Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1984, Blaðsíða 12

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1984, Blaðsíða 12
sýslunarmanna sjá Ólafur Jóhannesson, bls. 100). Ýmsir ágallar eru þess eðlis, að hin réttu viðbrögð endurskoðanda eru þau, að geta ágallanna með sérstakri athugasemd í áritun ársreiknings, t.d. ef hann veitir ekki rétta mynd vegna þess að eignir eru of hátt metnar, afskriftir eru of litlar eða reikningurinn er villandi sökum óvenjulegra aðferða við bók- haldið eða reikningsskil (Gomard bls. 64). Ef um hlutafélag er að ræða ber að gæta ákvæða 88. gr. laga nr. 32/1978 um endur- skoðunarskýrslu. Einnig ber að athuga 89. gr. sömu laga, en þar segir, að ábendingar og athugasemdir, sem endurskoðendur vilji koma á framfæri við stjórn eða framkvæmda- stjóra, skuli skrá í sérstaka endurskoðunar- bók eða færa fram skriflega á öruggan hátt. Nú hefur verið farið allmörgum orðum um sakarregluna og þó einkum sakarmatið. Um tæmandi greinargerð getur ekki verið að ræða og hætt er við, að mörgum finnist niðurstöður bæði fáar og óákveðnar. Enginn íslenskur dómur er til um þetta efni. Benda má á, að ýmis dæmi um beitingu sakarreglunnar er að finna í áðurnefndri tímaritsgrein Helga V. Jónssonar frá árinu 1978. Þá má nefna aðra grein eftir sama höfund þar sem fjallað er um danskan hæstaréttardóm frá 1978, sjá rita- skrá hér á eftir. (Dómurinn er birtur í UfR 1978.653). Ef draga ætti saman í fáum einföldum orðum heildarniðurstöðu þess, sem hér hefur verið sagt um mat á sök endurskoðenda, gæti hún orðið eitthvað á þessa leið: Það telst sök í merkingu sakarreglunnar, ef endurskoð- andi hefur í starfi sínu hegðað sér andstætt lögum eða andstætt venjum, sem vandvirkir og hæfir endurskoðendur telja sér skylt að fara eftir. Skal hér sérstaklega áréttað mikil- vægi skráðra leiðbeininga um góða starfs- hætti endurskoðenda. 3. Gagnvart hverjum getur endurskoðandi orðið bótaskyldur? Almenna sakarreglan leiðir til þess, að maður, sem á sök á tjóni annars manns, verður skaðabótaskyldur gagnvart tjónþola, án tillits til þess hvort nokkurt samnings- samband er þeirra á milli. Endurskoðandi getur því samkvæmt sakarreglunni bæði orðið bótaábyrgur gagnvart viðsemjanda (viðskiptavini, skjólstæðingi) sínum og öðr- um mönnum, sem kunna að verða fyrir tjóni. Það leiðir af tilgangi endurskoðunar, að ýmsir aðrir en viðsemjandi endurskoðanda geta beðið tjón af völdum hans. Endur- skoðanda ber ekki aðeins að gæta hagsmuna viðsemjanda síns. Endurskoðun á að veita öryggi öllum þeim, sem þurfa að nota reikningsskil eða aðrar hliðstæðar fjárhags- legar upplýsingar í viðskiptum. Endurskoð- andi, sem gerist sekur um mistök eða yfirsjónir við gerð ársreiknings hlutafélags, getur því ekki einungis orðið bótaskyldur gagnvart hlutafélaginu eða hluthöfum heldur einnig gagnvart þeim viðsemjendum félagins, sem gert hafa samning við það í trausti þess, að ársreikningar gefi rétta mynd af stöðu félagsins. Sömuleiðis hefur endurskoðandi, sem ráðinn er með samþykkt meirihluta sveitarstjórnar, til þess að endurskoða.reikn- inga sveitarfélagsins, skyldum að gegna gagn- vart öðrum en sveitarstjórninni sjálfri. Hann verður að vinna starf sitt sem óháður sérfræð- ingur, sem allir borgarar eiga kröfu á að geta treyst. Hitt er svo annað mál, að viðsemjandi endurskoðanda á í ýmsum tilfellum bótarétt, þó að aðrir eigi hann ekki. Eitt helsta dæmið um það er brot (vanefndir) á samningi um endurskoðun, t.d. er endurskoðandi vinnur ekki nema hluta af verki, vinnur verk öðruvísi en um var samið eða skilar ekki verki í tæka tíð. 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.