Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1984, Blaðsíða 37

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1984, Blaðsíða 37
legt aö í ljós komi traust eiginfjárhlutfall og sterk veltufjárstaða. Svo tekið sé dæmi af hinu gagnstæða, þá má segja að það sé reynslan, að eiginfjárstaða, sem er lakari en 20% af heildarfjármagni og veltufjárhlutfall sem sé lægra en 1:1 hafi venjulega í för með sér óþægilega tíðar heimsóknir stjórnanda fyrirtækisins í bankann. En það er ekki nóg að eiginfjárstaðan sé sterk og veltufjárhlutfallið í lagi. Einn þýðing- armesti þáttur fjárhagslegra athugana hag- deilda bankanna er nákvæm könnun á því, hvort samræmi sé milli dvalartíma fjármagns og fjármuna í fyrirtækinu. Við sjáum oft dæmi þess, að arðbær fjárfesting í varan- legum rekstrarfjármunum, sem skilar sér e.t.v. á 5-10 árum, er fjármögnuð að veruleg- um hluta með styttri lánum, e.t.v. 2-3ja ára lánum, sem flokkast sem langvinn lán í ársreikningum. Oft er fjárfestingin fjármögn- uð að hluta beint úr rekstri, einfaldlega með því að greiða ekki reikninga. Rekstrar- og greiðsluáætlanir eru besta tækið til að kanna hvort allt sé með felldu í þessum efnum. Ef þær liggja fyrir eru liðir efnahagsreiknings samræmdir liðum rekstrar- reiknings. Sérhverjum lið efnahags í upphafi tímabils er síðan bætt við samsvarandi lið áætlaðs rekstrarreiknings. Loks er dreginn frá samsvarandi liður í greiðsluáætlun og mismunurinn táknar því áætlaðan lið efna- hagsreiknings í árslok. Oft hefur það viljað brenna við, að rekstrar- og greiðsluáætlanir séu samdar á samhengislausan hátt, ólíkt því sem hér er frá greint, því margir kunna ekki að stilla þessum áætlunum upp. Kemur þá í hlut hagdeildar að gera þeim grein fyrir í hverju gögnunum er ábótavant og í sumum tilfellum að aðstoða við leiðréttingu þeirra. Flestir endurskoðendur kannast við hvim- leiðar fyrirspurnir frá hagdeildum bankanna um sundurliðun ýmissa stærða ársreiknings. Flestar þessar fyrirspurnir eiga rætur að rekja til þess, að þær skýringar sem reikningn- um fylgja nægja ekKi til þess að starfsmaður hagdeildarinnar geti áttað sig á, hvaða efna- hags- og rekstrarliðir eigi saman. Ég get tekið sem dæmi, að við gerð greiðsluáætlunar ganga stjórnendur oft út frá birgðasöfnun, en gera hins vegar ráð fyrir, að litlar eða engar skuldir séu í árslok á móti, væntanlega í því skyni, að sýna hærri fjárþörf og fá þannig meiri rekstrarlánafyrirgreiðslu. Er þá nauð- synlegt fyrir bankann, að fá sundurliðun á samþykktum víxlum í ársbyrjun, því í þeirri tölu er víxlum vegna fjárfestinga oft blandað saman við. Mér er nær að halda, að ef endurskoðendur gæfu þessum sjónarmiðum gaum þegar við gerð ársreiknings, mundu þeir oft spara sér vinnu síðar. Til þess að fá megi mynd af raunverulegum gjaldfresti sem fyrirtækið veitir að jafnaði, þurfa ársreikningarnir að geyma upplýsingar um stöðu seldra viðskiptavíxla á uppgjörs- degi og þarf að sundurliða hana eftir bönkum. Áður en ég vík frá vinnu hagdeildar, langar mig til að nefna örfá atriði sem mér virðist að betur mættu fara í mörgum ársreikningum. Flestir ársreikningar sem bankarnir fá til meðferðar eru gerðir af löggiltum endur- skoðendum. Fer sem betur fer í vöxt, að þeir séu endurskoðaðir. Nokkrum vonbrigðum veldur þó, hve tregir margir endurskoðendur eru til að taka ábyrgð á eða þátt í mati birgða. Er þessu auðvitað miður farið. Einnig eru birgðir ýmist lækkaðar eigna- megin í efnahagsreikningi vegna niðurfærslu birgða eða skuld er mynduð á móti, og er nokkuð um að fyrir þessu sé ekki gerð grein. Á sama hátt fer það nú í vöxt, að verð- breytingarfærslunni sé skipt upp, annars vegar verðbreytingarfærslu á birgðir ein- göngu og henni blandað saman við vöru- notkunina og hins vegar verðbreytingar- færslu að öðru leyti. Er stundum ekki gerð grein fyrir þessu fráviki frá hinni hefðbundnu meðferð. Frá sjónarhóli lánastofnunar væri æskilegt að fá athugasemd um verðmæti birgða, t.d. miðað við síðasta innkaupsverð, því þetta verðmæti getur skipt miklu máli í 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.