Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Blaðsíða 8

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Blaðsíða 8
Alexander G. Eðvardsson, löggiltur endurskoðandi. SAMSTÆÐU- REIKNINGSSKIL Hér á eftir fer úrdráttur úr kandidatsritgerð sem samin var við Viðskiptadeild Háskóla íslands árið 1982. Fyrstu tveir kaflar þessarar greinar fjalla stuttlega um erlend lög og reikningsskilaað- ferðir við gerð samstæðureikningsskil. Þriðji kafli lýsir þeim íslensku aðstæðum og reikn- ingsskilaaðferðum sem valda því að ekki er hægt að nota beint erlendar aðferðir hérlend- is, heldur verður að aðlaga þær þessum íslensku aðstæðum. í fjórða og síðasta kafla er lýst með skýringardæmi tillögu að gerð samstæðureikningsskila samkvæmt íslensk- um aðstæðum. 1. ERLEND LÖG OG REGLUR VARÐANDI SAMSTÆÐUREIKNINGSSKIL 1.1. Samstœðureikningsskil — skilgreining: Samstæðureikningsskil eru reikningsskil þar sem ársreikningar eins eða fleiri dótturfé- lags eru lagðir við ársreikning móðurfélagsins með því að leggja þá sarnan línu fyrir línu (þ.e. að leggja saman samstæðar eignir, skuldir, tekjur og gjöld). Við gerð samstæðu- reikningsskila verður að fella niður innbyrðis viðskiptastöðu og innbyrðis viðskipti og gera grein fyrir hlutdeild minnihluta í dótturfélög- um. 1.2. Hvenœr gera skal samstæðureiknings- skil: Yfirráð eins félags yfir öðru er mikilvæg forsenda þess að viðkomandi félag sé innifalið í samstæðureikningsskilum. Móðurfélagið þarf á beinan eða óbeinan hátt að hafa vald til þess að hafa áhrif á stefnu og stjórnun félaga sem innifalin eru í samstæðureiknings- skilum. Þetta vald og notkun þess gefur til kynna ákveðna samtengingu móðurfélags og dótturfélaga í eina efnahagslega einingu. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að félag getur öðlast yfirráð yfir öðru félagi á óbeinan hátt. Ef t.d. A á 85% hlutafjár í B og 45% í C og B á síðan 45% í C þá eru bæði B og C undir yfirráðum A þar sem A hefur í raun 90% vald í C. Vald þetta samanstendur af 45% beinni eignaraðild og 45% með óbeinni eignaraðild. í Bandaríkjunum og Kanada hefur verið gerður staðall, þar sem félög, sem eiga 50% hluta eða minna i öðrum félögum, hafa þau félög ekki með í samstæð- ureikningsskilum, jafnvel þótt félagið stjórni í raun hinu félaginu. Mat á því hvort að félagi sé í raun stjórnað af öðru félagi verður að fara fram í hverju tilfelli fyrir sig. Atriði sem taka verður tillit til í þessu sambandi eru: a) möguleiki félags til þess að fá umboð frá öðrum hluthöfum. b) eignarhlutar starfsmanna og annarra sem

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.