Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1984, Blaðsíða 10

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1984, Blaðsíða 10
endurskoðandi tekur að sér að framkvæma. Af 1. gr. laga nr. 67/1976 um löggilta endurskoðendur verður ráðið, að hlutverk þeirra sé að gefa hlutlaust og áreiðanlegt álit á reikningsskilum til notkunar í viðskiptum. Petta er að mínu viti full þröng skilgreining á hlutverki endurskoðenda. í reynd taka þeir að sér fleiri og víðtækari verkefni. En það hlutverk, sem vikið er að í 1. gr. endurskoð- endalaganna er svo mikilvægt, að telja má það kjarna starfs endurskoðanda. Eins og áður hefur komið fram, er það skilyrði bótaskyldu eftir sakarreglunni, að tjóni hafi verið valdið með saknæmum hætti. Endurskoðandi myndi teljast sekur, ef hann hefur brotið starfsskyldur, sem á honum hvíla. En hverjar eru starfsskyldur hans? Svar við þeirri spurningu fer vitanlega mjög eftir því hvaða verkefni endurskoðandinn hefur tekið að sér (sbr. Gomard, bls. 72). Verður þess vegna að athuga efni samnings þess, sem gerður hefur verið um þjónustu endurskoðandans. Slíkur samningur myndi oftast vera munnlegur og getur það valdið erfiðleikum, ef aðila greinir á um efni hans. Viðsemjandi endurskoðandans getur t.d. haldið því fram, að hann hafi lofað að endurskoða ársreikning, þótt endurskoðand- inn hafi einungis tekið að sér að ganga frá skattframtali. Úr ágreiningi um efni munn- legs samnings verður að leysa eftir almennum lagareglum um sönnun, sem ekki er unnt að rekja hér. Hins vegar skal bent á, að endurskoðandi getur líklega oftast komist hjá deilum um efni samnings með því að láta koma skýrt fram á þeim gögnum, sem hann lætur frá sér fara, hve víðtækt verksvið hans hafi verið. Má hér minna á ýmis ákvæði í leiðbeinandi reglum um áritanir, t.d. það, að í áritun á óendurskoðuð reikningsskil skal koma fram, að reikningsskilin séu ekki endurskoðuð og endurskoðandi geti því ekki látið í ljós álit sitt á þeim. Er aldrei of vel brýnt fyrir mönnum að gera skýra og greini- lega fyrirvara í áritun, ef óvissuþættir eða önnur atriði gefa tilefni til. (Meginreglan um gildi áritunar er í 10. gr. laga nr. 67/1976, en skv. þeirri grein merkir áritun löggilts endur- skoðanda á reikningsskil, nema annað sé tekið fram, að reikningsskilin og bókhaldið, sem þau eru byggð á, hafi verið endurskoðuð af honum og að reikningsskilin gefi, að hans mati, glögga mynd af hag og afkomu aðila og að bókhaldið sé fært eftir viðurkenndum bókhaldsreglum). Hafi endurskoðandi tekið að sér endur- skoðun og annað hvort ekki unnið verkið eða skilað því of seint, er hann að jafnaði skaðabótaskyldur, ef hann getur ekki sýnt fram á, að vanefndir hans stafi af orsökum, sem hann gat ekki ráðið við. Dæmi: Endur- skoðandi veikist svo alvarlega, að hann getur ekki vegna sjúkdómsins gert ráðstafanir til að fá annan til að vinna verkið eða tilkynnt skjólstæðingi sínum um hvernig komið sé. Slíkar óviðráðanlegar orsakir myndu afar sjaldan vera fyrir hendi. Hafi endurskoðandi hins vegar framkvæmt endurskoðun er hann skaðabótaskyldur, ef hann lætur hjá líða að gera venjulegar athuganir á stöðu fyrirtækis eða annars aðila, sem endurskoðunin nær til. Hann verður t.d. að kanna, að eignir þær, sem ársreikningur sýnir, séu til. Það fer svo eftir atvikuiyi hve rækileg könnun er nauðsynleg. Þess verður t.d. ekki krafist, að endurskoðandi eða starfsmenn hans geri sjálfir vörutalningu (Helgi V. Jónsson 1978, bls. 30) eða skoði öll verðbréf í eigu viðskipavinar síns, t.d. banka eða vátryggingarfélags. Dreifikönnun (úr- takskönnun) verður í mörgum tilfellum talin nægileg. Hins vegar myndi það venjulega teljast nauðsynlegt, að endurskoðandi kanni rækilega upplýsingar um eignarhald á fast- eignum, svo og þinglýstar veðskuldir. Úti- standandi skuldir verður endurskoðandi að meta í samræmi við góða endurskoðunar- venju. Ef hann hefur rækt skyldur sínar í þessu efni verður hann ekki dæmdur skaða- bótaskyldur, þótt tjón hljótist t.d. af því, að 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.