim að hreinsa mikið af klaka af bátadekki og afturreiða og einnig af brúnni. Sex menn voru frammí. Ekki var þorandi að láta þá vinna um nóttina vegna myrkurs og hríðarbyls. Láta mun nærri að lofthiti hafi verið mín- us 12 gráður og sjávarhiti sennilega undir frostmarki. Enginn vissi hve alvarlegt ástandið var þar sem ekkert sást sökum myrkurs en myrkrið var kolsvart. Svo líður nóttin og var svo sannarlega lengi að líða. Upp rann nýr dagur, sunnudagurinn 8. febrúar, og þegar fór að sjást stafna á milli sáu menn að ástandið var jafnvel enn verra en við höfðum búist við. Skipið var bókstaflega ein íshella yfir að líta. Um kl. 0800 um morguninn ræddi ég við Martein Jónas- son skipstjóra og fór þess á leit við hann að við sendum út neyðarkall. Marteinn var ekki sammála mér, taldi að með því gætum við komið af stað einhverjum alvarlegum umræðum í loftinu. - Það hafa allir nóg með sig, sagði hann. En skömmu Greinarhöfundur, Valdimar Tryggvason, var loftskeytamaður á Þorkatli mána. síðar kallar Marteinn til mín og mæti ég þá fram í brú með blað og blýant og hripa niður það sem hann óskaði eftir að ég segði. Þetta blað hef ég varðveitt fram á þennan dag. Klukkan 0830 kallaði ég sam- kvæmt fyrirmælum skipstjórans á 2182 kHz, svokallaðri hlust- og neyðarbylgju til allra skipa: Höfum átt í miklum erfið- leikum í alla nótt, sleppt báðum björgun- arbátunum, barið klaka en ekkert hefst undan. Skipið liggur á hliðinni.Togararnir Júní og Bjarni riddari svara strax. Þeir reyna að miða okkur bæði á 425 og 2411 kHz en tekst það ekki. Slys á hvalbaknum Þegar bjart var orðið réðust sex menn undir stjórn Sigurðar Kolbeinssonar 2. stýrimanns, en þeir höfðu haldið sig í lúk- arnum um nóttina, til uppgöngu á hval- bakinn við mjög hættulegar aðstæður. Blindbylur gerði auk þess það að verkum að menn sáu varla handa sinna skil. Þeir þurftu að byrja á því að berja klakann af stiganum til þess eins að komast upp á hvalbakinn. Mikill vandi steðjaði strax að okkur við klakabarninginn sökum þess að við höfðum engin nothæf verkfæri. Allan tímann var unnið í vélarrúminu við smíð- ar á einhvers konar verkfærum sem að gagni mættu koma. Til þess var notað allt tiltækt efni sem fannst í vélarrúminu. Klakabarningurinn gekk samt nokkuð vel framan af, en skyndilega reið brotsjór yfir skipið framanvert. Marteinn sá tím- anlega hvar brotsjórinn nálgaðist og gat kallað til þeirra sem á hvalbaknum voru að vara sig og notaði til þess kalllúður. Þegar við sáum fram á hvalbakinn eftir að brotið hafði riðið yfir var það okkar fyrsta verk að reyna að kasta tölu á skipverja til að sjá hvort einhvern þeirra hefði tekið út. Kom þá fljótlega í ljós að allir voru til staðar en Sigurður Kolbeinsson virtist vera slasaður. Með miklum erfiðismunum tókst að koma Sigurði niður í lúkar og þar var hann skilinn eftir einn og ósjálfbjarga. Seinna um daginn var farið að óttast um togarann Júlí frá Hafnarfirði þar sem ekkert hafði til hans heyrst frá því á laug- ardagskvöld þrátt fyrir að skipin hefðu kallað á hann af og til allan daginn með stuttu millibili. Þá sáum við okkur ekki annað fært en að senda Bæjarútgerð Reykjavíkur skeyti um ástand okkar og síðar um daginn einnig um atvikið á hval- baknum. Útgerðin hafði strax samband við slysadeild Landspítalans og kom fljót-

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.