Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1972, Blaðsíða 28

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.01.1972, Blaðsíða 28
26 vera mikil og sennilega meirihluti allra starfa endurskoð- enda. Þeir semja yfirleitt ársreikninga og skattaframtöl fyrir viðskiptamenn sína og annast skattakærur. Endurskoð- endur vinna sem ráðgjafar á sviði skattamála og reikn- ingshalds yfirleitt. Þeir aðstoða við að skipuleggja bók- hald, ráðleggja um breytingar á bókhaldsfyrirkomulagi, kynna viðskiptamönnum sínum nýmæli í lögum, sem varða reikningshald og skattamál. Mér virðist fullkomlega eðli- legt, að endurskoðendur vinni öll þessi störf, enda er yfir- leitt ekki hér öðrum til að dreifa, sem hafa þekkingu á þessu sviði. Þá færa endurskoðendur bókhald fyrir viðskiptavini sína, og sýnist mér einnig eðlilegt, að þeir taki að sér slík störf, en eðlilega þurfa þeir að vera á verði um, að þau gögn, sem þeir fá í hendur, séu fullnægjandi, og að þeir séu ekki blekktir til að færa bókhald, sem er ófullnægjandi eða beinlínis rangt. Eitthvað tíðkast það, að endurskoðendur aðstoði við að meta hlutabréf og hluti í atvinnufyrirtækjum, og sýnist mér þeir vel geta gert það, ef það ekki fer í bága við þagnarskyldu þeirra eða trúnaðarsamband við viðkomandi aðila. Endurskoðendur aðstoða við búskipti, slit félaga og margt fleira, sem eðlilegt er, að þeir vinni, meðan þeir halda sér innan þeirra takmarka, er þeir hafa þekkingu á. Og fleira mætti telja, en ég læt þetta nægja. Ég vil ljúka þessu spjalli með því að taka undir það, sem ég tók upp að framan úr formálanum að General Principles of Auditing, að hver endurskoðandi verði að ákveða sjálfur eðli og umfang þess verks, sem nauðsyn- legt er að framkvæma hverju sinni, til þess að gera hon- um kleift að axla þá ábyrgð, sem hann hefur tekizt á hend- ur, hvort það er samkvæmt lögum eða með samkomulagi við viðskiptamenn sína, og bæta því við, að allar tilraunir

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.