Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Blaðsíða 19

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Blaðsíða 19
2. Sala á fastafjármunum. Sala á fastafjármunum milli félaga innan samstæðu er frábrugðin sölu á vörum á tvo vegu. í fyrsta lagi eru slík viðskipti fátíð, en sala á vörum er nokkuð algeng og á sér stað oft innan sama árs. í öðru lagi eru fastafjármunir tiltölulega langlífar eignir og því geta liðið mörg ár áður en hagnaður eða tap, af sölu fastafjármuna innan samstæðu, er innleyst með sölu viðkomandi eigna til utanaðkom- andi aðila. Vegna þess hversu sala á fastafjármunum er frábrugðin sölu á vörum eru jöfnunar- færslur vegna þessara viðskipta einnig frá- brugðnar í samstæðureikningsskilum. A. Sala á óafskrifanlegum eignum. Viðskipti miili félaga innan samstæðu á óafskrifanlegum eignum s.s. landi kréfjast einnar ákveðinnar jöfnunarfærslu við gerð samstæðuársreiknings. Til hægðarauka er hér tekið skýringardæmi: A ári 4 selur M hf. (móðurfélag) D hf. (dótturfélag) landspildu og hefur kr. 50.000 í hagnað af sölunni. Við gerð samstæðuársreiknings fyrir ár 4 fyrir þessi félög verður landið sem selt var að bókfærast á upphaflegu kostnaðarverði samstæðunnar. Einnig verður að eyða 50.000 kr. hagnaðinum af viðskiptunum milli félaganna þar sem sá hagnaður hefur ekki verið innleystur í viðskiptum við utanaðkomandi aðila. Eftirfarandi jöfnunarfærslu þarf því að gera í árslok ár 4: Hagnaður af sölu lands — M hf.50.000 Land — D hf................... 50.000 Þar sem land er óafskrifanleg eign eiga sér ekki stað neinar færslur varðandi landið í bókhaldi D hf. á næstu árum nema það sé selt til annarra. í framtíðinni, á meðan D hf. á landið, verður það fært í bókhaldi D hf. á 50.000 kr. hærra verði en sem nemur raunverulegu kostnaðarverði samstæðunnar. Þar sem hagnaður M hf. af sölu landsins hafði áhrif á hagnað M hf. og þar af leiðandi á óráðstafað eigið fé M hf. verður að gera eftirfarandi jöfnunar- færslu við gerð samstæðureiknings fyrir ár 5 og næstu ár: Óráöstafaö cigið fé — M hf............50.000 Land — D hf........................... 50.000 B. Sala á afskrifanlegum eignum. Árlegar afskriftir valda því að verulegur mismunur er á jöfnunarfærslum vegna sölu á afskrifanlegum eignum milli félaga innan samstæðu og vegna sölu á óafsk- rifanlegum eignum. Þar sem eyða verður út hagnaði í bókfærðu verði fastafjármuna í samstæðuársreikningi verður einnig að eyða þeim hluta árlegra afskrifta sem tilheyra hagnaðinum. Eftirfarandi dæmi er ætlað að skýra þetta atriði nánar: Hinn 31.12. ár 8 selur B hf. (dótturfélag A hf., sem á 95% eignarhluta í B hf.) A hf. vélar. Eftirfarandi upplýsingar liggja fyrir varðandi söluna: Söluverð til A hf...................60.000 Upphaflegt kaupverð B hf............ 50.000 Áætlaður líftími vélanna: A hf. frá 31.12. ár 8 að telja ... 5ár B hf. frá 31.12. ár 5 að telja ... 10ár Árleg afskrift: A hf. 60.000 x 20% ...............12.000 B hf. 50.000 x 10% ............... 5.000 Félögin færa þessi viðskipti í bókurn sínum á eftirfarandi hátt: A hf.: Vélar .... 60.000 Sjóður 60.000 hf.: Sjóður .... 60.000 Vélar 50.000 Uppsafnaðar afskriftir ... .... 15.000 Hagnaður af sölu véla til móðurfélags 25.000 Eftir þessi viðskipti lítur jöfnunarfærsl- an vegna þeirra þannig út hinn 31.12. ár 8: Hagnaðurafsölu véla B hf. 25.000 Vélar — A hf............ 25.000 17

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.