Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1972, Blaðsíða 16

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1972, Blaðsíða 16
14 gr. þeirra laga segir um verksvið þeirra, að þeim sé skylt að sannprófa það, að reikningunum beri saman við bækur félagsins, enda eigi þeir aðgang að öllum bókum og skjöl- um félagsins, og er stjórn þess skylt að veita þeim allar upplýsingar, sem þeim eru nauðsynlegar til starfs síns. 1 lögum um samvinnufélög nr. 46 frá 1937 er einnig ákveð- ið, að í hverju samvinnufélagi skuli vera tveir kjörnir end- urskoðendur. Ákvæði um starfssvið þeirra er í 22. gr. Upphaf þess er, að efni til sama eða svipað og í hlutafé- lagalögum, en síðan segir: „Ennfremur er það skylda end- ursokðenda að hafa eftirlit með starfrækslu félagsins yfir- leitt. Nú verða þeir varir við misfellur, er þeir álíta félag- inu stafa hætta af, og skulu þeir þá hlutast til um, að bót verði á ráðin, svo fljótt sem þörf krefur. En takist það eigi. skulu þeir kveðja til fundar í félaginu og bera málið þar upp til úrlausnar. Endurskoðendur bera ábyrgð fyrir aðal- fundi.“ í lögum um sparisjóði nr. 69 frá 1941 segir í 9. gr.: „Við hvern sparisjóð skulu vera tveir endurskoðendur kosnir til eins árs af viðkomandi bæjarstjórn eða sýslu- nefnd með hlutfallskosningu. Þeir skulu rannsaka allar' bækur og reikninga sparisjóðsins og gefa gætur að því svo oft sem þörf er á, að ekkert vanti á eigur sjóðsins. Þeir hafa jafnframt eftirlit með því, að rekstur sparisjóðs- ins sé í fullu samræmi við samþykktir hans.“ — Og síðar: „Ráðherra setur eftir tillögum sparisjóðseftirlitsins nánari reglur um endurskoðun á reikningum og bókum spari- sjóða.“ Fleiri ákvæði eru í lögum svipaðs efnis um önnur fé- lagsform, sem ég tel ekki ástæðu til að rekja. Hins vegar vil ég minna á, að á þingunum 1952 og 1953 var lagt fram frumvarp að nýjum lögum um hlutafélög. Frumvarpið dagaði uppi og var ekki afgreitt sem lög. I frumvarpi þessu var sérstakur kafli um endurskoðun, mun ítarlegri

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.