Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1972, Blaðsíða 26

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1972, Blaðsíða 26
24 ekki að fram hafa komið einstakar aðferðir, sem séu í grundvallaratriðum nýjar, heldur að aðferðum, sem þekkt- ar voru áður, sé beitt á annan hátt og þýðing þeirra metin öðruvísi en áður tíðkaðist. 1 sem styztu máli má segja, að breytingin sé fólgin í því, að fylgiskjalaendurskoðunin sé verulega takmörkuð, en mikil áherzla lögð á sjálfseftirlitið og í verulega aukn- um mæli byggt á því við mat á áreiðanleik ársreikninga. í framhaldi af þessu er eðlilegt að spyrja: Hvernig sam- ræmist þessi þróun löggjöf okkar, viðskipta- og atvinnu- lífi? Það er ekki ætlun mín að gefa hér fullnaðarsvar við þessum spurningum. Ég ræddi að framan um ákvæði ís- lenzkrar löggjafar um endurskoðun. Eins og fram kom þar, afmarkar hún ekki verksvið endurskoðenda né mótar verklag þeirra svo ákveðið, að við getum ekki þess vegna breytt verulega verksviði okkar og vinnuaðferðum, Mér virðist, að við endurskoðun á hinum stærri atvinnu- fyrirtækjum hér sé tímabært að fylgja í verulegum atrið- um þessari þróun, og þá sérstaklega að leggja ríka áherzlu á sjálfseftirlitið. 1 hinum smærri fyrirtækjum, en vinnan við þau er líklega meginhluti af störfum endurskoðenda hér, er erfiðara um vik. Sjálfsagt má þó einnig þar koma við vísi að sjálfseftirliti víðar en gert er, þó ekki sé ann- að en að gjaldkerar séu látnir greiða nær eingöngu með tékkum víðar en nú tíðkast. 1 bókhaldslögunum nýju, 9. gr. segir, að ennfremur skuli, eftir því sem aðstæður leyfa, haga reikningsskipuninni þannig, að eðlilegt sjálfseftirlit skapist. Eins og störfum endurskoðenda hér er háttað, sýnist mér eðlilegt ög nauðsynlegt, að þeir vinni að því við við- skiptamenn sína, að þetta eins og önnur nýmæli í lögun- um verði framkvæmt. Af öðrum nýmælum má í þessu sam- bandi drepa á ákvæðin um góða bókhalds- og reiknings- skilavenju í 4. gr. Það verður í verkahring endurskoðenda að móta þessa venju og veita aðhald um, að hún verði

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.