Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1972, Blaðsíða 11

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1972, Blaðsíða 11
EGGERT KRISTJÁNSSON, hrl, löggiltur endurskoðandi: Verksvið löggiltra emlurskoöriula. Erindi flutt á ráöstefnu Félags löggiltra endurskoðenda í Bifröst 7. júlí 1968. Þegar formaðurinn kom að máli við mig að tala hér um verksvið löggiltra endurskoðenda, var mér strax ljóst, að svo viðamiklu efni væri ég ekki fær um að gera við- hlítandi skil, hvorki í stuttu né löngu máli. Sagði hann mér þá, að til þess væri heldur ekki ætlazt, en að erindi þau, sem hér yrðu flutt um efnið, gætu orðið upphaf að um- ræðum um það og annað mál því nátengdu, áritun endur- skoðenda á ársreikninga. Á þeim forsendum féllst ég á að reyna þetta og það, sem fer hér á eftir, verða því aðeins meira og minna sundurlausir þankar um efnið. I daglegu tali hefur orðið endurskoðun mjög víðtæka og almenna merkingu. Þannig er talað um að endurskoða lög, samninga, afstöðu sína o. s. frv. Ég tel þörf á að taka strax fram, að hér á eftir nota ég orðið í þeirri afmörkuðu merkingu, sem við, sem hér erum, notum það oftast í starfi, þ. e. könnun á reikningshaldi og reikningsskilum, framkvæmda af óháðum aðila. Síðar, þegar efni gefst tií, kem ég að frekari afmörkun á hug- takinu. Ég mun skipta efninu í tvennt. Ræða fyrst um þann hluta af verksviði endurskoðenda, sem lýtur að endurskoð- un, og síðar um önnur störf, sem falla undir verksvið þeirra og eðlilegt er að endurskoðendur vinni. Áður en lengra er haldið, tel ég rétt að gera sér þess nokkra grein, hver megintilgangur endurskoðunar er. 1 sem fæstum orðum má segja, að markmið endurskoð-

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.