Norðurslóð - 18.12.2002, Síða 11

Norðurslóð - 18.12.2002, Síða 11
Norðurslóð -11 Skipverjar þurftu að berja ís upp á líf og dauða í meira en tvo sólarhringa. lega skeyti um hvernig við skyldum haga okkur varðandi slysið. Til þess að deyfa kvalir Sigurðar áttum við að gefa honum ákveðinn skammt af ópíum en ekkert slíkt var í meðalakistunni. En eftir þessa veiðiferð var ópíum alltaf í innsigluðum kassa í meðalakistunni, en hvort það var nokkurn tíma notað veit ég ekki. Ég var í stöðugu sambandi við skipin allan daginn og laust fyrir hádegi fékk ég nýjustu veðurspá hjá Oddgeiri Karlssyni loftskeytamanni á togaranum Júní sem send var út frá Washington Radio. Nýj- asta veðurspá segir: Veðurhorfur óbreytt- ar. Klukkan 1100 slitnar stjórnborðsloft- netið og hluti af bakborðsloftnetinu. Fór ég upp á brúarþak í fylgd þriggja háseta. Þeim var ætlað að halda mér föstum á meðan ég reyndi að lagfæra hin slitnu loftnet svo við gæturn haldið bakborðs- loftnetinu, því án loftneta værum við illa staddir. Radarinn var orðinn yfirísaður en með gætni tókst okkur að hreinsa allan ís af radarskyggninu og eftir það héldum við honum gangandi allan tímann. Ekki var slökkt á radarnum fyrr en á ytrihöfn- inni í Reykjavík. Davíðurnar fjiika Iíka Um hádegi á sunnudag hafði ég samband við Bjarna riddara en þeir sjá ekkert í radarnum hjá sér og á Júní er radar- skyggnið frosið fast. Klukkan 1130 reyndu báðir loftskeytamennirnir á Mars og Bjarna riddara að miða okkur út og ég þá en án árangurs. Mér tókst að lesa af Lor- an 1L3 með sæmilegum árangri en lóran- stöðin sýndi 2842. Bjarni riddari og Mars ná einnig Loran 1L3 = 2925 og sjá þeir hvor til annars. Eftir þessa staðsetningu gátum við með nokkuð öruggum hætti reiknað út fjarlægð og stefnu. Þeir ætluðu báðir að reyna að stíma í áttina til okkar. Klukkan 1430 hélt Mars af stað með 3/4 ferð í átt til okkar og um svipað leyti einn- ig Bjarni riddari en síðar varð hann að hætta við tilraun til áframhalds vegna veðurs. Um þetta leyti hafði ástandið enn versnað hjá okkur. I hvers konar veðravíti vorum við komnir? Skipverjar stóðu í stanslausum klaka- barningi og skipið lagðist sitt á hvora hlið með miklum halla. Klukkan 1520 miðar Gísli Hjartarson loftskeytamaður á Mars okkur út með sæmilegum árangri. Þeim sækist hægt. Veður er NV 10-12 vindstig, hauga- brim og frost. Hjá okkur er þrotlaust unnið við klakabarning og öllu lauslegu hent fyrir borð. Skipstjóri, 1. stýrimaður og 1. vélstjóri ræddu um það hvað helst væri hægt að gera. Kom þeim saman um að reyna að logskera allar fjórar bátadav- íðurnar af. Það var mjög erfitt og hættu- legt verk sem unnið var af Þórði Guð- laugssyni 1. vélstjóra. Með honum var Magnús Friðriksson bátsmaður og einn háseti. Þórður var aðeins 25 ára gamall og var óbundinn meðan hann vann þetta erf- iða verk. Eftir að búið var að koma báta- davíðunum fyrir borð varð skipið ofurlít- ið líflegra að minnsta kosti næstu klukku- stundirnar. Hver klukkustund var lengi að líða og sérstaklega liðu næturnar hægt. Það næsta sem yfirmenn skipsins ræddu um var hvort reynandi væri að logskera af skip- inu afturmastrið. Allt skyldi gert sem hægt væri til þess að bjarga skipi og skips- höfn. Frá því var horfið sökum þess að við töldum að það yrði okkur erfitt verk að koma mastrinu fyrir borð og ef illa tækist til gætum við skemmt bæði stýrið og skrúfuna. Allan sunnudagseftirmiðdaginn var ég í stöðugu sambandi við togarann Mars. Klukkan 1830 lætur Mars okkur vita að þeir haldi ekki lengur áfram að svo stöddu, þeir verði að andæfa og taka til við klakabarning hjá sér. En tveim tím- um seinna láta þeir okkur vita að þeir séu komnir á stefnuna á ný. Þegar við höfðum fregnað á sunnudagskvöld að skipin Júní og Gerpir hefðu haldið í suðurátt og væru komnir í hlýrri sjó tók Marteinn þá ákvörðun að reyna að stíma í suðurátt. Marandi í kafí á hliðinni Ekki höfð'um við haldið lengi áfram þeg- ar hvert brotið eftir annað reið yfir skipið aftanvert og færði það gjörsamlega í kaf. Skipið lagðist á brúarvæng á bakborðs- hliðina svo sjór frussaðist inn með hurð- inni. Þarna vóg skipið salt. Enginn veit með vissu hve lengi skipið lá svona á hlið- inni marandi í hálfu kafi því á svona stundu er hver mínúta sem heil eilífð. Um Þorkell máni í Reykjavtkurhöfn eftirferðina á Nýfundnalandsmið. Þar sést að björg- unarbátarnir og davíðurnar sem þeir héngu í eru farin. stundarsakir greip óttinn hvern og einn heljartökum. I vélarrúminu var hallamælir sem sýndi að 60 gráðu halli hafði komið á skipið. Af miklu hugrekki tók