Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1984, Blaðsíða 33

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1984, Blaðsíða 33
INNRA EFTIRLIT Orðtakið innra eftirlit er samheiti yfir allar eftirlits aðgerðir í fyrirtæki til þess að tryggja áreiðanleika skráningar þ.e.a.s. bókhalds og í öðru lagi til að varðveita eignir. Innra eftirlit skiptist í: • Fyrirbyggjandi eftirlit (ábyrgðarskiptin). • Eftirlit sem kemur upp um vfllur (vinmT' skipting-tvöföld vinna) Innra eftirlit á að koma í veg fyrir eða gera það mjög erfitt að einn starfsmaður geti: a) Sölsað undir sig eignir með því að kom- ast hjá að færa eignina í bækur fyrir- tækisins. b) Komist yfir eignir fyrirtækisins með því að breyta undirbókum eða rekstrar- reikningi, án þess að það komist upp við eftirlit annars óháðs starfsmanns. Einnig á gott innra eftirlit að koma í veg fyrir verulegar villur, viljandi (fjárdrátt og fjársvik) og óviljandi (mannleg mistök), sem geta lýst sér í ófullkomnum gögnum, ógildum gögnum, efnislega röngum gögnum eða form- lega röngum gögnum. AÐAL TEGUNDIR INNRA EFTIRLITS 1. Skipulag Skipurit fyrirtækisins sem inniheldur lýsingu á ákvörðunarvaldi, ábyrgð og upplýsinga- flæði. 2. Ábyrgðarskipting. Skipting vinnu og ábyrgðar á að vera slík að enginn einn aðili geti bæði framkvæmt og skráð neina hreyfingu eigna. A.m.k. eftir- taldar aðgerðir skyldu vera aðskildar: Sam- þykki aðgerða og reikninga, framkvæmd, eignavarsla, bókhaldsskráning og varðandi tölvufærð kerfi: hönnun kerfis og daglegur rekstur. 3. Eignavarsla. Eftirlit varðandi vörslu eigna sem tryggi að aðeins vissir starfsmenn hafi aðgang að eignum. Sérstaklega þarf að gæta að vörslu peningalegra verðmæta, flytjanlegra, skipt- anlegra eða eftirsóttra eigna. 4. Leyfi og samþykki. Ábyrgur aðili ætti að samþykkja eða leyfa allar verðmætahreyfingar innan fyrirtækisins. Takmörkun valds hvers starfsmanns til að samþykkja hreyfingar ætti að skilgreina. 5. Nákvæmni talna og bókfærsla. Eftirlit á að tryggja að hreyfingar, sem á að skrá hafi verið leyfðar, að þær séu allar innifaldar, að þær séu rétt skráðar og nákvæmlega færðar í kerfinu. Sem dæmi um eftirlit er athugun á tölulegri nákvæmni bókhalds og skjala, viðhald og eftirlit með heildartölum, afstemmingar, upp-' söfnunarreikningar og jöfnuður. 6. Starfsmenn. Pað er mjög mikilvægt að ábyrgð og vinnu- skipting starfsmanna sé í samræmi við hæfi- leika þeirra, þekkingu og persónuleika. 7. Verkstjórn. Innifalið í innra eftirlitskerfi á að vera verkstjórn og eftirlit með daglegum hreyf- ingum og skráningu þeirra, sem unnið skal af ábyrgum starfsmönnum. 8. Framkvæmdastjórn. Eftirlit framkvæmdastjórnar, sem ekki er að vinna í daglegum rekstri, eins og yfirstjórn, skoðun milliuppgjöra og samanburður við áætlanir, innri éndurskoðun og annað eftirlit. 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.