Alþýðublaðið - 07.01.1925, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.01.1925, Blaðsíða 3
AL&YöuBLAÖIÖ ur um. Nú fyrir skömmu kom samt annað í ljós í samráði við þjóðabandalagið var 8. dezsmber boðið út í Engtandi lán til Ghikkja, sem nam 7500000 aterlingspunj um. Á einum 'krukkutlmj^^rar borðið fram tuttugugpfnm meira en þurfti eða 150 milljónir ster- lingspunda. Þá vantaði ekki pen- Ingaoa. En auðmennimir græddu lika 8 af bundraði við lán veitinguna. Sjð landa sýn. (Prh.) í kjallara er geymsla mikil fyrir mat og drykk og liggja þaðan 28 bjórleiðslur i veitingasalina. Þar eiu og þvottaherbergi og baðklefár fyiir verkafólk veitingabú'ssins og enn fremur uppþvottahús Eru þar vélar, sem þvo upp 1400 'diska á klukkustund, en allir þurfa þéir að vera af sömu stærð Öanur mat- arílat eru soðin í málmneti og síð- an fkoiuð. Þá er og matsalur í kjall- aranum, þar sem 3ÖÖ — 400 manns neyta máltíðar kl. 12 — 2 og 6 — 8, en á öðrum tímum eiga atvinnulausir menn Ökeypis kost á að dveljast þar. Gististaðúr með 26 herbergjum, 158 rúmum, lestr^rsal og baðherbergjum er og í hÚHÍnu, og rótt hjá alþýðuhúsinu er lítið gesthús með 14 herbergjum. sem telst til sömu eignar. í bak- hiísinu heflr fræðslustarfsemi verka- lýðsins bækistöð sína,' og er þar |tór fyrirlestrasalur og bókasafn. rí aðalhúsinu eru aftur á móti skrifstofur álþyðufólaganna, milli 80 og 90 að tölu, öll þessi húsa- kynni eru hituð upp með gufu frá 2 gufukðtlum, sem taka 2000 lítra TJndir húsagarðinum er komiö fyrir loftræstingarahöldum, sem skifta um loft i húsunum sex sinnum á dag. Þeasi húseign alþýðufélaganna var fyrir stríð talin 4 í/2 milljónar marka virði. Það er ekki að eine, að þetta stórhýsi alþýðunnar í Hamborg sé hentugt óg nytsamt fyrir atarf- aemi verkalýðsins, heldur eru einnig öll þægindi, sem það veitir, mjög ódýr. Þar er e'gi að eins stærsti veitingastaður í borginni, heldur líka ódýrasti, svo sem þarf að vera, þar sem alþýða á í hlut. Húsið er eigi að eins stói t og stæðilegt, heldur lika mikilfenglegt byggingarlistaverk) fagurt og skraut • legt hið ytra og eigi síður hið innra. Á öllum veggjum i aðal- veitingasal hússins eru belti með ágætustu útskurðarmyndum úr starfslífi alþýðu. og standmyndir einkennilegra og spaugilegra ná- unga úr ýmsum alþýðustéttum prýða stiga og ganga, hvort tveggja meistaraverk í núlegri tréskurðar- list. Á glugga eru máluð merki handiðnaðarstéttanha, hver með sínum iðnarlitum, og getur þar Hvers vegna er bezt að auglýas í Alþýðablaðmu? Vegna þess, að það er allra blaða mest lesið. að það er allra kaupstaða- og dag- blaða útbreiddast. að það er lítið og því ávalt lesið^frá uppliafi til enda. að sakir alls þessa koma auglýsingar þár að iangmestum notum. að þess eru dœmi, að menn og mál- efni hafa beðið tjón við það áð auglýsa ekki í Alþýðublaðinu. Hafíð þér ekki lesið þetta? að líta margbreytt litaskraut. Sniði og brag sala og herbergja er hagað eftir notum þeim, sem þau eru ætluð til, skauti og prýði stilt í hóf við eðlilegar þarfir og gerð ljósfæra og innanstokksmuna hnituð til samræmis við atíl húsakynnanna, svo að gestur nýtur þægilegs umhorfs, og geð hans stillist til jafnægls og kyírðar, enda er þarna furðulega híjótt og hæðissamt, þótt gestir streymi út og inn tugum saman á hverri stundu. Yfir þessari miðstöð al- þýðusamtakanna í Hamborg hvílir hollur og þýður blær heilbrigði og traustleika eins og hvarvetna þar, sem óbrotið alþýðulíf fær að dafna í friði, ótruflað af burgeislegum ójöfnuði, spjátrungshætti og >um- sigslættic. (Prh.) Edgar Eiche Burroughs: Vilti Tar/an. Manu, litli apinn, velti vöngum og masaði, þvi að langt var, siðan hann hafði séð þennan stóra Tarmang- ana þjóta um skóginn. Manu var gi'ár fyrir hærum. Hann mintist þess, er Tarzan hafði drottnað i skóg- inum. Og Númi, sem lá á meltunni eftir væna veiði um nóttina, deplaði gulum glyrnunum og veifaði skottinu, er hann varð var ferða hins forna fjanda síns. Tarzan vissi líka vel um Núma og Manu og hih ðnnur skógardýr, er hann skundaði i vestúrátt. Kynni bans st menningúnni höfðu eigi að verUlegu léyti trhflaö skógarkunnáttu hans. Hann fann þeflnn af Númá áður en konungur dýranna varð hans var. Hann hafði heyrt til Manu og jafnvel fótatak Situ löngu áður en dýrin urðu vör við hann. En hversu næm setn skiluingarvit ap'amannsins vorii, hversu hart sem hann fór, hversu hraustur serh hanh var, þá var hann samt dauðlegur. Timinn og vegalengdin gerðu hónum gramt i geði; hann fann sárt til þeirra. Það vall og sauð i honum að geta ekki þotið áfram sem hugur manns og að hllta þvi að láta milurnar mörgu tefja för sina um lángan timaf áður en hann kæmist á skógarenda og á sléttuna að marki sinu. Hann var. marga daga, þótt hanu hvíldi sig að ein» skamma stund á næturnar og léti kylfu ráða kas'ti um það, hvort hann rækist á bráð á leið sinni. Yrði villi- hestur eða -göltur fyrir honum, stanzaði hann, meðan hann veiddi og reif i sig. Loksins var þó f erðin í, enda, og hann köm i skógar- jaðarinn, sem umkringdi landareign hans. Hann horfði heim að bænum. Hann hnyklaði brýrnar og vöðvar hans stæltust. Hann sá, þótt lángt væri heim, að eitthvað var 1 ólagi. Vestan við bæinn liðaðist reykur upp i loftið; þar voru *ður úthýsih, eri nú voru þau horfln. Engan reyk lagði upp um stromp bæjarins. Til skemtilesturs í þurfa allir að kaupa »Tarzan oq gimsteinai1 Ópar-boraar< og >Skógars6gur af Tarzan< með 12 myndum. — Pyrstu sögurnar enn fáanlegar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.