Norðurslóð - 18.12.2002, Blaðsíða 13

Norðurslóð - 18.12.2002, Blaðsíða 13
NORÐURSLÓÐ -13 Gömlu hljóðfœrin í landinu voru íslenska fiölan og langspilið. Þetta langspil átti Jón Stefánsson i Hjarðarhaga en nú Níels Kristinsson, dóttursonur hans. Frímann Sigurðsson smíðaði. bóndi á Hóli. Þorleifur kemur við hljóð- færasögu Svarfdæla sem brátt verður drepið á. Hann spilaði á orgel en ekki kom það að gagni því ekkert var kirkju- orgelið á Upsum fyrr en 1916. Angantýr Arngrímsson í Sandgerði var um skeið forsöngvari í kirkjunni. Angantýr var son- ur Arngríms málara í Gullbringu og Þór- unnar Hjörleifsdóttur, mikill og góður raddmaður. Sá forsöngvari í Vallakirkju sem mest orð fór af á 19. öld var Jónas Rögnvalds- son, bóndi á Uppsölum, Hjaltastöðum, Þverá í Skíðadal og víðar. I Svarfdœling- um (I, 294) segir svo: „Þótti hann ágætur söngmaður og ljóðaunnandi mikill ... Hann var meðhjálpari við Vallakirkju um árabil og forsöngvari um 30 ára skeið." Árið 1879 flutti Jónas til Skagafjarðar. Stefán sonur hans mun hafa verið fyrsti kirkjuorganisti í Skagafirði, segir Krist- mundur í Sögu Dalvíkur (I, 216). Þegar Jónas hvarf úr sókninni mun Eiríkur Páls- son í Uppsölum, sem var mágur hans, hafa gerst forsöngvari í kirkjunni {Vallakirkja, 13). En þá var þess skammt að bíða að keypt yrði í hana orgel, fyrsta orgelið í svarfdælskri kirkju, svo sem brátt mun sagt veða. Kvöldvökur og langspil Stutt skoðun á söngmálum Svarfdælinga styður ekki hugmyndina um sönglausan tíma í dalnum. Búningur söngsins hefur vissulega verið allur annar en sá sem við þekkjum en söng hafa menn stundað engu að síður. í ræðu sem áður er til vitn- að sagði Þórarinn Kr. Eldjárn: Er ég renni huganum til æsku minnar og uppvaxtarára er það áberandi hvað söngur var almennt iðkaður á heimil- um... Við húslestra þótti eigi til hlýða að nokkur sæti hjá sem annars hafði nokkra söngrödd. Ekki var þetta þjálf- aður söngur en söngur var það samt og raddþjálfun því hver gerði sitt besta til að samræmast hinum. Snúum okkur þá að hljóðfæraslætti hér 1 byggðinni á fyrri tíð. Lengi vel var ekki um auðugan garð að gresja í því efni með þjóðinni. Það sem einkenndi íslenska tón- list a.m.k. fram á seinni hluta 19. aldar var einmitt hljóðfæraleysið. Þau hljóðfæri sem fram að því voru til í landinu voru ís- lenska fiðlan sem þá var orðin mjög sjald- séð og langspilið sem var nokkru algeng- ara en líklega fremur sjaldgæft þó. Eg hef litlar heimildir um langspil í Svarfaðardal. Jóhann bóndi á Ingvörum spilaði þó á langspil sem áður segir. Jón Stefánsson á Hánefsstöðum og síðar í Hjarðarholti smíðaði sér tvö eða þrjú langspil og er til mynd af honum spilandi á það hljóðfæri um 1940. Langspilin hafa sjálfsagt verið fleiri þótt mig skorti heimildir um þau. Þau voru hins vegar lítt notuð til undir- leiks við söng svo varla hafa þau haft mik- il áhrif á tónlistarlífið almennt. Tónlistarbyltingin í landinu Nú er þess að geta að Svarfaðardalur er dalur á landinu, ekki eyja í