Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Blaðsíða 16

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Blaðsíða 16
Hér á eftir fylgir stutt lýsing á áðurnefndum aðferðum: A. Hlutdeildaraðferð (equity method): Samkvæmt hlutdeildaraðferðinni færir móðurfélag upphaflega fjárfestingu sína á kostnaðarverði og breytir síðan bókfærðu verði fjárfestingarinnar til samræmis við hlutdeild sína í hagnaði eða tapi dótturfé- lags á hverju tímabili. Hlutdeild móður- félags í hagnaði eða tapi dótturfélags er færð í rekstarreikning þess og hefur áhrif á rekstarárangur móðurfélagsins. Þessi upphæð breytist um leiðréttingar sem varða t.d. hagnað af milliviðskiptum milli félaganna og afskrift á endurmati eigna og skulda ef um slíkt er að ræða. Fjárfestingarreikningur móðurfélags í dótturfélagi breytist einnig til samræmis við breytingu á eigin fé dótturfélags. Móttekinn arður frá dótturfélagi er færður til lækkunar á fj árfestingarreikningunum. B. Kostnaðarverðsaðferð (cost method): Samkvæmt kostnaðarverðsaðferðinni fær- ir móðurfélag upphaflegu fjárfestingu sína í dótturfélagi á kostnaðarverði og færir sem tekjur móttekinn arð frá dótturfélagi. Hlutdeild móðurfélags í hagnaði dótt- urfélags er aðeins færð upp um þá upphæð sem móðurfélagið fær í arð. Móttekinn arður móðurfélags er talinn til tekna í rekstrarreikningi þess. Arður umfram hlutdeild í hagnaði er álitinn endurgreiðsla á fjárfestingu og er færður til lækkunar á fjárfestingarreikningi móðurfélags í dótt- urfélagi. Ekki er tekið tillit til hagnaðar eða taps dótturfélags í bókhaldi móðurfé- lags þegar kostnaðarverðsaðferðin er notuð. Samkvæmt hlutdeildaraðferðinni sýnir móðurfélag hlutdeild sína í rekstrarárangri dótturfélgs á sama tímabili og dótturfélagið sjálft frekar en á því tímabili sem dótturfélag- ið greiðir út arð. Móðurfélag leiðréttir fjár- festingarreikning sinn í dótturfélagi um hlut- deild sína í rekstrarárangri dótturfélagsins og færir þá tölu til tekna eða gjalda í rekstrar- reikningi sínum. Móttekinn arður lækkar fjárfestingarreikninginn. Af þessu leiðir að hlutdeildaraðferðin er viðeigandi aðferð til að sýna aukningu eða minnkun í samræmi við viðurkenndar reikningsskilavenjur á þeim efnahagslegu þáttum sem búa að baki fjárfest- ingum. Ennfremur er hlutdeildaraðferðin meira í samræmi við hugtakið um að jafna saman tekjum og gjöldum ákveðins tímabils en kostnaðarverðsaðferðin þar sem móður- félagið færir hlutdeild sína í rekstararárangri dótturfélags á sama tímabili og dótturfélagið. Samkvæmt kostnaðarverðsreglunni er arð- ur sá grundvöllur sem notaður er til þess að færa upp hagnað móðurfélags af dótturfélagi. Ársreikningur móðurfélags sem gerður er samkvæmt kostnaðarverðsreglu sýnir sjaldan miklar breytingar á málefnum dótturfélags. Arður af dótturfélagi sem færður er til tekna hjá móðurfélagi getur verið í ósamræmi við hagnað eða tap dótturfélags á því tímabili. Sem dæmi má nefna að dótturfélag getur ákveðið að greiða ekki út arð í nokkur ár, en greiða síðan út mikinn arð, mun meiri en sem svarar hagnaði tímabilsins. Þessi einkenni kostnaðarverðsreglunnar geta valdið því að hagnaður eða tap móðurfélags af fjárfestingu í dótturfélagi og einnig verðmæti fjárfesting- arinnar komi ekki fram í ársreikningi þess. Við val á milli þessara aðferða ber að hafa í huga að niðurstöðutölur samstæðuársreikn- ings verða þær sömu hvort sem móðurfélag notar hlutdeildaraðferð eða kostnaðarverðs- aðferð til þess að gera grein fyrir rekstri dótturfélags. Hins vegar verða jöfnunarfærsl- ur í samstæðureikningsskilum mismunandi eftir því hvor aðferðin er notuð. Hlutdeildar- aðferðin er viðeigandi bæði fyrir dótturfélög sem færð eru samkvæmt samlegðaraðferð og kaupaðferð. Kostnaðarverðsaðferðin er á hinn bóginn aðeins viðeigandi með kaupað- ferð. Samkvæmtkaupaðferðinni erupphafleg fjárfesting móðurfélags í dótturfélagi færð á 14

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.