Norðurslóð - 18.12.2002, Blaðsíða 15

Norðurslóð - 18.12.2002, Blaðsíða 15
NORÐURSLÓÐ -15 lega vaknaður flutti ég mig af annarri hæð þar sem skurðstof- an er upp á þá fimmtu þar sem delux 19 er staðsett. Ekki var um annað að ræða en að tölta þetta þar sem ekki er nein lyfta í hús- inu og stigamir ekki hannaðir fyrir burð á mönnum í mínum stærðarflokki. Sigga dreif sig síð- an út til að borða með þeim sem ennþá voru eftir af hópnum okk- ar. Tveim, þrem tímum seinna kom hún aftur og með henni 4 vinir okkar til að færa mér jóla- matinn enda ætlast til að sjúk- lingum sé færður matur en ekki er hægt að fá mat á spítalanum. Jólamaturinn sem mér var færð- ur reyndist vera tvær samlokur vel þurrar en ekki nein steik svo sem maður er þó vanur að heim- an og drykkurinn sem ég fékk til að skola kræsingunum niður með var aldeilis ekki rauðavín eða blanda af malti og appelsíni, nei, ó nei, flaska af síuðu klór- blönduðu vatni var allt og sumt. Já margt er öðruvísi en við eig- um að venjast að heiman svo sem lyfseðlamál því að eitthvað ætla þeir nú að bæta á mig töflurusli. Lyfseðlarnir eru ekki þessir hefðbundnu sem maður sér heima heldur bara einhver blaðsnifsi, þess vegna bara horn rifið úr stílabók eða umbúða- pappír. Og ekki er það allt því apótekið er ekki einu sinni í sama húsi heldur í bárujárnsskúr úti á lóð og má Sigga geisast eftir öllu slíku sem ég þarf, lfka nálum og þessháttar. Við svo búið kom ég mér í leppana enda skildist mér á hjúkkunni að svo ætti að vera enda auðséð að hún hafði töluvert meiri áhuga á kærastan- um sem kominn var að hitta hana en mér. Yfirgaf ég því delux 19 og fór heim á hótel ásamt Siggu. Ég ætla að vona að ég eigi ekki eftir Stórbrotið landslag í Pokara. að eiga slíkan jóladag aftur og fái betri jólamat en þessar tvær þurru samlokur sem voru allt og sumt sem ég hef borðað í dag. Enn var aukið við meðala- skammtinn hjá mér og er hann nú 20 töflur á dag, auk malaríu- og verkjalyfja. Sennilega verður það ofneysla lyfja sem mig angr- ar næst, já og svo þarf ég að taka tvær teskeiðar af mixtúru á dag til að maginn geri ekki uppreisn gegn þessu öllu saman. Til Pokara Nóttin var hin sæmilegasta hjá Stebba enda bruddi hann verkja- lyf sem sælgæti. En þrátt fyrir það var nú ark- að af stað einn ganginn enn og nú á spítalann til að hitta dr. Mudvari sem var dálítið undr- andi að hitta ekki þann ný skorna kvöldið áður eins og hann átti von á, enda kom á dag- inn að hjúkkurnar höfðu einung- is fengið fyrirmæli um að reyna ekki að halda Stebba gegn hans vilja enda vart búnar að jafna sig eftir ræðuna deginum áður útaf hreinlætinu og aðbúnaðinum. Kvöddust þeir þó hinir sáttustu og leið svo dagurinn í afslöppun og pilluáti. Dvöldumst við í hinu besta yfirlæti í Kathmandu til 30. desember að við tókum rútu til Pokara. Við töldum þetta létt verk en annað kom á daginn, ferðin sem einungis var 215 km tók 7 tíma og var oft og tíðum varla hægt að tala um að ekið væri á troðningi, hvað þá vegi. Pokara sem við vorum nú komin til er mjög fallegur dalur við ræt- ur Annapurna fjallanna með vinalegu þorpi og vingjarnlegum íbúum eins og allir aðrir Nepalir voru sem við hittum. Töluvert tók ferðin til Pokara á Stebba, bæði tók í skurðinn og í beinu framhaldi