hafinu. Allt sem gerðist hér í tónlistarlegum efnum, þá sem nú, var nátengt því sem var að ger- ast í landinu að öðru leyti. Breytingarnar gátu verið tiltölulega snemma eða tiltölu- lega seint á ferðinni og einstakir þættir þróunarinnar gátu gerst í annarri röð hér en annars staðar. Lítum fyrst á hverjar voru þær helstu breytingar í tónlist sem gengu yfir landið. Þær voru róttækar. Það er óhætt að tala um byltingu svo gagngera að innreið rokks og bítlatónlistar á 6. og 7. áratugn- um var smátæk og íhaldssöm í saman- burði við hana. Bylting þessi reið hér um garða á seinni hluta 19. aldar og í ýmsum hlutum landsins ekki fyrr en á 20. öld. Það má kalla hana „byltingu hins nýja tóns". Bylting þessi var auðvitað fjarska víð- tæk og margþætt. Ég ætla að nefna 4 þætti sem eru meginþættir þótt önnur atriði séu kannski jafn mikilvæg. 1. Gamla söngnum og gömlu lögunum var steypt af stóli. Þá er átt við rímna- lögin, íslenska tvísönginn, Grallarasöng- inn, gömlu sálmalögin, t.d. við Passíu- sálmana, sem varðveist höfðu í munn- legri geymd eða afskræmst eins og menn nýja tímans sögðu. 2. Tilkoma hljóðfæra. Hljóðfærin sem hér um ræðir voru fyrst einkum fiðlur og flautur til einkaaðila og orgel til kirkna. Nokkru seinna breiðast út harmonik- ur, píanó og málmblásturshljóðfæri. 3. Tilkoma nýrra laga. Þau lög voru að mestu innflutt frá Danmörku og Þýska- landi. Þau voru í öðrum tóntegundum en gamli söngurinn, tóntegundum sem voru orðnar ríkjandi í Evrópu. Sum gömlu sálma- og messusöngslögin voru „leiðrétt" hvað tóntegund snerti. Vörður á þessari leið voru útgáfa Pét- urs Guðjohnsens, dómkirkjuorganista á sálmasöngsbók árið 1861 með nótum og annarri árið 1878, ennfremur sex sönghefti Jónasar Helgasonar með mörgum veraldlegum erlendum söng- lögum á árunum 1874-88 og síðan má nefna hinar vinsælu bækur Islenskt söngvasafn Sigfúsar Einarssonar og Halldórs Jónassonar („fjárlögin") frá árunum 1915-16. 4. Útbreiðsla fjölraddaðs söngs samhliða útbreiðslu hljóðfœra með margraddaða hljóma. Þá gerðist a.m.k. það tvennt samhliða að gefnar voru út söngbækur með nótum og fjölrödduðum útsetn- ingum og stofnaðir voru kórar, fyrst í Reykjavík og seinna vítt um land, eink- um karlakórar framan af. Fyrsta sálma- söngsbók Péturs Guðjohnsens var með nótum fyrir eina rödd en seinni sálma- söngsbók hans, sem og bækur Jónasar Helgasonar og „fjárlög" þeirra Sigfús- ar og Halldórs, voru prentaðar með nótum fyrir þrjár og fjórar raddir. Þetta eru meginþættir í tónlistarbylt- ingunni sem varð. Svo má huga lítillega að því á hvern hátt og eftir hvaða leiðum hinn nýi tónn breiddist út, hvernig hann t.d. gerði sig gildandi hér í Svarfaðardal. Ef litið er á útbreiðslu hinna nýju sönglaga á seinni hluta 19. aldar þá er það ljóst að mikilvæg- ustu boðberar þeirra voru hinir ungu prestar. Það á eðlilega sérdeilis við um ný sálmalög en einnig veraldleg lög. Þegar Lærði skólinn fluttist frá Bessastöðum til Reykjavíkur árið 1846 var tekin þar upp