Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Qupperneq 9

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Qupperneq 9
lítilla hagsmuna hafa að gæta. c) áhugaleysi þeirra hluthafa sem ekki sækja hluthafafundi og gefa ekki öðrum umboð. d) leigukaupasamningar eða aðrir samning- ar sem fela í sér raunverulega eign á fasta- fjármunum án formlegrar eignar á meiri- hluta hlutafjár. e) eignaraðild að réttindum, tilboðum, ábyrgðum og kröfum sem leitt gætu til meirihlutaáhrifa. Ef samstæðureikningsskilum er ætlað að sýna eina efnahagslega einingu virðist rökrétt að álykta að þau innihaldi öll félög sem eru undir stjórn móðurfélagsins, hvort sem þess- ari stjórn er náð með meirihlutaeign hlutafjár eða á einhvern annan hátt. Slík regla við samstæðuuppgjör myndi breyta þeirri þumal- puttareglu sem nú er notuð við að mæla yfirráð félags, yfir í aðferð sem endurspeglaði á raunhæfari hátt flókin viðskiptatengsl. í Bandaríkjunum hafa eftirfarandi atriði oft verið talin nægileg ástæða til þess að hafa dótturfélag ekki með í samstæðureiknings- skilum: a) yfirráð eru líkleg til þess að vera tíma- bundin. b) yfirráð ekki hjá meirihlutaeigendum t.d. ef félag hefur verið tekið til gjaldþrota- meðferðar. c) hlutdeild minnihluta í dótturfélagi er svo stór í hlutfalli við eignarhluta eigenda móðurfélagsins í eigin fé samstæðunnar að framsetning tveggja ársreikninga væri skýrari og gagnlegri. d) starfsemi dótturfélags er ekki samkynja starfsemi móðurfélags þ.e.a.s. að félögin eru það ólík að samstæðuuppgjör er mark- leysa t.d. þar sem bankar og tryggingafé- lög eru dótturfélög iðnaðarfélaga. e) rekstur dótturfélags fer fram í erlendu ríki þar sem hömlur eru settar á flutning fjár- magns milli landa. Landfræðileg og laga- leg atriði geta haft áhrif á yfirráð yfir dótt- urfélögum. í Bretlandi eru skv. lögum frá 1948 (Com- panies Act 1948) gefnar sex ástæður sem réttlæta það að dótturfélagi sé sleppt við gerð samstæðureikningsskila. Þessar sex ástæður eru: 1. Upplýsingar óaðgengilegar (impractica- lity): Ef ekki er hægt að fá nauðsynlegar upplýsingar um dótturfélag, vegna t.d. styrjalda eða verkfalla eða vegna þess að ekki er til nein regla eða grundvöllur fyrir því að breyta verðmæti eigna, skulda og rekstursniðurstöðu dótturfélagsins yfir í þann gjaldmiðil sem samstæðan gerir upp í, er ekki skylda að hafa viðkomandi dótturfélag með í samstæðureikningsskil- um. 2. Óveruleg áhrif (insignificance): Þar sem stjórnendur félags eru þeirrar skoðunar að það að hafa dótturfélag með við gerð samstæðureikningsskila myndi ekki koma þeim að neinu gagni vegna smæðar dótturfélagsins er heimilt að sleppa viðkomandi dótturfélagi. 3. Óeðlilega mikil útgjöld eða tafir (disprop- ortionate expense or delay): Ef sá kostnaður eða þær tafir sem hljótast af því að hafa dótturfélag með í samstæðu- reikningsskilum er meiri en það gagn sem af því er fyrir móðurfélagið þá þarf ekki að hafa dótturfélagið með við gerð sam- stæðureikningsskila. 4. Villandi áhrif (misleading effect): Ef stjórnendur félags eru þeirrar skoðunar að samstæðureikningur gefi villandi vís- bendingar ef ákveðið dótturfélag er inni- falið í samstæðureikningsskilum er heimilt að sleppa því. Dæmi um slíkar aðstæður er dótturfélag sem orðið er gjaldþrota eða hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. 5. Skaðleg áhrif (harmful effect): Ef stjórnendur félags telja að niðurstöður samstæðureiknings séu skaðlegar félaginu ef ákveðið dótturfélag er meðtalið þá er þeim heimilt að sleppa því í samstæðu- 7

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.