geðstirðleiki en allt hafðist þetta þó á endanum. I Pokara dvöldumst við í góðu yfirlæti við át, afslöppun og smá göngutúra til 10. janúar. Snemma í háttinn á gamlárskvöld Þó jólin í Kathmandu hefðu ver- ið töluvert öðruvísi en við áttum að venjast þá tók nú fyrst stein- inn úr á gamlárskvöld, því þar sem töluvert var af vestrænum túristum á svæðinu áttum við von á meira lífi en við vorum bú- in að venjast undanfarið, það er að skríða í pokann þegar dimmir og ræs í dögun. Nei ekki aldeilis. Klukkan 10 á gamlárskvöld gáf- umst við upp og skriðum í pok- ana enda ekki köttur á kreiki og hvergi ljóstýru að sjá. Það var heldur ekki verið að spandera í ljósastaura eða aðra slíka útilýs- ingu. Fyrir vikið vorum við vökn- uð þegar nýárinu var fagnað heima með tilheyrandi púður- verki, sprengingum og skálun- um. Frá Nepal héldum við ferð okkar áfram. Fyrst flugum við til Bangkok í Tælandi og áfram til Malasíu með hinum ýmsustu far- artækjum og að endingu Singa- pore þaðan sem við flugum til London og dvöldum í mjög svo góðu yfirlæti hjá foreldrum enskr- ar vinkonu okkar og var þetta næstum eins og vera komin heim. Frúin á heimilinu var með sömu áherslur og við erum vön heima, lambalæri á sunnudegi og hin hefðbundna setning „ertu ekki svangur Stebbi minn?" varð henni fljótlega töm á tungu. Til íslands komum við svo um miðjan mars 1994. Álls urðu þetta 18 lönd sem við lögðum undir fót, hjól, væng eða kjöl í túrnum, mismunandi lönd og mismunandi menning en allt þess virði og værum við tilbú- in að heimsækja þau flest aftur þó ekki sé eining um hvort þessi ferðamáti yrði aftur fyrir valinu. Það er þó aðallega ágreiningsefni hvort valinn yrði sami gistingar- mátinn aftur. Ekki eigum við þó von á að lagst verði í löng ferða- lög á næstunni enda aðrar áhersl- ur í gangi þessa stundina. Desember 2002 Stefán Hallgrímsson og Sigríður Gunnarsdóttir Brimnesi, Dalvík Jólakveðja frá Árósum Kæra Norðurslóð. Nú finnst mér tími til komin að senda þér fáeinar línur, til að láta þig vita að allt er í góðu lagi hjá mér og minni litlu fjölskyldu, það er að segja fjöl- skyldunni frá Tjörn sem tók sig upp og fluttist búferlum, tíma- bundið. Ekki þó á fardögum eins og tíðkaðist i gamla daga, en þá fluttist fólk búferlum af einni jörð á aðra. Nei, við fórum að- eins lengra. Á Jótland var stefn- an tekin. Og nú höfum við búið hér í úthverfi Árósa í rúm tvö ár, í bæjarhverfinu Trige sem telur um tvöþúsund íbúa af allskyns þjóðernum. Nokkrir fleiri ís- lendingar búa hér einnig, flestir námsmenn en þó allnokkrir sem búa hér að staðaldri. Heimasætan á bænum hún Björk talar dönskuna eins og hver annar Dani og líkar lífið bara vel, þó hún ítreki oft við okkur; bara tvö ár til viðbótar og svo heim! Við erum hinsvegar heldur stirðari í málinu, þrátt fyrir alla dönskuna í grunnskól- anum, bara að við hefðum feng- ið meiri æfingu í framburðinum í „den tid"! Það er auðvitað ekki átakalaust að rífa sig upp úr sporum vanans, flytjast til út- landa og setjast á skólabekk á fullorðinsárum. Ég var að klára mitt nám í öldrunarþjónustu nú í haust og þá tók Kristján við og er nú kominn á fullt í bygginga- tækninámi. Það er gaman að sjá hann þegar hann kemur heim á daginn eftir skóla, rjóður í kinn- um með skólatöskuna