söng- kennsla. Kennsluna hafði með höndum Pétur Guð- johnsen, en hann er stundum nefndur faðir hins nýja söngs á íslandi. Fjórum árum síðar tók Pétur einnig að kenna söng við hinn nýstofnaða Prestaskóla. Pétur Guðjohnsen hafði orðið dómkirkju- organisti árið 1840, sama ár og kirkjan fékk orgel, fyrsta kirkjuorgel á Is- landi. Pétur var nýkom- inn frá námi í Danmörku og hafði tileinkað sér þann smekk og þá tón- listarstrauma sem þar voru rfkjandi en jafn- framt hafði hann nokkra skömm á tónlistinni sem áður réði ríkjum hér á landi, rímnakveðanda eða grallarasöng, bæði tóntegundunum sem þar var fylgt og flutningsmát- Pétur Guðjohnsen, Dómkirkjuorganisti, ,Jaðir hins nýja söngs". anum. Hugsjón Péturs var einmitt sú að breyta fegurðarskyni skólapilta Lærða skólans og opna hug þeirra fyrir hinni dansk-þýsku tónlist sem hann hafði sjálf- ur kynnst. Auk þess að kenna söng stofnaði Pétur fyrsta karlakór landsins meðal skólapilta og hélt sá sinn fyrsta opinbera samsöng árið 1854. Sönglífið blómstraði í skólan- um, sem varð vísir að því að sönglíf greri og efldist í öllu landinu. Söngurinn varð smám saman mjög snar þáttur í þeirri menningarlegu uppvakningu sem fylgdi sjálfstæðisbaráttunni og í sönglífinu urðu einmitt karlakórarnir mest áberandi. Þeg- ar söngglaðir nemendur Lærða skólans og Prestaskólans héldu út í prestsembætti sín vítt um land höfðu þeir umtalsverða kunnáttu í tónlist og söng. Ennfremur voru þeir staðfastir fylgismenn hins nýja tóns. Þetta var eina skipulega tónlistar- nám sem þá fór fram í landinu og má af því ráða í hvílíkri lykilstöðu Pétur Guð- johnsen var. Hann vann stórvirki til efl- ingar tónlistinni, en nú er að vísu um það deilt hversu heppileg tónlistarforysta hans var, sérstaklega viðhorf hans til hins þjóð- lega arfs. Það viðhorf - að gera þann arf að stjúpbarni - varð reyndar mjög rfkj- andi í tónlistarlífi þjóðarinnar eftir daga Péturs og alveg fram undir hin síðustu ár, en viðhorfsbreyting að því leyti sýnist nú smám saman vera á leiðinni - sem betur fer. Síðustu kvæðamenn í dalnum Þá er að skoða innreið þessarar umræddu tónlistarbyltingar hér í Svarfaðardal. Eins og víðar hófst hún á seinni helmingi 19. aldar. Ég hef ekki nothæfar heimildir um alla þætti hennar, t.d. engar heimildir um útbreiðslu nýrra sönglaga hér um slóðir, hvenær menn eignuðust hinar nýju söng- bækur og lærðu úr þeim lögin. Eins hef ég mjög litlar heimildir um rímnaflutning í Svarfaðardal, hvenær menn t.d. hættu hér almennt að kveða rímur á kvöldvökunni. Það er ljóst að Svarfaðardalur var ekki meðal þeirra byggða þar sem rímnakveðandi lifði bein- línis góðu lífi fram á 20. öld. Það getur bent til þess að við höfum tekið tiltölu- lega snemma við ýmsum þeim nýjungum sem tónlistarbyltingunni fylgdu. Við athugun hef ég þó komist á spor einstakra kvæðamanna hér um slóðir eftir að kom fram á 20. öld. Stefán hét maður Árnason. Hann var tvö ár bóndi á Kóngs- stöðum, 1922-24, en átti síðan lengst af heima á Lækjarbakka við