Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Blaðsíða 11

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Blaðsíða 11
dótturfélagsins við kaup er færður á fasta- fjármuni ef hægt er og allur afgangur er sýndur sérstaklega í samstæðureikningi (goodwill). Slíkur mismunur tilheyrir ein- göngu móðurfélaginu og hefur ekki áhrif á hlutdeild minnihluta í dótturfélaginu. Samkvæmt móðurfélagskenningunni er aðeins hluti móðurfélagsins í millivið- skiptum milli móður- og dótturfélags felldur niður, þar sem hlutdeild minnihluta í slíkum viðskiptum er álitin vera viðskipti við aðila sem standa utan við samstæðuna. B. Heildarkenningin („entity" concept): Andstætt móðurfélgaskenningunni lítur heildarkenningin á samstæðureikningsskil sem reikningsskil einnar efnahagslegrar einingar með tvenns konar eignarhluta þ.e. meirihluta og minnihluta. Samkvæmt þessari kenningu eru samstæðureikn- ingsskil ekki álitin viðbót við reikningsskil móðurfélagsins, heldur eru þau talin vera lýsing á fjáthagslegri stöðu og rekstrarnið- urstöðu ákveðinnar skýrt afmarkaðrar rekstrareiningar, sem samanstendur af nokkrum tengdum félögum þar sem tengslin byggjast á samskonar yfirráðum (þ.e. meirihlutaeign móðurfélags í hlutafé dótturfélaganna). Þegar litið er á þannig tengd félög sem hluta af einni efnahags- legri heild er hlutdeild minnihluta talin vera hluti af eigin fé samstæðunnar, en ekki skuld við utanaðkomandi aðila. Fjár- festing móðurfélags í dótturfélagi umfram hlutdeild þess í eigin fé dótturfélagsins er notuð sem grundvöllur fyrir mati á raun- verulegu virði dótturfélagsins og hlutdeild minnihluta er endurmetin til hlutdeildar hans í raunverulegu virði félagsins. Að lokum eru tekjur, gjöld og hagnaður aðeins viðurkenndur í viðskiptum við aðila sem standa utan samstæðunnar og á það bæði við um hlutdeild meirihlutans og hlutdeild minnihluta. C. Mat á móðurfélags- og heildarkenning- unni: Við val á þeirri kenningu sem viðeigandi er að nota verður að meta tilgang, notkun og galla samstæðureikningsskila. Áritun löggilts endurskoðanda á samstæðuárs- reikning er stíluð annað hvort til hluthafa móðurfélags eða til stjórnenda móðurfé- lagsins sem síðan eru skyldugir til þess að gefa hluthöfum skýrslu. Aðilar, sem ekki eru hluthafar s.s. stjórnendur, kröfuhafar og stjórnvöld geta talið samstæðureikn- ingsskil gagnleg og upplýsandi, en vana- lega hafa þessir aðilar aðallega áhuga á nákvæmari og ítarlegri upplýsingum sem gerðar eru eftir þörfum þeirra. Utanað- komandi aðilar eða eigendur minnihluta hlutafjár fá engar gagnlegar upplýsingar fyrir sig úr samstæðuársreikningum. Þeir veröa að fara til viðkomandi félags til þess að fá upplýsingar um eignarhluta sinn og möguleika á arðgreiðslum. Hluthafi í móðurfélagi hefur áhuga á samstæðuárs- reikningi sem gefur honum upplýsingar um árangur fjárfestingar hans í móðurfé- laginu, fjármagnsstreymi og aðrar svipað- ar upplýsingar. Af þessum ástæðum er móðurfélagshugtakið álitið viðeigandi og gagnlegra hugtak í notkun. í Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada er móðurfélagskenningin, eins og henni hefur verið lýst hér að framan, vanalega notuð í reynd þótt nokkurrar fjölbreytni gæti í vinn- ubrögðum, sérstaklega varðandi hagnað af viðskiptum milli félaga, ef um hlutdeild minnihluta er að ræða í dótturfélagi. Þessu atriði verður nánar lýst síðar þegar fjallað verður um innbyrðis viðskipti félaga innan sömu samstæðu. 1.4. Hlutdeild minnihluta í dótturfélögum: í Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada er algengast að sýna hlutdeild minnihluta í dótturfélögum í sérstakri línu utan eigin fjár í efnahagsreikningi samstæðu og að sýna hlutdeild minnihluta í hagnaði ársins sem

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.