Norðurslóð - 18.12.2002, Qupperneq 12

Norðurslóð - 18.12.2002, Qupperneq 12
12 - Norðurslóð Forsöngvarar, kvæðamenn og hinn nýi tónn Tónlist í Svarfaðardal - fyrsta grein Við vitum ekki mikið um söng og tónlist í Svarfaðardal á 19. öld og þaðan af fyrr. Heimildir eru takmarkaðar. Söngiðkun hér hefur auðvitað verið lík því sem annars staðar gerðist í landinu. Þess er þá að vænta að helst hafi verið sunginn ein- raddaður trúarlegur söngur í kirkjunum, passíusálmalög o.fl, undir leiðsögn for- söngvara, ennfremur kveðnar rímur og sungin þjóðlög í bland við stöku erlent lag á kvöldvökum eða á mannamótum. Þjóðhátíðin á Hofsáreyrum Ein fyrsta skráða heimild sem við þekkj- um um söngskemmtun hér í dalnum snertir þjóðhátíðina sem hér var haldin árið 1874. Svarfdælingar höfðu mikið við og hátíðin var hin glæsilegasta í alla staði svo getið er um í annálum. Frásögn af há- tíðinni í Sögii Dalvíkur byggir á grein í Akureyrarblaðinu Norðanfara frá þessu ári, 1874 (bls. 102-3). Samkoman fór fram á skriðugrundinni sunnan við Hofsána 3. ágúst þetta ár, 1874. Var m.a. sett upp 24 álna (15 metra) langt tjald á hátíðarsvæð- inu. Þarna mættu 536 manns. Þar voru skrúðgöngur undir fánum. Fluttar voru ræður og nokkur frumort kvæði og einnig fór i'ram glíma. Skotið var af byssum og lítilsháttar drukkið af brennivíni. En það sem mest mótaði þessa hátíð var öflugur samsöngur og glæsilegur fjöldadans, meðal annars álfadans undir dunandi söng. Hér er ekki tóm til að gefa gaum að dansinum en greinilegt er af frásögninni að söngur- inn var mikill og fjölskrúðugur. Merkilegt var það að megnið af því sem sungið var var frumort, því hér bjuggu andans menn. Höfundar voru a.m.k. 3 heimamenn: sr. Páll Jónsson prestur og sálmaskáld á Völlum, Eiríkur nágranni hans bóndi í Uppsölum og loks Þorsteinn Þorkelsson fræðimaður og skáld á Syðra Hvarfi. Stundum var sungið tvíraddað og jafnvel með hljóðfærum. Hinn frumorti skáld- skapur sýnist að allmiklu leyti hafa verið andlegs eðlis en einnig sungu menn lof- söng til ættjarðar og heimabyggðar. Við höfum vanist þeim viðteknu sannindum að íslendingar hafi verið nánast sönglaus- ir í margar aldir þar til sönglíf kviknaði með þjóðinni á síðustu áratugum 19. ald- ar. En þessi sönghátíð á Hofsá ein og sér er vitnisburður sem gengur í gagnstæða átt. Það getur ómögulega hafa verið fólk alls óvant söng sem stóð fyrir hinni miklu söngdagskrá á þjóðhátíðinni þarna á eyr- unum þetta sumar. Engar frásagnir eru um það hverjir sungu eða stjórnuðu söng við hátíðar- haldið. Þegar skoðaðar eru gamlar svarf- dælskar heimildir má sjá að ýmsir voru þeir menn og konur sem á 19. öldinni gátu sér orð fyrir söng og jafnvel hljóðfæra- slátt. Þar er fyrst til að taka að söngur var stundaður í kirkjum alla tíð, hvernig sem hann fór fram. Prestarnir lærðu löngum eitthvað til söngs og þeirra tónmennta sem þá tíðkuðust í Latínuskólunum og síðar Lærða skólanum í Reykjavík. Engir menn höfðu viðlíka aðstöðu og prestarnir til að hafa áhrif á sönglíf á sínu svæði, til örvunar eða deyfingar. Sagt er um sr. Kristján Eldjárn Þórarinsson á Tjörn að hann hefði „mikla og djúpa bassarödd og yndi hafði hann af söng“ svo vitnað sé í Valdimar V. Snævarr (Tjarnarkirkja, 5). Jón Eyjólfsson, vinnumaður hjá sr. Kristj- áni sagði að prestur hefði hvatt söfnuð sinn mjög til að syngja við guðsþjónustur og Jón hafði eftirfarandi eftir honum: „Allir syngi sem geta sungið, hinir grenji af góðum hug.