Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Blaðsíða 14

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Blaðsíða 14
ingsskilum þannið að skuldabréfaskuld samstæðunnar sýni aðeins skuld við aðila sem standa utan hennar. Ef félag innan samstæðu hefur gefið út skuldabréf og selt á opnum markaði og hluti af þessum skuldabréfum, eða öll skuldabréfin, eru síðan keypt af öðru félagi innan samstæð- unnar er kaupverð bréfanna yfirleitt ann- að en bókfært verð sömu bréfa hjá því félagi sem gaf út skuldabréfin. í sam- stæðureikningsskilum myndast hér mis- munur. í Bandaríkjunum og Kanada er litið á þennan mismun sem raunverulegan hagnað eða tap samstæðunnar og hann færður í rekstararreikningi samstæðunn- ar. í Bretlandi er þessi mismunur færður beint á eigið fé, en er ekki færður í gegnum rekstarreikning. 1.6. Niðurstöður: Þau atriði sem tekin hafa verið til umfjöllunar hér að framan má draga saman í eftirfarandi atriði: 1. í langflestum tilfellum ættu reikningsskil móðurfélags og dótturfélags að vera gerð sem samstæðureikningsskil þar sem þau eru líklegust til þess að gefa bestar upplýs- ingar. Þegar samstæðuársreikningar eru birtir ásamt einstökum ársreikningum móðurfélags eða dótturfélaga í samstæð- unni ber að líta á samstæðuársreikninginn sem mikilvægasta ársreikninginn. 2. Eignaraðild á yfir 50% af hlutafé í félagi er venjulega sú viðmiðun sem notuð er við að ákvarða hvenær framkvæma skuli sam- stæðureikningsskil. Hinsvegargeta einnig verið aðstæður þar sem eignaraðild á 50% hlutafjár eða minna hefur í för með sér yfirráð yfir félagi og réttlæta því gerð sam- stæðureiknings 3. Þegar tjárfestir (móðurfélag) hefur af ein- hverjum ástæðum félag ekki með í sam- stæðureikningsskilum skal félagið nota hlutdeildaraðferðina (equity method) við að sýna verðmæti fjárfestingar sinnar og tekjur tímabils af viðkomandi félagi ef móðurfélagið hefur, eða getur haft, mikil áhrif á rekstur félagsins, jafnvel þótt það eigi 50% eða minna af hlutafé viðkomandi félags. Hins vegar getur hlutdeildarað- ferðin (equity method) aldrei komið í stað samstæðureikningsskila og ætti ekki að nota sem afsökun fyrir því að hafa dóttur- félag ekki með í samstæðureikningsskilum þegar slíkt er á annað borð viðeigandi. 4. Móðurfélagskenningin frekar en heildar- kenningin er gleggri grundvöllur fyrir framsetningu samstæðureikningsskila. Mismunandi venjur eru þó varðandi fram- kvæmd kenningarinnar. 5. Framsetning: a) Lýsa skal þeim aðferðum sem notaðar eru við mat á fjárfestingu í dótturfélögum í samstæðureikningsskilum. Þar sem við á skal einnig upplýsa um nöfn og eignar- hluta í dótturfélögum. b) Hlutdeild minnihluta í eigin fé samstæðu skal sýna sérstaklega utan eigin fjár í efna- hagsreikningi samstæðu og hlutdeild minnihluta í rekstrarárangri félagsins sýna sem sérstakan lið í rekstrarreikningi sam- stæðu fyrir ofan línuna hagnað ársins. 2. ERLENDAR REIKNINGSSKILA VENJUR VIÐ GERÐ SAMSTÆÐUREIKNINGSSKILA 2.1. Kaupaðferð (purchase accounting): Samkvæmt kaupaðferðinni (purchase acc- ounting) er litið svo á að meðhöndla eigi samtengingu félaga sem kaup á eignum án tillits til þess hvernig slík samtenging á sér stað. Eignir (einnig viðskiptavild) sem félag eignast við samtengingu með því að greiða fyrir þær með peningum eru færðar í bókhaldi móðurfélagsins á því verði sem greitt er fyrir þær. Eignir sem félag eignast við samtengingu með því að gefa út hlutafé sem greiðslu eru annað hvort færðar við gangverði viðkomandi eigna eða hlutafjárins. 12

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.