Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1984, Blaðsíða 27

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1984, Blaðsíða 27
4. Ýmiss önnur atriði svo sem varðandi þagnarskyldu starfsmanna, hvernig endur- gjald fyrir veitta þjónustu er reiknað, hvort önnur ráðgjafaþjónusta stendur til boða o.s.frv. Kynningarbréf sem þetta styrkir tvímæla- laust starfsgrundvöll endurskoðenda og eyðir óþarfa misskilningi í garð endurskoðandans strax í upphafi. Ferli Endurskoðunarvinnu Að þessu loknu er ekki úr vegi að huga að gangi endurskoðunarvinnunnar samkvæmt einfaldri fyrirmynd teoríunnar: 1. Athugun og mat á hinu formlega innra eftirliti sem er til staðar í félaginu. 2. Athugun á hinu raunverulega innra eftir- litskerfi félagsins. 3. Samanburður á þessu tvennu, mat á styrkleika og veikleika innra eftirlitsins. 4. a) Samin endurskoðunaráætlun. Eðli end- urskoðunaraðgerða, umfang og tímasetn- ing úrtakskannana byggð á mati á styrk- leika og veikleika innra eftirlitskerfisins. b) Sent bréf til félagsins um innra eftirlits- kerfið ásamt tillögum til úrbóta. 5. Niðurstöðum úrtakskannana safnað sam- an, þær metnar ásamt öðrum endurskoðunar- aðgerðum. 6. Viðeigandi áritun gefin. Flestir eru sammála um ágæti þessarar fyrirmyndar en reka sig á að tveir fyrstnefndu liðirnir eru svo tímafrekir í framkvæmd, að ekki er stætt á að láta nokkurt fyrirtæki bera allan kostnaðinn af þessu í einu. Niðurstaðan hefur hingað til orðið sú, að endurskoðendur hafa haldið sig við aðrar ómarkvissari endur- skoðunaraðgerðir, þótt benda megi á nokkr- ar undantekningar frá þessu. En hvað er til ráða? Endurskoðunaraðferðir Að mínu mati má komast fram hjá þessari stóru hindrun með því að fylgja eftirfarandi ferli: 1. Útbúa stöðluð stofnupplýsingablöð um félög og staðlaða spurningalista um öll helstu svið innra eftirlitsins. Listarnir og blöðin eru þannig upp byggð að svarmöguleikar eru þrír („já“, „nei“ og „á ekki við“) við hverri spurningu. Útfylling blaðanna tekur því skamman tíma, gefur allgóða heildarmynd af innra eftirlitskerfi félagsins og bendir strax á augljósa veikleika. Síðast en ekki síst er notandinn kominn af stað í fyrsta lið endur- skoðunarvinnunnar samkvæmt fyrirmynd te- oríunnar og hefur undirbúið jarðveginn til að stíga næsta skref. 2. Næsta stig byggir á því að skipta félaginu upp í skýr og afmörkuð endurskoðunarsvið, sem síðan má kanna nákvæmlega hvert fyrir sig eins og tíminn leyfir. Eftir því sem árin líða, öðlast endurskoðandinn sífellt nákvæm- ari mynd af félaginu og getur ávallt nýtt sér vinnu fyrri ára við endurskoðunarstörf við- komandi árs. Eðlilegast er að skipta félaginu upp í eftirfarandi endurskoðunarsvið: • Sölusvið, sem tekur til rekstrartekna, viðskiptakrafna og víxileignar. • Innkaupasvið, sem tekur til vörukaupa, vöruvíxla og birgðaskulda. • Lagersvið, sem tekur til vörulagers. • Launasvið, sem tekur til launakostnaðar- liða og launaskulda. • Kostnaðarsvið, sem tekur til annarra rekstrargjalda og annarra skammtíma- skulda. • Svið varanlegra rekstrarfjármuna, sem tekur til fyrninga, langtímaskulda að hluta og varanlegra rekstrarfjármuna. • Fjárhagssvið, sem tekur til fjármunatekna og fjármagnsgjalda, hluta langtímaskulda og eiginfjár, langtímakrafna og áhættufjár- muna. • Svið handbærs fjár, sem tekur til sjóðs og bankareikninga. Reynslan hefur sýnt að þessi svið skerast mjög lítið og skiptingin virkar rökrétt, bæði á stjórnendur félaga og aðra sem við þetta vinna. Mat hvers og eins endurskoðanda ræður því síðan hversu djúpt hann kafar í hvert einstakt svið, en mikilvægi þeirra er 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.