Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Blaðsíða 15

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Blaðsíða 15
Eftirfarandi fyrirmæli varðandi skiptingu kostnaðarverðs fjárfestingar samkvæmt kaupaðferð voru sett fram af bandarískri reikningsskilanefnd (APB opinion no. 16): „Allar raunverulegar eignir (identifiable assets) sem keyptar eru og yfirteknar skuldir við samtengingu skal færa á gangvirði á kaupdegi. Það sem greitt kann að vera fyrir félag umfram gangverð eigna að frádregnum skuldum skal færa sem viðskiptavild." Algengt er að færa upp viðskiptavild við samtengingu félaga vegna þess að það verð sem greitt er fyrir félag, eða hluta í félagi, er oft hærra en gangverð einstakra eigna sem keyptar eru. A hinn bóginn kemur einnig fyrir að gangverð einstakra eigna er hærra en það verð sem greitt er fyrir félag eða eignar- hluta í félagi. Slík kaup geta átt sér stað ef félag hefur lengi verið rekið með tapi eða ef verð á hlutabréfum er mjög lágt. Sá hluti gangverðs sem umfram er kaupverð er færður til hlutfallslegrar lækkunar á fastafjármunum, öðrum en fjárfe.stingum í skuldabréfum. 2.2. Samlegðaraðferð (pooling-of-interests accountins): Á síðari hluta fjórða ártugs þessarar aldar óx mjög áhugi manna á samlegðaraðferðinni (pooling-of-interests accounting). Vinsældir þessarar aðferðar byggðust á þeirri staðreynd að ákveðnar samtengingar félaga, þar sem greitt var með hlutafé, voru líkari því að vera sameining á hagsmunum hluthafa frekar en kaup á eignum. Sameining á hagsmunum hluthafa var augljós í samtengingum, þar sem greitt var með hlutabréfum og þar sem félög voru af líkri stærð. Hluthafar og stjórnendur þessara félaga héldu sínum hagsmunum og störfum óbreyttum eftir samtengingu líkt og verið hafði fyrir samtengingu félaganna. Þar sem hvorugt félaganna getur í slíkum tilfell- um kallast kaupandi eru allar eignir, skuldir og eigið fé samstæðunnar færðar við bók- færðu verði. Ekki er samkvæmt þessari aðferð tekið tillit til gangverðs útgefinna hlutabréfa eða gangverðs hreinnar eignar viðkomandi félaga. Samstæðureikningsskil við samtengingu samkvæmt samlegðaraðferðinni eru nokkuð frábrugðin samstæðureikningsskilum sam- kvæmt kaupaðferðinni. Helstu mismunir á þessum aðferðum eru: 1. Allir fjórir reikningar ársreiknings (rekstr arreikningur, efnahagsreikningur, yfirlit um eigið fé og fjármagnsstreymi) eru færð ir upp í samstæðureikningsskilum á kaup- ári, eins og ef samtengingin hefði átt sér stað í upphafi tímabils, í samræmi við þá kenningu að samkvæmt samlegðaraðferð- inni sé verið að leggja saman bæði nú- verandi og eldri hagsmuni hluthafa. Á hinn bóginn er aðeins viðeigandi að færa upp samstæðuefnahagsreikning við kaup samkvæmt kaupaðferðinni. 2. Gangverð hreinnar eignar dótturfélaga kemur ekki fram í samstæðureikningi sam- kvæmt samlegðaraðferðinni. Gangverð hreinnar eignar kemur hins vegar fram þegar kaupaðferðin er notuð. 3. Óráð.r^- að eigið fé samstæðu við samteng- ingu samkvæmt samlegðaraðferðinni inni- heldur hlutdeild móðurfélags í eigin fé dótturfélags. Hins vegar er aðeins eigið fé móðurfélags sýnt í samstæðureikningsskil- um við kaup samkvæmt kaupaðferðinni. 2.3. Meðferð rekstrarárangurs dótturfélags í bókhaldi móðurfélags: Eftir samtengingu félaga þarf móðurfélag að gera grein fyrir rekstrarárangri dótturfé- laga í eigin reikningsskilum. Gera þarf grein fyrir hagnaði eða tapi dótturfélags og arð- greiðslum. Auk þessa þarf að gera grein fyrir ýmsum milliviðskiptum milli móðurfélags og dótturfélags. Móðurfélag getur valið um tvær aðferðir við færslu á rekstrarárangri dóttur- félags. Þessar aðferðir eru á ensku nefndar „equity method“ og „cost method" og nefna mætti á íslensku „hlutdeildaraðferð“ og „kostnaðarverðsaðferð". 13 L

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.