“ Sr. Tómas Hallgrímsson sat Vallastað 1884-1901. Hann var „vel skáldmæltur og listrænn... Hann hafði prýðisfagra söngrödd“, segir Valdimar V. Snævarr (Vallakirkja, 12). Þessir tveir prestar voru að vísu ekki komnir hingað þjóðhátíðarárið 1874. Um söngrödd Hjör- leifs Guttormssonar, fyrirrennara þeirra beggja á Tjörn og Völlum, er ekki gjörla Jóhann Kr. Jónsson, Ingvörum, forsöngvari í Tjarnarkirkju. Synir hans urðu forsöngvar- ar og léku á hljóðfœri. Stefán Árnason, Lœkjarhakka, var kvœðamaður góður. Söngurinn úr messusöngsbók Hólaprents frá 1594 (Grallaran- um) hljómaði í kirkjum landsins um aldir. ítStfl'u oppþafiö íbagj SlöMWufíG ©ut>3 fon ftn gtftift/C^tltfur íQrrra uor. 3Cf Sítarfa »íð«»i9»»/«»f f«n f»at) (írtfaÐ fr ©u msfa tnorgrt gftarna/mprf fooriu oppípffr fo gtarna r-:-== . -........v '' S)ð aKrf 23tUu wfr» fym Jtcðbfff off f tií CD?at>ur/a fffíu fQftmfitto ít?t>/£an& S^ftícgttfíu CDíobur/^teUí Ö5uö fifT íDífpöotn otö/SQait fittí ítiefiú (jfrfcffÖ/SQtmuanjTf vpp loffö 09 fcsrt ofo ftíqfafi grtö* 3íUo (jeima (Fapartn ccöfíc/z goöuro ftðmn (ftcfr/ftítjn 5^frra fcœftc/ (jucro íöaUö ti enöa fœr/ goröa off wf wtö ©pnöum/íöftf off aö pig afninöuin/fuo fra ftier et folUmt »cer* Caf o(T i 2í(Ifemö þtfif/og Spiítitð vafa Oter/oö Sruan öufaff fpfie j ánöafnonum pmjfo oö fwff (Sccfíftf tytinal &aí vor mstf e veí rtpita/og ftí pin oeröum (pprffer* Sf>irf off fettt ^mrtane gaöfr/ ftfaípa 09 œtf o(f íiö/og ðotttla 2töom öepötr/fo ðfrtt D?pr ítfnoö wö/fem fytrantö í;uga fnfi/§afa vtU i ffa emfi/)OrÖ fln/Xerí 2 aUatm 6fö. vitað en í Svarfdœlingum segir um hann: „var til þess tekið hve tónlist og söngur ásamt meðfæddri glaðværð mótaði heim- ilishætti þeirra prestshjónanna meðan þau voru á besta aldursskeiði." Besta ald- ursskeið þeirra leið reyndar austur á Skinnastað á Öxarfirði. I sömu bók segir um konu Hjörleifs, Guðlaugu Björnsdótt- ur: „Listelsk var hún með afbrigðum, hafði fagra söngrödd og spilaði á hljóð- færi.“ Þess má geta að það var einmitt í Öxarfirði sem helst var nokkuð um lang- spil og fiðlur á fyrri hluta 19. aldar sam- kvæmt svörum presta til Hins íslenska bókmenntafélags 1839. Dætur Hjörleifs og Guðlaugar voru m.a. Petrína Soffía, eiginkona sr. Kristjáns á Tjörn og Þórunn, kona Arngríms málara í Gullbringu. Út af þeim báðum kom söngelskt fólk innan dals sem utan. Forsöngvararnir Orgel komu í svarfdælskar kirkjur báðum megin við aldamótin svo sem síðar verður greint. En áður var söngmálum kirkn- anna yfirleitt þannig komið að hver kirkjusöfnuður hafði á að skipa svonefnd- um forsöngvara sem leiddi sönginn. Til eru heimildir um forsöngvara í öllum fjór- um svarfdælsku kirkjunum. Svo er að sjá að forsöngvarastarfið hafi gengið allmik- ið í ættir og ekki síður er það staðreynd að út af nafngreindum forsöngvurum hér Þórarinn Hjartar- son skrifar um slóðir kom margt tónlistarfólk á 20. öld. Heimildir um forsöngvara og annað söngfólk er m.a. að finna í bæklingum Valdimars V. Snævarr um svarfdælsku kirkjurnar, í Sterkum stofnum Björns R. Árnasonar og Svarfdœlingum. Elstur þeirra forsöngvara sem hér verða nefndir var Stefán Arngrímsson, bóndi á Þorsteinssöðum (f. 1801) sem var „söngvinn ágætlega og forsöngvari í Urðakirkju um langt skeið“ segir Björn á Grund (Sterkir stofnar, 141). Soffía systir hans hafði að sögn engu síðri hljóð. Hún var mjög söngvin, rödd hennar fögur og ljúfur raddblærinn. Björn á Grund segir: „Það sagði mér afi minn, Björn Sigurðs- son, lengi bóndi á Atlastöðum, að þau systkinin á Þorsteinsstöðum, Soffía og Stefán, voru stundum til þess fengin að annast söng í heimahúsum nágrannabæja, til dæmis þegar börn voru heima skírð svo og þegar lík látinna manna voru borin fram.