Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Blaðsíða 13

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Blaðsíða 13
magns og svipaður þeim hagnaði sem algeng- ur er í viðkomandi iðngrein. Erfitt er að ákvarða reikningsskilavenjur varðandi niðurfellingu milliviðskipta vegna þess að mjög sjaldan er getið um þær aðferðir sem notaðar eru í samstæðuársreikningum, hins vegar er hér drepið á nokkrar almennar reglur sem notaðar eru í Bandaríkjunum, Bretlandi og Kanada. A. Milliviðskipti og viðskiptastaða milli félaga: Viðskiptastaða milli félaga í samstæðu og milliviðskipti eru felld niður og aðeins sala til og innkaup frá utanaðkomandi aðilum eru sýnd í samstæðuársreikningi. B. Hagnaður í birgðum: Hagnaður af milliviðskiptum er felldur niður úr birgðum í lok tímabils. Þetta er vanalega gert með því að nota þá álagnin- ar % sem það félag notar sem seldi vörurnar. C. Hagnaður í fastafjármunum: Hagnaður í fastafjármunum vegna milli- viðskipta er felldur niður til þess að sýna raunverulegt kostnaðarverð samstæðunn- ar. Sá hluti afskrifta hjá kaupanda sem tilheyrir hagnaðinum af milliviðskiptun- um er færður til baka í samsætðureikn- ingsskilum til þess að hafa afskriftir sam- stæðunnar í samræmi við kostnaðarverð hennar. D. Hagnaður afsölu tilogfrá dótturfélögum: Vandamál skapast varðandi niðurfellingu á hagnaði milli félaga þegar um hlutdeild minnihluta er að ræða í dótturfélagi: a) Við sölu móðurfélags til dótturfélags er venjan að fella niður allan hagnaðinn af milliviðskiptunum. b) Við sölu dótturfélags til móðurfélags eru a.m.k. tvær aðferðir til um meðhöndl- un hagnaðar: 1) fella niður allan hagnaðinn 2) fella niður þann hluta hagnaðar sem tilheyrir móðurfélaginu með því að lækka hagnað samstæðu. Venjuleg meðhöndlun er að fella niður allan hagnaðinn og lækka þannig hagnað samstæðunnar. Sú aðferð að fella niður allan hagnaðinn er oft notuð á grundvelli varkárni og til einföldunar, sérstaklega þegar hlutdeild minnihluta í dótturfélögum er óveruleg. E. Arður: Uthlutun arðs hjá dótturfélagi hefur ekki áhrif á eignir og skuldir samstæðu. I Bretlandi er fjárfesting í dótturfélagi reiknuð upp í efnahagsreikningi móður- félags um sömu upphæð og nemur arðin- um. í Bandaríkjunum og Kanada er fjárfesting í dótturfélagi hins vegar ekki reiknuð upp vegna arðs. F. Eignarhluti dótturfélags í hlutafé móður- félags: Núgildandi lög í Bretlandi og Kanada banna það að dótturfélög eigi hlutafé í móðurfélögum. Hins vegar eru dæmi um slíkt í þessum löndum þar sem dótturfé- lögin hafa eignast sinn hluta fyrir gildis- töku viðkomandi laga eða áður en við- komandi félag varð dótturfélag. f slíkum tilfellum er dótturfélagi heimilt að eiga hlutafé í móðurfélagi, en þau hafa þá ekki atkvæðisrétt. í Bandaríkjunum og Kanada er hlutafjár- eign dótturfélags í móðurfélagi dregin frá hlutafé móðurfélagsins og kostnaðarverð hlutafjárins er dregin frá eigin fé samstæð- unnar í samstæðureikningskilum. I Bret- landi er hlutafjáreign dótturfélags í móð- urfélagi dregin frá hlutafé móðurfélagsins á nafnverði í samstæðureikningsskilum og mismunur á nafnverði og kostnaðarverði er færður á gengisauka eða viðskiptavild (goodwill) frekar en á óráðstafað eigið fé. G. Skuldabréfaeign: Eign eins félags á skuldabréfum annars félags innan samstæðu er yfirleitt færð á móti skuld hins félagsins í samstæðureikn- 11

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.