Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1972, Blaðsíða 25

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1972, Blaðsíða 25
22 tekjur af viðskiptunum skattskyldar hjá félögunum. ?ið ákvörðun skattgjaldstekna er pessum félögum pé jafnan heimilt að draga frá arð af viðskiptum við félagsmenn slna á skattárinu, er nemi allt að 2/3 hlutum hreinna tekna. I smásöluverzlun skal >6 slíkur afsláttur aldrei nema meira en 6% af viðskiptum félagsmanns. Innlend vátryggingarfélög mega draga frá tekjum sinum í>að fé, er hau leggja til hliðar til að inna af hendi skyldur sinar við vátryggingartaka eða vátryggða. Við ákvörðun hreinna tekna samkvæmt 1.-4. mgr. þessarar greinar skal eigi telja með skattskyldar tekjur samkvasmt ákvæðum 9. gr., og frá skal draga yfirfæranleg töp frá fyrri árum, shr. 2. mgr. B-liðs 11. gr., og frádrátt samkvæmt 6. mgr. þessarar greinar. Eigi má mynda yfirfæranlegt rekstrartap með greiðslum þeim eða framlögum, sem um ræðir í 1.-4. mgr. þessarar greinar. 18. gr. Tekjuskatt skal miða við tekjur næsta almanaksár á undan skattákvörðun, nema annað sé venjulegt rekstrarár i atvinnugrein aðila eða hann sýnir, pegar hann telur fram, að hann hafi annað reikningsár, enda getxur skattstjóri þá veitt honurn heimild til að hafa hað reikningsár í stað almanaksársins. Tékjur skal að jafnaði telja til tekna á því ári, sem þsr verða til, þ.e. þegar vegna þeirra hefur myndazt krafa á hendur einhverjum, nema um óvissar tekjur sé að ræða. Ef skattþegnar, einstaklingar eða félög semja um skipti sín 1 fjármálum á hátt, sem er verulega fráhrugðinn því, sem almennt gerist í slikum viðskiptum, skulu verðmæti, sem án slikra samninga hefðu runnið til annars skattþegnsins, en gera það ekki vegna samningsins, teljast honum til tekna. Að lokntim frádrætti samkvæmt ákvæðum þessa kafla skal sleppa því, sem afgangs verður, þ^gar tekjvihæðinni er deilt með 100. Af þeirri tekjuhæð, sem þá er eftir, reiknast skattgjaldið samkv. 25. gr. III. KAITiI Um skattskyldar eignir. 19. gr. Skattskyldar eignir teljast með þeim undantekningum

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.