Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1972, Blaðsíða 34

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1972, Blaðsíða 34
- 31 - skatt á samkvæmt framtali og framkomnum skýringum, sbr. Í>6 47. gr. Fáist eigi f-ullnffigjandi svar, skal skattstjðri áastla tekjur og eign skattþegns eftir beztu vitund og ákveða skatta hans i samræmi við bá áætlun, sbr. þð einnig 47. gr. Niðurstöðu skal jafnan tilkynna skattþegni skriflega. Sf eigi er kunnugt um dvalarstað framteljanda eða umboðsmanns hans, má skattstjðri, ef svo er ástatt sem í 3. málsl. þessarar mgr. segir, áætla tekjur hans og eign án þess að gera honum viðvart. Telji skattþegn eigi fram innan tilskilins framtals- frests, sbr. 1. mgr. 35. gr., skal skattstjðri ástla tekjur hans og eign svo ríflega, að ekki sé hætt við, að upphæðin sé sett lægri en hún á að vera í raun réttri, sbr. þð 47. gr. Hafi skattstjóri grun um, að veruleg skattsvik hafi verið framin, skal hann senda ríkisskattstjðra skýrslu um málið. Þegar rikisskattstjðra hefur borizt slík skýrsla, skal hann, ef hann telur ástæðu til, hefja rannsðkn i málinu sjálfur eða fela hana skattstjðra. 38. gr. Hver sá, sem skýrt hefur frá tekjum sínum eða eignum lægri en vera ber og þvl greitt minni skatt en honum ber skylda til, skal greiða eftir á skattupphæð þá, sem undan var dregin. Þð skal eigi reikna skatt gjaldanda að nýju lengra aftur i tímann en 6 ár. M hefur skattþegn eigi talið fram til skatts og skattar því áætlaðir, en síðar kemiir í ljðs, að áætlun hefur verið of lág, svo og ef skattþegni hefur ekki verið gert að greiða skatt af öllum tekjum sinum og eignum, og skal þá reikna skatt gjaldanda að nýju, þó ekki lengra aftur I timann en 6 ár. Sama gildir, ef skattþegn vantar á skrá. Þegar skatt\ir er reiknaður að nýju skv. þessari gr., skal gæta ákvæða 37. gr., eftir því sem við á, og veita skattþegni færi á að kæra skattálagninguna, sbr. 40. og 41. gr. Beita má viðurlögum skv. 47. gr. svo og sektum skv. 1. mgr. 48. gr. Þegar skattur er reiknaður að nýju samkvæmt þessari grein, skal senda gjaldanda tilkynningu þar um i ábyrgðar- bréfi. Tilkynning um skattbreytinguna skal eigi send hlut- aðeigandi innheimtumanni rikissjððs fyrr en að loknum kæru- fresti til skattstjóra eða að loknum úrskurði kæru, hafi gjaldandi kært breytinguna, sbr. ákvæði 40. gr. Samrit til-

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.