skipstjórinn rétta ákvörðun. Hann hringdi niður í vélarrúm og bað Þórð 1. vélstjóra að vera sjálfur við stjórn vélarinnar og nota alla orku sem hægt væri. Venjulegur snúningshraði var 84 snúningar á öxul á mínútu en í neyðar- tilvikum var hægt að nota 105 snúninga og það var gert í þessu tilviki. Þessi vélar- orka var notuð bæði áfrarn og aftur á bak og hægt og hægt kom skipið upp úr öldu- dalnum og hristist stafnanna á milli, svo mikil voru átökin við hafið. Síðan var haldið upp í veður og vind með minnstu ferð sem hægt var að nota svo skipið léti að stjórn. En því lengra sem við héldum í NV-átt þeim mun meira herti frostið. Urn miðnætti talast þeir við skipstjór- arnir Marteinn Jónasson og Sigurgeir Pétursson á Mars. Við sjáurn skip í rad- arnum 5 sjómílur 90 gráður á stjórnborða. Skömmu síðar rofar til og sjáum við þá að þetta er stór rússneskur togari, yfir tvö þúsund tonn að stærð með einkennisstaf- ina PT 240. Við rússneska togarann bund- um við miklar vonir um björgun en skömmu síðar hvarf hann í suðurátt og sá- um við ekki meira af ferðum hans. Um kl. 0400 aðfaranótt mánudags álíta þeir á Marsinum að þeir séu komnir á sömu breiddargráðu og Þorkell máni. Klukkan 0600 um morguninn miðaði ég Mars út með góðum árangri og gerði þeim grein fyrir því að betur hefði farið á skip- inu um nóttina. Klukkan 0700 sjáum við skip í radarnum 3,2 sjómílur í 80 gráður á stjórnborða og álítum við að hér sé Mars kominn. Kalla ég þá í Mars og kl. 0800 sjáum við ljós og þegar rofar til í bylnum kemur í ljós að hér er Mars kominn. Oft og mörgum sinnum komu þreyttir skip- verjar inn í brúna til að hvílast í nokkrar mínútur og í hvert sinn var spurt um veð- urútlit og hvernig Marsinum gengi að komast til okkar. Fá voru þau svör sem hægt var að gefa með góðri samvisku. Rætt um björgun Ekki verður því með orðum lýst hversu mikinn styrk áhöfn okkar öðlaðist við það að sjá skipið nálgast. Skipið okkar var orðið yfirísað á nýjan leik og lagðist sitt á hvora hliðina á víxl. Ég læt Mars vita að útlitið sé slæmt. Skipstjórarnir ræðast við um hvaða möguleikar séu fyrir hendi að bjarga áhöfninni, hvort hægt væri að setja alla í einn gúmmíbát á dekkinu og freista þess að láta hann fljóta fyrir borð ef skip- ið færi á hliðina. Einnig var það rætt hvort hægt væri að skjóta línu yfir til okkar og freista þess að draga mannskapinn á milli skipanna. Álitið var að hvorug þessara björgunaraðferða myndi takast og í raun og veru vissi enginn til hvaða úrræða væri hægt að grípa, svo slæmt var útlitið þá. Um hádegi hafði skipshöfninni tekist að brjóta mikið af klaka í burtu. Meðal annars tókst Þórði 1. vélstjóra að hreyfa togvinduna og þannig náðist mikill klaki í burtu. Einnig voru einn eða fleiri skip- verjar bundnir og hífðir upp í kaðalreipi sem dregið var inn um opinn brúarglugga og það svo fest í vélsímann. Þannig tókst að losa mikið af klaka af brúnni framan- verðri. Þegar þessi afrek voru að baki fór skipið að verða heldur líflegra. Skipin lónuðu saman og á báðum skipum var unnið stöðugt við að berja klaka. Heldur slotaði veðrinu um nóttina og um kl. 0500 á þriðjudagsmorgun þann 9. febrúar var lagt af stað heimleiðis. Þá höfðu allir skip- verjar staðið samfleytt frá því á laugar- dagsmorgni. Allir vorum við hvíldinni fegnir. Sigurgeir Pétursson skipstjóri á Mars og skipverjar hans lögðu skip sitt og eigið líf að veði í baráttu við ofsafengnar nátt- úruhamfarir. Með þrautseigju og hörku tókst þeim að sigrast á erfiðleikunum og komast heilu og höldnu nauðstöddum fé- lögum sínum til aðstoðar. Sú aðstoð var eingöngu fólgin í andlegum styrk að hafa skipið í nágrenni við sig. Skipin höfðu samflot alla leið heim. Við komum til Reykjavíkur mánudaginn 15. febrúar kl. 0325 um nóttina og var bryggjan þá full af fólki. Það þótti okkur rnjög undarlegt. Gert var við skipið í Grimsby og í staðinn fyrir tvo björgunarbáta var settur einn og krani til sjósetningar á honum. Ég fór í land 14. desember 1965 og hætti þá alveg til sjós. Þorkell máni var seldur í brotajárn til Skot- lands í október 1973 og svo einkennilega vildi til að ég fór þar með mína síðustu ferð sem loftskeytamaður. Var síðastur frá borði, hífður í land í fiskikeri upp í fjöru í botni Forthfjarðar í Skotlandi 9. október 1973. (Millifyrirsagnir eru blaðsins) S Oskum viðskiptavinum vorum gleðilegra jóla og farsœldar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á líðandi ári Landsbanki íslands Strandgötu 1,Akureyri Brekkuafgreiðslan, Kaupangi

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.