Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Blaðsíða 7

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Blaðsíða 7
endurskoðendur ef til vill í fyrsta skipti dregist inn í opinbera umræðu varðandi ábyrgð þeirra á reikningsskil félaga og fleiri aðila, auk þess sem þeir eiga í málaferlum gegn hver öðrum. Spyrja má í þessu sam- bandi, hvort samkeppni milli endurskoðenda fari vaxandi og ef svo sé, hvort ekki sé tímabært að stjórn félagsins, eða félagsmenn sjálfir, marki um þessi mál samræmdar leik- reglur til þess að fara eftir. Greinilegt er að félagsmenn almennt vilja að stjórn félagsins sé á hverjum tíma mjög virk og að hún láti félagsmönnum í té margs konar upplýsingar, svo sem um reiknings- skilaaðferðir, breytingar á skattalögum og hlutafjárlögum og raunar hvað eina sem verða má félagsmönnum til framdráttar og hagsbóta í starfi. Slíkt gerist að sjálfsögðu ekki nema stjórnin hafi ávallt á að skipa sérhæfðum starfsmanni og síðast en ekki síst, að félagsmenn leggi sitt af mörkum til þess að þetta megi takast. Félagsmönnum hefur fjölgað verulega á þessum áratug. Prátt fyrir nánast tvöföldun félagsmanna hafa litlar framfarir orðið í starfsemi félagsins. Sýnt er, að félagsmenn verða nú að taka sig verulega á, verða virkari í starfi félagsins og leggja meira af mörkum en þeir hafa gert hingað til. Það eitt að koma með óskir og tillögur um starfsemina er spor í rétta átt. Tímarit félagsins, sem fram til þessa hefur komið út einu sinni til tvisvar á ári, þyrfti nauðsynlega að koma út að minnsta kosti þrisvar á ári. Til þess að starf félagsins geti orðið öflugra þarf að hækka félagsgjöldin verulega. Við verðum að gera okkur grein fyrir því, og það strax, að ef við ekki fylgjumst með og drögumst aftur úr þróun- inni, verður afleiðingin sú, að þróunin mun einvörðungu eiga sér stað innan fárra en stórra endurskoðunarfyrirtækja. Vísir að þessu er þegar orðinn. Þegar eru starfandi tvö mjög stór fyrirtæki og fjögur til sex eru millistór fyrirtæki. Þessi fyrirtæki eru e.t.v. að taka afgerandi forystu. Meginþorri félagsmanna okkar starfar hins vegar í litlum fyrirtækjum, með einum til þremur eigend- um. Af augljósum ástæðum hafa þessir menn ekki sömu möguleika til endurmenntunar og að auka sér víðsýni í starfi og starfsmenn stóru fyrirtækjanna nema starfsemi félagsins verði aukin og efld svo um munar. Að lokum vil ég hvetja félagsmenn til þess að standa vörð um félag sitt og efla félagsstarf- ið. Framtíð stéttarinnar byggist á virku og öflugu félagsstarfi.

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.