Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1984, Blaðsíða 16

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1984, Blaðsíða 16
sjónarmið liggi til grundvallar lækkunar- ákvæðum eins og því, sem hér um ræðir. Óréttlátt er að dæma mann til að greiða bætur, ef bótagreiðsla yrði honum algerlega ofviða. Auk þess kemur tjónþola ekki að neinu gagni að fá viðurkennt, að tjónvaldur sé bótaábyrgur, ef engar horfur eru á, að hann geti greitt tjónbætur. Þegar svo stendur á, er tilgangslítið að dæma mann skaða- bótaskyldan. Pess vegna má taka tillit til efnahags tjónvalds samkvæmt lækkunar- heimild hlutafélagalaga. Ef tjónvaldur hefur ábyrgðartryggingu sem nær til tjónsins, myndu dómstólar almennt ekki beita laga- heimild til lækkunar bótakröfu. Þó að það sé ekki berlega nefnt í hluta- félagalögunum, verður að ætla, að ekki sé aðeins heimilt að lækka skaðabótafjáhæð heldur einnig að fella bótaábyrgð alveg niður. Eigi er þó líklegt, að dómstólar myndu ganga svo langt, nema að alveg sérstaklega stæði á. Lækkunarheimildin á við, hvort sem endur- skoðandinn, sem valdur er að tjóninu, er sjálfstæður atvinnurekandi eða launþegi í starfi hjá öðrum endurskoðanda. (Um laun- þega, sem ekki er endurskoðandi sjá Gom- ard, bls. 67, nmgr. 18). Hins vegar tekur heimildin ekki til bótaskyldu, sem fellur á endurskoðanda eftir húsbóndaábyrgðarregl- unni. Má telja það til galla og er álitamál, hvort heimildinni yrði beitt með lögjöfnun þegar svo stendur á. Lækkunarheimildin er eingöngu bundin við hlutafélög. Þó kemur vel til greina, að dómstólar beiti henni með lögjöfnun um endurskoðanda, sem bakað hefur sér bóta- ábyrgð með yfirsjón eða mistökum við starf í þágu annarra aðila, svo sem sameignarfélaga, ríkis, sveitarfélaga eða einstaklinga (Gom- ard, bls. 67). Skilyrði þess að lögjöfnun verði beitt er, að upp hafi komið tilfelli sem sé náskylt og að flestu sambærilegt við tilvik, sem nefnt er í lögunum. Þótt lækkunarheimild 132. gr. laga um hlutafélög hafi aldrei verið beitt hér á landi, má slá því föstu, að lagaákvæði þetta veiti endurskoðendum og öðrum, sem það nær til, mikilvæga réttarvernd. Þrátt fyrir mikilvægi lækkunarheimildarinnar má ekki gleyma því, að henni myndi aðeins beitt í sérstökum undantekningartilfellum, þannig að endur- skoðandi, sem vill búa sig undir að mæta skaðabótakröfum vegna starfs síns, getur ekki treyst á hana. Hann verður að gera aðrar ráðstafanir, t.d. með því að kaupa vátrygg- ingu. 9. Vátryggingar, sem taka til bótaskyldu endurskoðenda í Danmörku og Svíþjóð er endurskoð- endum skylt að lögum að leggja fram fjártryggingu vegna skaðabótaskyldu eða kaupa að öðrum kosti vátryggingu, sem greiðir bótakröfur, er falla á endurskoð- andann vegna starfs hans. í reynd velja endurskoðendur síðari kostinn. í Danmörku er vátrygging þessi í formi svokallaðrar “garanti“- vátryggingar. Sú vátrygging er til hagsbóta þeim, sem verður fyrir tjóni, en ekki endurskoðanda sjálfum. Hún greiðir að vissu marki bætur fyrir tjón það, sem endurskoðandi veldur öðrum á saknæman og ólögmætan hátt og það jafnvel þótt hann hafi valdið tjóninu af ásetningi. Hins vegar á vátryggingarfélagið endurkröfurétt á hendur endurskoðandan- um, þannig að honum er skylt að greiða félaginu útlagðar bætur, hvort sem hann olli tjóni viljandi eða af gáleysi. (Lov nr. 68 af 15. marts 1967 om statsautoriserede revis- orer, 7. tl. 1. gr. Sjá og Fischer - Móller, bls. 106 og Gomard, bls. 66, nmgr. 16). “Gar- anti“-vátrygging þekkist ekki hér á landi, a.m.k. ekki í þeirri mynd, sem hér er lýst. Ábyrgðartrygging er annars eðlis. Hún greiðir að vísu bætur til tjónþola, ef endur- skoðandinn er bótaskyldur gagnvart honum. Ábyrgðartryggingarfélagið á aftur á móti engan endurkröfurétt, en hafi endurskoðandi valdið tjóni af ásetningi greiðir félagið ekki 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.