Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1971, Blaðsíða 17

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1971, Blaðsíða 17
15 eru lögin of fortakslaust orðuð, en regluperð getur aldrel, svo sem alkunna er, orðlð annað og meira en r.ánari skýring á ákvteðum laga. Um þetta síðasta bera nýuppkveðnir dómar Hæstaréttar í skattamálum ljdsast vitni. Fjölmörg fyrirtæki í Reykjavfk og ýmsum stærri byggðar- lögum starfa árlega að ýmiskonar framkvæmdum víðsvegar um landið, bæði nýbyggingum og viðgerðum. Verkin, sem unnin eru, eru allt frá byggingu síldarverksmiðja ofan í það, að einn maður er sendur á anr.að landshorn til þess t.d. að gera við bilun á vál í báti eða frystihási. Á byggingu síldarverk- smiðju og smáviðgerð, er enginn eðlismunur frá því sjónarmiði, sem hár um ræðir, heldur aðeins stigmunur, cg hversu fámennt lið, sem er á ferðlnni þarf það einhverskonar "afnot af fast- eign vegna starfsemi sinnar". Verði fallist á kröfu Eskifjarðarhrepps í þessu máli, spái ág því, að erfitt muni reynast í framtíðinni að draga línu milli þess, sem aðstöðugjaldskylt á aö teljast utan heimilissveitar og hins, sem ekki ber að greiða af aðstöðu- gjald þar, bví að með bví að fallast á kröfuna, væri buið að ágilda það, sem már virðast vera bæði skýr og eðlileg ákvæði laga í þessu efni. í bráfi skattstjóra Austurlandsumdæmis kemur fram, að fyrirtæki á Suðurnesjum hafa greitt aðstöðugjald til Nesja- hrepps vegna framkvæmda fyrir setuliðið á Stokkanesi. tessi fyrirtæki hafa alltaf gefið upp aðstöðugjaldsstofn til Hesja- hrepps, sem skattstjóri lagði síðan aðstöðugjald á, segir skattstjóri í nefndu bráfi. Skattstjóri segir er.nfremur: "Háðinn h.f., sem byggt hefur margar síldarbræðslur á Aust- fjörðum hefur aftur á móti ekki gefið upp neinn aðstöðugjalds- stofn til þessa dags", og manni skilst, að þar liggi orsökin fyrir því, að Háðni hefur ekki þar til ná verið gert að greiða aðstöðugjald þar eystra. Þessi ummæli skattstjóra sýna fyrst og fremst hver nauðsyn er á skýrum fyrirmælum ríkisskatta- nefndar í þessu efni, því að framkvæmdin virðist hingað til hafa verið háð duttlungum verktaka einvörðungu, eða jafnvel

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.