Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1972, Blaðsíða 22

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1972, Blaðsíða 22
20 Mér finnst leiðbeiningar þessar gefa í stuttu máli glögga mynd af því, hvernig enskir endurskoðendur líta á starfs- svið sitt síðustu árin, þ. e. a. s. þegar þeir vinna sem endur- skoðendur félaga. Ég hefi því vélritað þær upp í nokkr- um eintökum, ef menn kæra sig um að líta á þær. American Institute of Certified Public Accounts gefur og út Statements on Auditing. I 33. statementi þeirra útgefnu 1963, sem er dálítill pési, er ber nafnið Auditing Standards and Procedure, er komið inn á verksvið endurskoðenda almennt. Þar kemur fram, að samkvæmt ríkjandi skoðun eru aðalþættir í verksviði lögg. endursk. sem hér segir: 1) Aðalverkefni hins óháða lögg. endurskoðanda er að endurskoða ársreikninga fyrirtækja og stofnana og að gefa um þá skriflega álitsgerð (áritun, vottorð). (Hér athugist, að þegar talað er um endurskoðun ársreikninga, er það í mjög víðri merkingu og í því felast ýmsar athuganir á bókhaldinu svipað og greint er í ensku leiðbeiningunum). 2) Það er ekki skoðað sem aðalverkefni endurskoðenda að tryggja viðkomandi gegn fjárdrætti eða öðrum tegundum svika. Út frá því virðist gengið sem aðal- reglu, að fyrir því sé séð með fullkomnu sjálfseftir- liti og haganlegu skipulagi bókhalds. 3) Auk þessa aðalverkefnis er talið eðlilegt, að lögg. endurskoðendur vinni sem ráðgjafar á sviði skatta- mála, reikningshalds og víðar. 1 hlutafélagalögum Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs eru mun ítarlegri ákvæði um, hvað endurskoðendum félag- anna beri að framkvæma, en í okkar lögum. Það yrði of langt mál að rekja þau hér, en ég vil drepa á nokkur atriði. Skv. sænsku lögunum, á endurskoðandinn m. a. að kynna sér gerðarbækur stjórnar og aðalfundar, að framkvæma eða kontrollera upptalningu á sjóði og öðru lausafé og

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.