“ (sama stað, 144). Afkomendur þess- ara systkina er svonefnd Þorsteinsstaða- ætt. Foreldrar þeirra voru Sigríður Magn- úsdóttir Einarssonar prests á Tjörn og Arngrímur Arngrímsson bóndi á Þor- steinsstöðum. Faðir hans aftur var Arn- grímur Sigurðsson bóndi í Ytra-Garðs- horni sem þótti góður raddmaður. I Svarfdœlingum segir: „Eitt sinn þegar sr. Magnúsi þótti messusöngur í Tjarnar- kirkju heldur stirður hvíslaði hann þessari vísu í eyra Arngríms: Heldur er ég hljóðstirður og hérmeð lágrómaður. Æ, blessaður Arngrímur undir taktu maður. (Sv. II. 153) Dóttir Stefáns Arngrímssonar á Þor- steinsstöðum var Sigríður sem varð eigin- kona Halldórs bónda og hreppstjóra á Melum. Hún spilaði á harmóniku. Sonur þeirra var Hallgrímur Halldórsson, bóndi á Melum, mikill tónlistar- og söngmaður og fyrsti organisti í Urðakirkju. Því starfi gegndi hann í 40 ár. Meðal afkomenda Stefáns á Þorsteinsstöðum er því Mela- fólkið, t.d. söngkonan Halla Jónasdóttir, ennfremur Ásbyrgisfólkið hér á Dalvík, s.s. söngkonan Kristjana Arngrímsdóttir. Einn síðasti forsöngvari í Tjarnar- kirkju var Jón Kristjánsson, bóndi á Ing- vörum. Þórarinn Kr. Eldjárn á Tjörn rifjar upp jólamessu á Tjörn í bernsku sinni: Einhver mín dásamlegasta æskuminn- ing er einmitt tengd jólum, ljósum og söng. Eg mun vart hafa verið meira en 6-8 ára. Ég sat við hlið elskulegrar móður minnar í kirkjunni heima og horfði á kirkjuljósin er lýstu upp fátæk- legu kirkjuna svo mér fannst hún dá- samlega fögur. Já, ljósin voru dásamleg út af fyrir sig, og ég naut þess, en undrið skeði þá fyrst er forsöngvarinn, Jón Kristjánsson frá Ingvörum, og söngvararnir hófu upp rödd sína og sungu Sjá himins opnast hlið. Heilagt englalið. .. Söngurinn féll yfir mig eins og foss. Ég hrökk við og sjá: Mér fannst sem tjaldi væri svipt frá og ég sá himn- ana opna við blasa, þá dýrðarsali sem barnshugurinn einn er fær urn að skapa ... Ég sá söngmennina umvafða dýrð- arljóma (úr ræðu 1950). Bókin Svarfdælingar staðfestir að Jón Kristjánsson sem þarna var nefndur hafi haft óvenjulega fagra og mikla söngrödd, en hann féll frá á besta aldri og heimili hans leystist upp. Búandi á Ingvörum næst á undan Jóni Kristjánssyni voru hjónin Jóhann Jónsson og Sesselía Jónsdóttir. Það voru merkis- hjón fyrir margra hluta sakir. Merkilegur var ekki síst hinn mikli tónlistaráhugi sem þar sveif yfir vötnum. Dóttursonur þeirra var Jóhann Sveinbjarnarson, bóndi í Brekku og Sauðanesi. Frásagnarþættir eftir Jóhann birtust í Norðurslóð árið 1993 og segir hann þar m.a. frá Ingvara- heimilinu. Þar kemur fram að Jóhann bóndi á Ingvörum var lengi meðhjálpari og forsöngvari í Tjarnarkirkju. Jóhann átti langspil og á það spilaði hann sálma- lög upp úr Grallaranum og kenndi sonum sínum söng. Hann lét synina syngja með sér í kirkjunni. Það leiddi til þess að þrír af fimrn sonum hans sem komust til ald- urs urðu forsöngvarar í svarfdælskum kirkjum, tveir þeirra gátu sér orð fyrir fiðluleik og einn þeirra fyrir orgelspil. Tveir synirnir, þeir Sigurður og Hjörleif- ur, voru forsöngvarar í Tjarnarkirkju, lík- lega þeir síðustu áður en orgel kom þar 1915. Víkur þá sögunni að Upsakirkju. I lok 19. aldar og fram yfir aldamót var for- söngvari þar Þorleifur Jóhannsson, einn sona Jóhanns á Ingvörum sem orðinn var

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.