Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Page 10

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Page 10
reikningsskilum enda sé það samþykkt af Viðskiptaráðuneytinu (Department of Trade and Industry). 6. Ósamkynja rekstur (divergent nature of business): Ef stjórnendur félags telja að rekstur móðurfélags og dótturfélags sé það ósam- kynja að ekki sé raunhæft að líta á hann sem eina heild er heimilt að fella dótturfé- lagið niður í samstæðureikningsskilum, enda sé það samþykkt af Viðskiptaráðu- neytinu (Department of Trade and Indu- stry). Af framskráðu er lj'ost að ákveðnar og ítarlegar reglur gilda í Bandaríkjunum og Bretlandi um það hvenær semja skuli sam- stæðuársreikning. í íslenskum lögum um hlutafélög 104. gr. er aðeins sagt að samstæð- ureikning skuli gera í móðurfélagi án þess að skilgreina það nánar. í 2. grein sömu laga ( nr. 32/1978) er hugtakið móðurfélag hins vegar skilgreint: „Nú á hlutafélag svo mikinn hluta hlutafjár- ins í öðru hlutafélagi, að það fer með meirihluta atkvœða í félaginu, og telst þá fyrrnefnda félagið móðurfélag en liið síðar- nefnda dótturfélag. Nú á dótturfélag eða móðurfélag ásamt einu eða fleiri dótturfélögum eða fleiri en eitt dótturfélag í sameiningu svo mikið hlutafé í öðru félagi, sem um rœðir í 1. mgr., og telst þá síðarnefnda félagið dótturfélag móðurfé- lagsins. Ef hlutafélag hefur annars, vegna hlutafjár- eignar eða samninga yfirráð í öðru hlutafélagi og verulega hlutdeild í afrakstri þess, telst fyrrnefnda félagið einnig móðurfélag og hið síðara dótturfélag. Móður- og dótturfélög eru í sameiningu samstœða hlutafélaga. “ Af þessari grein má álykta að semja beri samstæðuuppgjör þar se hlutafélag á yfir 50% hlutafjár í öðru hlutafélagi og einnig þar sem eitt hlutafélag hefur yfirráð ytfir öðru hluta- félagi jafnvel þótt hlutafjáreign sé ekki yfir 50%. Hins vegar er í 4. mgr. 104. greinar ákvæði um að víkja megi frá ákvæðum um samstæðureikningsskil ef samsetning sam- stæðunnar eða aðrar sérstakar aðstæður gera það að verkum. Er orðalag þetta mjög almennt og erfitt að meta hvernig það verður túlkað í framkvæmd. 1.3. Hugtök varðandi samstœðureiknings- skil: Helstu hugtök varðandi samstæðureikn- ingsskil eru þau sem nefnd eru á ensku „parent company" concept og „entity" com- cept og kalla mætti á íslensku „móðurfélags- kenning" og „heildarkenning". Báðar þessar kenningar byggja á þeirri grundvallar stað- hæfingu að þegar félag eigi eitt eða fleiri dótturfélög séu samstæðureikningsskil gagn- legri fyrir hluthafa móðurfélagsins en árs- reikningar einstakra fyrirtækja án samstæðu- reiknings. Þrátt fyrir þetta leiða þessar kenn- ingar til mjög ólíkra niðurstaðna. A. Móðurfélagskenningin („parent com- pany“ concept): Móðurfélagskenningin lítur á samstæðu- reikningsskil sem viðbót við reikningsskil móðurfélagsins, þar sem skipt er á fjár- festingarreikningi móðurfélagsins í dótt- urfélagi og einstökum eignum og skuldum sem standa á bak við fjárfestingu móður- félagsins og litið er á dótturfélag líkt og útibú. Þegar dótturfélag er ekki að öllu leyti í eigu móðurfélags þá er mynduð hlutdeild minnihluta í dótturfélagi. Þessi minnihluti er álitinn standa utan félagsins og hlutdeild hans talin vera skuld í augum hluthafa móðurfélagsins. Hlutdeild minni- hluta er mæld sem hlutfallsleg eign hans í eigin fé dótturfélags. Eigið fé samstæð- unnar („economic group“) samanstendur af eigin fé móðurfélagsins og hlutfallslegri eign þess í eigin fé dótturfélaganna. Mis- munur milli fjárfestingar móðurfélags í dótturfélagi og hlutdeildar þess í eigin fé 8

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.