Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1972, Blaðsíða 5

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1972, Blaðsíða 5
Stutt úgrip af sögn Fclags Iftggiltra cndurskoifcmla. Hinn 16. júlí n. k. eru liðin 37 ár síðan Félag löggiltra endurskoðenda var stofnað. Þann dag árið 1935 komu saman til fundar þeir menn, sem þá voru löggiltir endurskoðendur á Islandi, í því skyni að stofna Félag löggiltra endurskoðenda. Þessir menn voru: Björn E. Árnason, Jón Guðmundsson, Jón Sivertsen, Georg Níelsen, Franz A. Andersen, N. Manscher, Ari Ó. Thorlacius og Björn Steffensen. Tildrög þessa fundar voru þau, að skömmu áður höfðu flestir af tilgreindum mönnum mætt á fundi að Hótel Borg, þar sem rætt var um stofnun félagsins og var þeim Ara Ó. Thorlacius og N. Mancher falið að semja frumvarp til laga fyrir væntanlegt félag, og lá nú þetta frumvarp fyrir á fundinum. Björn E. Árnason bar upp þá tillögu, að félagið yrði stofnað og að þessi fundur yrði talinn stofnfundur. Til- lagan var samþykkt með öllum atkvæðum. Formaður var kosinn á þessum fundi Björn E. Árnason og meðstjórnendur Ari Ó. Thorlacius og Jón Guðmunds- son. Varamaður í stjórn var kosinn Jón Sívertsen, en end- urskoðandi Georg Níelsen. Á fyrsta stjórnarfundi kemur fram að fyrri fundurinn mun hafa verið haldinn vegna þess, að formanni hafi bor- izt persónulega bréf frá danska endurskoðendafélaginu um, hvort íslenzkir endurskoðendur hefðu hug á að taka þátt í móti endurskoðenda í Stokkhólmi 5.—8. sept. það ár.

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.