Dalvík. Það segir mér Birna Friðriksdóttir að Stefán hafi þótt mjög góður kvæðamaður og raddmikill. Hún man aðeins eftir að hann kvæði á bæjum frammi í Skíðadal, og seinna, þegar hún var ung vinnukona á Hamri kom Stefán þangað á hverjum fimmtudegi og kvað fyrir gamla konu þar á bænum. Stefán var hlédrægur maður og ekki vitað til að hann hafi komið fram og kveðið eftir að hann fluttist til Dalvíkur. Að minnsta kosti ein stemma er þó við Stefán Árnason kennd í safni Kvæða- mannafélagsins Iðunnar. Nú hagar tilvilj- unin því svo til að það var fyrsta stemma sem kvæðamaðurinn Steindór Andersen valdi til að kveða með hljómsveitinni Sigur Rós og þar með hefur stemman nú farið víðar um heim en nokkur önnur ís- lensk stemma. Mikill vinur Stefáns var Haraldur Zophoníasson í Jaðri. Hann var einnig góður kvæðamaður og kvað stund- um rímur á mannamótum hér á árum áður. Það gerði sömuleiðis Lárus Frí- mannsson, Húnvetningur sem fluttist hingað 1932. Sonur hans, Árni Lárusson, segir mér að Lárus faðir hans og einnig Haraldur Zophoníasson hafi kveðið rím- ur á samkomum Verkalýðsfélags Dalvík- ur á árunum fyrir seinna stríð. Fjórði kvæðamaðurinn sem ég hef heyrt nefnd- an hét Halldór Jónsson og var kenndur við Holtið. Loks má nefna áðurnefnda Birnu Friðriksdóttur sem bæði yrkir langa sagnabálka undir rímnaháttum og kveður. Kvað hún m.a. á skemmtun hjá Kvenfélaginu Tilraun um 1980. # Happdrætti SIBS sendir Norðlendingum bestu Jóla- eg nýársóskir með þökk fyrir viðskiptin á liðnum árum. Happdrætti SÍBS - fyrir lífið sjálft Umboðsmenn Happdrættis SÍBS á Norðurlandi: Hvammstangi: Blönduós: Skagaströnd: Sauðárkrókur: Hofsós: Varmahlíð: Siglufjörður: Grímsey: Ólafsfjörður: Hrísey: Dalvík: Akureyri: Neðri-Dálksstaðir: Grenivík: Laugar: Mývatnssveit: Aðaldalur: Húsavík: Kópasker: Raufarhöfn: Þórshöfn: Kaupfélag V-Húnvetninga, byggingavörudeild, Strandgötu 1, sími 451-2370 Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi, sími 455-9000 Guðrún Pálsdóttir, Bogabraut 27, sími 452-2772 Anna Sigríður Friðriksdóttir, Aðalgötu 3, sími 453-5115 Ásdís Garðarsdóttir, Kirkjugötu 19, sími 453-7305 Anna Sigríður Hróðmarsdóttir, Lundi, sími 453-8031 Guðrún Ólöf Pálsdóttir, Aðalgötu 14, sími 467-1228 Steinunn Stefánsdóttir, Hátúni, sími 467-3125 Valbúð ehf., Aðalgötu 16, sími 466-2420 Erla Sigurðardóttir, sími 466-1733 Kristján Ólafsson, Kaupfélagshúsi, Hafnarbraut, sími 466-1434 Björg Kristjánsdóttir, Strandgötu 17, sími 462-3265 Anna Petra Hermannsdóttir, sími 462-4984 Brynhildur Frjðbjörnsdóttir, Túngötu 13B, sími 463-3227 Rannveig H. Ólafsdóttir, Hólavegi 3, sími 464-3191 Hólmfríður Pétursdóttir, Víðihlíð, sími 464-4145 Guðrún Sigurðardóttir, Hafralækjarskóla, sími 464-3585 Skóbúð Húsavíkur, Reynir Jónasson, sími 464-1337 Skúli Þór Jónsson, Boðagerði 6, sími 465-2144 Svava Arnadóttir, Tjarnarholti 3, sími 465-1314 Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis, sími 468-1300

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.