Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Page 18

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Page 18
Söluverð. Kostn.verð Álagning Birgöir 01.01. ár 2 ........ 0 0 0 Sala D hf. til M hf....120.000 96,000 24.000 Samtals ...............120.000 96.000 24.000 Birgðir 31.12. ár 2 ..(40,000) (32,0001 (8,0001 Kostnaðarverð seldra vara ... 80,000_64,000 16.000 I Þessi greining sýnir að hagnaður D hf. af sölunni var kr. 24.000 og að kr. 16.000 af þessum hagnaði hefur verið innleystur við sölu til utanaðkomandi aðila. Afgangurinn kr. 8.000 er óinnleysanlegur um áramót. Eftirfarandi jöfnunarfærslu er nauðsynlegt að gera í samstæðureikningsskilum þessara félaga í árslok ár 2: Sala til móðurfélags — D hf............120.000 Kostnaðarverð seldra vara — D hf....... 96.000 Kostnaðarverð scldra vara — M hf....... 16.000 Birgðir — M hf......................... 8.000 Jöfnunarfærsla þessi hefur þrenns konar áhrif. í fyrsta lagi eyðir hún út sölu D hf., til M. hf. og kostnaðarverði seldra vara. Þetta kemur í veg fyrir það að sala og kostnaðar- verð seldra vara samstæðunnar verði oftalið, þar sem sala samstæðunnar á aðeins að sýna sölu til aðila utan samstæðunnar. í öðru lagi lækkar hún kostnaðarverð seldra vara M hf. um hagnaðinn sem innifalinn er í kostnaðar- verði seldra vara M hf., en sem verður til innan samstæðunnar. Með þessari færslu verður kostnaðarverð seldra vara hjá M hf. jafnt kostnaðarverði samstæðunnar. I þriðja lagi lækkar þessi færsla kostnaðarverð birgða M hf. í árslok ár 2 niður í raunverulegt kostnaðarverð samstæðunnar. Þess ber að geta að kr. 8.000 sem er óinnleystur hagnaður samstæðunnar í birgð- um í árslok tilheyrir í raun D hf., seljanda varanna, og verður að taka tillit til þessarar upphæðar við útreikning á hlutdeild minni- hluta í hagnaði D hf. á ári 2. Einnig hefur þessi upphæð áhirf á útreikning á óráðstöfuðu eigin fé D hf. í árslok ár 2. Þessum atriðum verður nánar lýst hér á eftir. Jöfnunarfærsla yfir sölu á vörum milli félaga innan samstæðu verður flóknari ef um er að ræða óinnleystan hagnað í birgðum í upphafi árs. Gert er ráð fyrir því að óinnleyst- ur hagnaður í upphafsbirgðum sé innleystur á viðkomandi ári með sölu birgðanna til utanaðkomandi aðila og að óinnleystur hagn- aður í lok árs sé eingöngu vegna þeirra birgða sem keyptar voru á árinu. Til frekari skýringar er hér sýnt ár 3 fyrir D hf. og M hf. sem lýst var hér að framan, þar sem M hf. á 95% eignarhluta í D hf.: Söluverð Kostn.verð Álagning Birgðir 01.01 ár 3 . 40.000 32.000 8.000 Sala D hf. til M hf . 150.000 120.000 30.000 Samtals .. 190.000 152.000 38.000 Birgðir 31.12. ár 3 .. (60.000) (48.000) (12.000; Kostnaðarverð seldra vara . 130.000 104.000 26.000 í árslok ár 2 var sala D hf. til M hf. og kostnaðarverð seldra vara D hf. til M hf. innifalin í rekstrarreikningi D hf. og þar með hafði hagnaður af þeim viðskiptum færst á óráðstafað eigið fé D hf. sem hluti af hagnaði ársins. Af þessu leiddi það að óráðstafað eigið fé D hf. 31.12. ár 2 var oftalið um kr. 7.600, þ.e. 95.% af óinnleystum hagnaði samstæðunnar í birgðum M hf. 31.12. ár 2. Mismunurinn kr. 400 (8.000 — 7.600) er hlutdeild minnihluta í óinnleystum hagnaði. í ljósi þessa lítur jöfnunarfærsla vegna vöru- sölunnar þannig út hinn 31.12. ár 3: Óráðstafað eigið fé — D hf. (8.000 x 95%) . 7.500 Hlutdeild minnihluta í D hf. (8.000 x 5%) .. 400 Sala til móðurfélags — D hf .............150.000 Kostnaðarverð seldra vara — D hf......... 120.000 Kostnaðarverð seldra vara — M hf......... 26.000 Birgðir — M hf........................... 12.000 Við útreikning á hlutdeild minnihluta í hagnaði dótturfélags og hlutdeild minnihluta í eigin fé þess verður að taka tillit til hagnaðar eða taps af vörusölu dótturfélags til móðurfé- lags. Hagnaður dótturfélagsins eykst við innlausn á hagnaði í upphafsbirgðum móður- félagsins og minnkar um upphæð sem nemur óinnleystum hagnaði í lokabirgðum. Ef þetta er ekki gert leiðir það til þess að allur hagnaður af viðskiptum milli félaga innan sömu samstæðu myndi bætast við hagnað samstæðunnar. 16

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.