á bakinu! Það er bara óskaplega hollt og þroskandi að setja sjálfa sig í svona aðstöðu þar sem maður þarf að bjarga sér á nýju tungu- máli, í nýu samfélagi þar sem enginn þekkir mann og enginn skilur mann. Það er satt sem sagt er, „aldrei of seint"! Nú finnst okkur tíminn fljúga hratt og þá er eins gott að fara vel með hann og skipulega. Frændur okkar Danir hafa það fram yfir okkur íslendinga að kunna að skipuleggja sig. Allt er skipulagt. „Sá hygger man sig, en gang i mellem." Það finnst Dönum mikilvægt og gera líka óspart og skipulega. Að hafa það huggu- legt eða að gleðja sig er gert á ýmsa vegu, farið á ströndina, í hjólatúra, til að hitta vini og borða góðan mat, og fá sér öl í öllum tilvikum. Allt harla gott og gilt og við farin að gera þetta líka. Við héldum til dæmis heil- mikla átveislu um daginn á Marteinsmessu og borðuðum önd, eða öllu heldur þrjár endur. Hér halda menn alltsvo upp á Marteinsdag, sem er 11. nóv. og tengist Marteini biskupi frá Tours í Frakklandi, dáinn 397. En af hverju borða Danir önd eða gæs þennan dag? Ég rakst á það í bókinni „Saga daganna" sem ég les mikið hér í útlegðinni, að Marteinn þessi var frægur fyrir trúboð, meinlæti og kraftaverk, og fékk heiðursnafn- ið kraftaverkari Vesturlanda. Þegar biskupsembætti varð laust í Tours var lagt fast að Marteini að taka við biskupsdómi, en hann færðist lengi undan. Sagan segir að hann hafi falið sig í gæsakofa þegar hann var að flýja Notaleg fjölskyldustemmning á aðventu að Trige Parkvej. undan biskupstign. En gæsirnar fældust og komu upp um hann með gargi og fjaðraþyt. Neyddist hann til að taka við kaleik upp- hefðarinnar. I hefndarskyni lét Marteinn drepa allar gæsirnar. Því skal það vera heilögum Marteini þóknanlegt að snæða gæs á messudegi hans. Og það gerum við Danir líka alveg ósvikið, þótt gæsin sé orðin að önd hjá allflestum okkar. Nú líður að jólin og við höld- um þau eftir mætti með hefð- bundnum hætti, bökum laufa- brauðið, uppskriftin hennar Sig- ríðar tengdamömmu svíkur ekki. Rúgbrauðið er svo bakað aðfararnótt aðfangadags, en það að fara á bæina í kring með kort og nýbakað rúgbrauð verður að bíða þangað til við komum heim á ný. Svo sjóðum við jólahangi- kjötið frá honum Garðari á Kópaskeri á Þorláksmessukvöld og fyllum húsið af jólum. En þess sem ég sakna hins- vegar mest, og tengist mjög sterkt dýrmætustu minningunni frá bernskujólum mínum í Ás- byrgi, er að heyra ekki uppá- halds jólasálminn minn sunginn í útvarpsmessunni, „í dag er glatt í döprum hjörtum" og pabbi syngur með, auðvítað bassann, með sinni ljúfu rödd. Ég reyni að bæta mér þetta upp með því að raula nokkur jólalög með litla kammerkórnum okkar sem við komum á laggirnar hér í nýlend- unni, Kór heimamanna. Kæra Norðurslóð, nú er mál að linni. Viltu bera bestu jóla- kveðju til allra okkar elskuiegu ættingja og vina í dalnum kæra og um allt land. Björk biður sérstaklega að heilsa öllum í Húsabakkaskóla, besta skóla í heiminum! Þú verður líka að lofa mér því að koma fyrr til okkar um þessi jól en í fyrra, því þú ert orðin svo stór hluti af jólahaldinu, að án þín viljum við ekki vera önnur jól. Með kveðju frá Kristjönu Arngrímsdóttur og fjölskyldu í Árósum

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.