Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1984, Blaðsíða 24

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1984, Blaðsíða 24
meðalstórum og stærri hlutafélögum þá er hún einnig hjá jafnstórum fyrirtækjum sem rekin eru í öðrum rekstrarformum. Hér er því pottur brotinn og hugsanlega ættum við að reyna að hafa einhver áhrif á þróun mála í þessum efnum. Þá ætla ég að víkja aðeins að leiðbeinandi reglum og stöðlum. Við félagsmenn FLE höfum fram til þessa verið mjög íhaldssamir við að samþykkja yfir okkur starfsreglur af nokkru tagi. Lög fé- lagsins auðvelda einnig íhaldsmönnum lífið hvað þetta snertir. Öll samræming vinnu- bragða, einkum í sambandi við endurskoð- unarstarfið sjálft, er því fremur skammt á veg komin að mínu áliti. Þó voru í mars 1979 samþykktar „leið- beinandi reglur um grundvallaratriði endur- skoðunar á ársreikningum hlutafélaga". Er þetta eini staðallinn sem fengist hefur sam- þykktur og félagið hefur sent frá sér. En einnig hafa verið samdar og sendar út „tillögur um leiðbeinandi reglur um áritanir endurskoðenda á ársreikninga og reiknings- skil“. Þær hafa hins vegar ekki hlotið form- legt samþykki félagsmanna FLE ennþá. Eftir þeim mun þó farið í verulegum mæli. Ég hef hins vegar heyrt að sumir félagsmenn hafi verulegar efasemdir um að farið sé eftir „leiðbeinandi reglum um grundvallaratriði endurskoðunar á ársreikningum hlutafélag“. Ætti það að vera okkur umhugsunarefni. Annað hvort er þá svona staðlasetning óþörf, eða sé svo ekki, þá þurfum við að koma okkur niður á leiðir til að tryggja að eftir þessum reglum sé farið. Þessi eini staðall okkar er að mínu mati gott rit. Hann hefur að geyma nokkrar yfirgripsmiklar almennar reglur um efnið og er laus við allar tilraunir til tæmandi upp- talninga. Hann ætti því ekki að úreldast svo fljótt. Það er hins vegar ljóst, að sé hann ekki notaður, þá er brostinn grundvöllurinn fyrir því að samræma áritanir, og jafnvel skaðlegt þegar til lengri tíma er litið. Markaðurinn kann þá að vera búinn að missa trúna á áritanirnar þegar búið verður að skapa grundvöllinn fyrir notkun þeirra. Þá er rétt að minnast þeirra erlendu staðla sem við erum háðir vegna aðildar FLE að Evrópusambandi endurskoðenda UEC og Alþjóðasambandi endurskoðenda IFAC. Staðlar Evrópusambandsins voru seint á síðasta ári orðnir 14 að tölu, en staðlar Alþjóðasambandsins voru á sama tíma orðn- ir 13, auk þess sem það hafði þá sent frá sér 8 tillögur að nýjum stöðlum. Þessir staðlar fjalla um það hvernig staðið skuli að endurskoðun hinna ýmsu liða árs- reikningsins, gerð og varðveislu vinnupapp- íra og áritun endurskoðandans á ársreikn- inginn. Vegna smæðar þeirra fyrirtækja sem við flest vinnum mest fyrir, þá snerta margir þessara staðla störf okkar mjög lítið. Þó munum við fæst geta skýlt okkur alfarið á bak við smæð verkefna. Sumir staðlarnir eiga við, burtséð frá stærð verkefnisins. Aðildarfélögum þessara alþjóðasambanda bæði UEC og IFAC ber að stuðla að því, að félagsmenn þeirra fari eftir stöðlum samband- anna. Á síðasta ári stóð endurskoðunarnefnd FLE fyrir því að leiðbeinandi reglum fé- lagsins, um grundvallaratriði endurskoðunar á ársreikningum hlutafélaga, og tillögum að leiðbeinandi reglum um áritanir endurskoð- enda á ársreikninga og reikningsskil, ásamt þeim erlendu stöðlum, sem að framan grein- ir, væri safnað í eina möppu, svonefnda endurskoðunarhandbók FLE. Var hún síðan gefin út seint á síðasta ári og send félags- mönnum. Að öðru leyti hefur lítið verið gert af hálfu FLE til að stuðla að notkun staðlanna. Eru enda, að mér skilst, mörg sjónarmið uppi meðal félagsmanna um það, hvaða ráðum skuli beita í þessu augnamiði, ef einhverjum ráðum yfirleitt. En megi marka þær athuga- 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.