Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1984, Blaðsíða 21

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1984, Blaðsíða 21
Guðlaugur Guðmundsson, lögg. endurskoðandi: Hver er staða löggiltra endurskoðenda Erindi flutt á sumarráðstefnu F.L.E. 1984 Meiningin er að ég taki hér fyrir stöðu endurskoðunarstarfsins og löggiltra endur- skoðenda í íslensku atvinnulífi í dag. Þetta efni er umfangsmeira en svo, að því verði gerð viðhlítandi skil í erindi sem þessu. Verður því stiklað á stóru og mörgu sleppt sem ég hefði viljað koma inn á. Ætla ég fyrst að fjalla um þau lög sem í gildi eru um starf okkar og stétt og síðan leið- beinandi reglur og drög að slíkum, sem FLE hefur komið á, og síðan þá erlendu staðla, sem við erum settir undir vegna aðildar FLE að erlendum samtökum endurskoðenda, UEC (Evrópusamband endurskoðenda, gef- ur út ASB staðla) og IFAC (Alþjóðasam- band endurskoðenda, gefur út IAG staðla). Markmiðið með þessari umfjöllun er að reyna að varpa nokkru ljósi á hvað gert hefur verið í þágu endurskoðunarstarfsins hér á landi og einnig eitthvað um það sem hefur verið látið ógert, eða ég tel að betur hefði mátt fara. í lögum nr. 67 frá 1976 um löggilta endurskoðendur kemur fram í 1. gr. laganna, að tilgangur þeirra sé „að tryggja að til sé í landinu á hverjum tíma stétt manna sem hefur þekkingu til að gefa hlutlaust og áreiðanlegt álit á reikningsskilum til notkun- ar í viðskiptum“. Þarna kemur skýrt fram sú skoðun löggjaf- ans, að nauðsynlegt er að til sé í landinu á hverjum tíma slík stétt manna. Það er hins vegar jafn ljóst að eftirlit með störfum löggiltra endurskoðenda er, af fram- kvæmdavaldsins hálfu, lítið sem ekkert. í því sambandi má vitna í reynslu þeirra Bjarka Bjarnasonar og Hilmars Bergmann viðskiptafræðinema þegar þeir á liðnum vetri unnu að könnun á stöðu löggiltra endur- skoðenda í íslensku atvinnulífi. Þá þurftu þeir að afla sér lista yfir alla löggilta endurskoðendur í landinu. Um leit sína að lista þessum segja þeir félagarnir: „I félagatali Félags löggiltra endurskoð- enda frá 26. október 1982 eru skráðir 135 endurskoðendur. Að auki eru einhverjir löggiltir endurskoðendur sem standa utan við þann félagsskap. Af þeim sökum var leitað til fjármála- ráðuneytisins um að fá skrá yfir alla löggilta endurskoðendur, enda eru afrit af prófskír- teinum geymd þar. Það kom í ljós að þar er ekki til nein skipulögð skrá. Seinna reyndist nauðsynlegt að fá úr því skorið hvort tiltekinn maður væri löggiltur endurskoðandi eða ekki. Var af því tilefni hringt niður í fjármálaráðuneyti. Eftir langa bið var vísað á Félag löggiltra endurskoðenda. Var þá við- komandi upplýstur um, að ekki væru allir löggiltir endurskoðendur í því félagi. Eftir aðra langa bið var vísað á ríkisendurskoð- anda. Það er því ljóst að eftirlit með löggiltum endurskoðendum af hálfu opinberra aðila er 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.