Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Blaðsíða 17

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Blaðsíða 17
kostnaðarverði. í framhaldi af því má líta á kostnaðarverðsreglu við færslu á rekstarár- angri dótturfélags sem eðlilegt framhald á kaupaðferðinni. Samkvæmt samlegðarað- ferðinni er hlutdeild móðurfélags í dótturfé- lagi færð við bókfærðu verði við kaup. Samkvæmt því lýsir fjárfestingarreikningur móðurfélags í dótturfélagi eignarhluta móð- urfélagsins við kaup. Notkun hlutdeildarað- ferðarinnar við færslu á rekstrarárangri dótt- urfélags er því í samræmi við samlegðarað- ferðina. 2.4. Viðskipti milli móður- og dótturfélags. Eftir að félög hafa tengst eiga þau oft mikil viðskipti sín á milli. Bæði móður- og dóttur- félög ættu að færa slíkar færslur hjá sér á sem gleggstan hátt með tilliti til samstæðureikn- ingsskila. í þessu sambandi er nauðsynlegt að stofna sérstaka reikninga í bókhaldi viðkom- andi félaga fyrir öll milliviðskipti milli móður- og dótturfélaga varðandi eignir, skuldir, tekj- ur og gjöld. Þessir sérstöku reikningar sýna þá greinilega þau milliviðskipti em eyða þarf við gerð samstæðuársreiknings. Þeim aðferð- um sem lýst hefur verið hér varðandi millivið- skipti er ætlað að tryggja það að niðurstöðu- tölur samstæðuársreiknings lýsi aðeins þeim viðskiptum sem átt hafa sér stað við aðila utan samstæðunnar. Sem dæmi um viðskipti milli móður- og dótturfélaga má nefna: Lán Leiga á vélum Veitt þjónusta Sala á vörum eða hráefnum Sala á varanlegum rekstrarfjármunum Sala á öðrum eignum Þrír fyrstu liðirnir skapa yfirleitt engin reikningshaldsleg vandamál. Ef eitt félag lánar öðru fé þá stendur viðkomandi upphæð sem eign hjá öðru félaginu og skuld hjá hinu og eyðist út við gerð samstæðuársreiknings. Sama má segja um vexti af lánum. Annað félagið sýnir vaxtagjöld af láninu en hitt vaxtatekjur upp á sömu upphæð sem síðan eyðast út við gerð samstæðuársreiknings. Sama regla gildir um leigu á eignum og veitta þjónustu. Síðari þrír liðirnir hafa yfirleitt í för með sér annað hvort hagnað eða tap fyrir seljanda. Þessum hagnaði eða tapi verður að eyða við gerð samstæðuársreiknings þangað til þessi hagnaður hefur verið innleystur við sölu á viðkomandi eignum til utanaðkomandi aðila. Hér á eftir verða tekin nokkur dæmi um meðhöndlun á milliviðskiptum í samstæðu- reikningsskilum. 1. Sala á vörum eða hráefnum (til endursölu): Verið getur að sala á vörum eða hráefnum fari fram á kostnaðarverði. Slík viðskipti hafa engin áhrif á jöfnunarfærslu við gerð samstæðureiknings og skiptir ekki máli hvort viðkomandi vörur hafa verið seldar eða hvort þær eru meðal birgða þess félags sem keypti. Hins vegar er algengast að vörur séu seldar milli félaga með hagnaði. Þessi hagnaður innleysist ekki hjá samstæðunni fyrr en við sölu viðkom- andi vara til aðila utan samstæðunnar. Af þessu leiðir að vörur, sem félag innan samstæðu kaupir af öðru félagi innan samstæðunnar og eru óseldar um áramót, valda því að birgðir samstæðunnar eru oftaldar um fjárhæð sem nemur óinnleyst- um hagnaði í lokabirgðum. Þetta ofmat birgða er leiðrétt í viðeigandi jöfnunar- færslu við gerð samstæðuársreiknings. Dæmi: D hf. sem er dótturfélag M hf. byrjar á ári 2 að selja vörur til M hf. með 25% álagningu. Sala D hf. á árinu til M hf. nam kr. 120.000 og voru vörur að verðmæti kr. 40.000 óseldar hjá M hf. um áramót. Hagnað samstæðunnar af þessum viðskiptum má greina á eftirfarandi hátt: 15

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.