Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Blaðsíða 6

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Blaðsíða 6
RITSTJORARABB Meginefni þessa tölublaðs fjallar um sam- stœðureikningsskil. Birtur er útdráttur úr kandidatsritgerð Alexanders Eðvaldssonarfrá vorinu 1982, þar sem höfundur setur fram tillögu um framkvcemd samstæðureiknings- skila í samrœmi við reikningsskilaaðferðir hérlendis. Ég er þeirrar skoðunar að þó svo að ritgerð Alexanders sé frá vorinu 1982, eigi hún fullt erindi til okkar nú, því að grundvöllurinn sem ritgerðin byggist á, er sá sami enn í dag, þrátt fyrir minni háttar breytingar, sem gerðar hafa verið frá því hún varsamin, svosem varðandi frávikaaðferðir. Greinin er mjög skipulega og vel fram sett og getur hœglega þjónað þeim tilgangi að vera leiðarvísir fyrir okkur alla til þess að byggja samstœðureikningsskil okkar á. Ég tel, að enn beiti allt of fáir löggiltir endurskoðendur samstœðureikningsskilum. Hér er því um mjög tímabœra grein að ræða, sem ég hvet félagsmenn til þess að kynna sér rœkilega. Áhugaleysi félagsmanna á félagi sínu er slíkur, að ekki verður lengur við unað. Félagsmenn virðast allt of oft gleyma því, að félagið okkar er fagfélag en ekki stéttarfélag. Áhugaleysi okkar endurspeglast meðal annars í því, að fyrrverandi stjórn félagsins, 4 þ.e. stjórn áranna 1984 til 1985, gat ekki stillt mönnum upp við stjórnarkjör. Annað dæmi um félagslegan doða er lítil þátttaka félags- manna í fundum sem stjórnin boðar til, hvort heldur eru hádegisverðarfundir eða aðrir fundir um fagleg málefni, sem stjórnin telur rétt að halda. Og áfram má telja. Enginn félagsmanna okkar hefur haft samband við ritnefnd og ritstjóra og boðið fram efni í blaðið, eða lagt fram óskir og ábendingar um efni, sem þeir æskja að sjá á síðum þess. Það er vissulega rík þörf á að benda félagsmönnum á að gæta sín í þessum efnum. Sífellt meiri kröfur eru nú gerðar til löggiltra endurskoðenda og því verðum við að vera sífellt vakandi fyrir starfi okkar og endurmennta okkur og auka við þekkingu okkar eins og frekast er kostur. Einn liðurinn í því er að vera virkur í félagsstarfinu og taka mikinn og góðan þátt í þeirri starfsemi, sem félagið þrátt fyrir allt býður okkur upp á. Ég vil minna á, að á síðasta ári hafa löggiltir

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.