Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1984, Blaðsíða 15

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1984, Blaðsíða 15
þau notar, biðji um nánari upplýsingar eða geri sjálfur frekari athuganir. Sé leitt í ljós, að tjónþoli hefði ekki orðið fyrir neinu tjóni eða tjón hans hefði ekki orðið jafn mikið, ef hann hefði gætt eðlilegrar varúðar við könnun á endurskoðuðum reikningsskilum, skerðist bótaréttur hans í samræmi við það. Ef skipta á sök er niðurstaða háð mati. Til dæmis má nefna danskan dóm (UfR 1951,960 H). Þar var skaðabótakrafa á hendur endur- skoðanda lækkuð með vísun til þess, að stjórnandi fyrirtækis hafði ekki haft nægilegt eftirlit með meðferð sjóðs og færslu bók- halds. Sé um stórfellda sök endurskoðanda að ræða, gæti farið svo, að öll ábyrgð yrði felld á hann, þótt leitt væri í ljós að tjónþoli hefði ekki gætt fullrar árvekni. Á sama hátt má vera, að endurskoðandi yrði sýknaður af bótakröfu, þrátt fyrir skort á kostgæfni við endurskoðun, ef tjónþoli hefur sýnt mikið gáleysi. Dæmi um, að mikið gáleysi tjónþola leiði til sýknu endurskoðanda er að finna í dönskum hæstaréttardómi frá 1943 (UfR 1943.206 H). Atvik voru þau, að lögmaður- inn A hafði gerst félagi annars lögmanns (B). Ákvörðun A um að ganga í félagið byggðist að nokkru á bráðabirgða reikningsyfirliti, sem endurskoðandi hafði gert. Yfirlitið sýndi fremur lítið eigið fé í fyrirtæki B. í dómi segir, að A hefði átt að gera sér grein fyrir, að B ætti ekki fyrir skuldum. A hefði verið í lófa lagið, l að afla nánari upplýsinga um eignir og skuldir fyrirtækis B. Endurskoðandinn var sýknaður af bótakröfu A (Gomard, bls. 76). 8. Lækkunarheimild í 132. gr. laga um hlutafélög Það er almenn regla, að þegar einhver er skaðabótaskyldur, er honum skylt að greiða tjónþola fullar bætur fyrir allt tjón, sem sannanlega hefur hlotist af tjónsatburðinum. Frá aðalreglunni er sú mikilvæga undan- tekning, að tjónþoli getur þurft að bera hluta tjóns síns sjálfur, ef hann er meðvaldur að tjóninu sbr. það sem áður segir um eigin sök tjónþola. (7. kafla hér að framan). í íslenskum lögum eru örfá ákvæði, er veita dómstólum heimild til að lækka bótafjárhæð, enda þótt tjónþoli eigi enga sök. (Um helstu ákvæði af þessu tagi sjá Arnljótur Björnsson, bls. 151-152). Eitt slíkt ákvæði er 132.gr. laga nr. 32/1978 um hlutafélög, en 2. mgr. hennar er svohljóðandi: „Bótafjárhœð má færa niður með hæfilegu tilliti til þess, hve mikil sökin var og tjónið, til efnahags tjónvalds og annarra atvika. “ Heimild þessi á við, ef bótaskylda hvílir á reglunni í 1. mgr. 132. gr. Nær lækkunar- heimildin því m.a. til bótaskyldu endurskoð- anda (hvort sem hann er löggiltur eða ekki), en þó því aðeins að annað hvort eftirfarandi skilyrða sé fyrir hendi: (1) að hlutafélag hafi orðið fyrir tjóninu eða (2) að hluthafi eða aðrir hafi orðið fyrir tj óni vegna brota á lögum um hlutafélög eða samþykktum hlutafélags. Ljóst er, að einhver veigamikil rök hljóta að vera fyrir því, að löggjafinn gerir svo stórfellda undantekningu frá almennum bóta- reglum. Verður nú lauslega að þeim vikið. Endurskoðendur hlutafélags, stjórnendur og aðrir, er hafa með höndum ábyrgðarstörf fyrir hlutafélag, sem hefur einhvern rekstur að ráði, geta að sjálfsögðu valdið gífurlega miklu fjártjóni í störfum sínum fyrir félagið. Slíkt tjón getur orðið vegna tiltölulega smávægilegrar yfirsjónar eða mistaka, sem hent geta hvern og einn. Þegar svo stendur á, þykir eðlilegt, að dómstólum sé opin leið til að víkja frá þeirri almennu reglu, að tjónvaldi sé skylt að greiða fullar bætur. Sakarstigið og fjárhæð tjónsins eru því meðal þeirra atriða, sem dómstólum ber að taka tillit til, er þeir ákveða, hvort eða hvernig heimildinni í 2. mgr. 132. gr. verði beitt. Ef tjóni er valdið viljandi kemur ekki til greina að beita heimildinni. Stórkostlegt gáleysi tjónvalds myndi að jafnaði koma í veg fyrir að heimildin yrði notuð. Oft er sagt, að sanngirnis- eða velferðar- 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.