Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1971, Blaðsíða 20

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1971, Blaðsíða 20
16 Það þykir m.a. mega ráða af dómi hæstaréttar uppkveðn- um 14. nóv. 1966 (Hrd. 1966, bls 931), að ekki beri að skilja 2. mgr. 8. gr. reglugerðar nr. 81, 1962, þannig, að hversu smávægileg afnot atvinnurekanda af fasteign sem eru, skuli valda því, að hann teljjist hafa heimilisfasta atvinnustofnun á stað fasteignarinnar. Þykir einnig verða að taka tillit til hversu lengi afnotin standa yfir, en i tilviki því, sem hár um ræðir virðast afnotin hafa átt sár stað aðeins í 6 - 7 mánuði. Heglugerðarákvæði þetta þykir því ekki leiða til aðstöðugjaldsskyldu kæranda á Eskifirði. Samkv. framanrituðu, einnig með hliðsján af téðúm hæstaráttardómi, lftur ríkisskattanefnd svo á, að rekstrar- aöstaða sá, sem kærandi hafði í Eskifjarðarhreppi hafi ekki verið slík, að hann verði talinn hafa haft þar heim- ilisfasta atvinnustofnun í merkingu 12. gr. laga nr. 51, 1964. Ber því að fella aðstöðugjaldið niður. Af þessu leiðir, að grur.dvöllur til álagningar kirkju— garðsgjalds er eigi lengur fyrir hendi. TJrskurðarorð: Aðstöðugjald til Eskifjarðarhrepps fyrir gjaldárið 1967, kr. 375.000,oo, falli niður." Þetta tilkynnist yður hár með. Virðingarfyllst, f.h. ríkisskattanefndar, Ævar ísberg, varaformaður Sign.

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.