Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Page 20

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Page 20
Taka verður tillit til þessa hagnaðar B hf. af sölu véla til A hf. við útreikning á hlutdeild minnihluta í hagnaði árs 8. Einnig hefur hagnaðurinn áhrif á útreikn- ingáóráðstöfuðu eiginfé B hf. 31.12. ár8. A næsta ári verður að gæta þess að eyða þeim hluta árlegra afskrifta sem tilheyra hagnaðinum í bókfærðu verði véla A hf. Eftirfarandi jöfnunarfærsla fyrir samstæð- una hinn 31.12. ár 9 sýnir þetta atriði: Óráðstafað eigin fé — B hf. (25.000 x 95%) 23.750 Hlutdeild minnihluta í B hf. (25.000 x 5%) 1.250 Uppsöfnuð afskrift — A hf................ 5.000 Vélar —Ahf............................... 25.000 Afskriftir — A hf......................... 5.000 Þar sem hagnaður B hf. af sölunni færðist á óráðstafað eigið fé með hagnaði ársins leiðréttir þessi jöfnunarfærsla ofmat á óráðstöfuðu eigin fé B hf. í byrjun árs. Einnig er hlutdeild minnihluta í þessu ofmati í ársbyrjun færð upp. Hagnaður í afskriftum, sem eytt er út í jöfnunarfærslunni, er fundinn þannig: Árlcg afskrift A hf. 60.000 x 20% ............ 12.000 Afskrift samstæðunnar byggð á raunverulegu kostnaðarverði hennar og áætluðum líftíma vél- anna 35.000 x 20% ............................ 7.000 Mismunur—hluti afskriftascm tilheyrahagnaði 5.000 Frá sjónarhóli samstæðunnar er sá hluti afskrifta ársins sem tilheyrir hagnaði af vélasölunni í raun innlausn á hluta af hagnaðinum. Afskriftir eru þá í þessu tilfelli í raun óbein sala á hluta af vélunum til viðskiptavina A hf. Söluverð vara A hf., sem unnar eru í vélum þeim er félagið keypti af B hf., er ákveðið það hátt að það standi undir öllum framleiðslukostnaði, þar með töldum afskriftum. Creditfærslan á afskriftir að upphæð kr. 5.000 í jöfnunarfærslunni hér að framan eykur í raun hagnað B hf. i samstæðuárs- reikningnum. Taka verður tillit til þessa hagnaðar við útreikning á hlutdeild minnihluta í hagnaði ársins og eins við útreikning á óráðstöfuðu eilgin fé B hf. í árslok ár 9. Jöfnunarfærslur næstu ára vegna vél- anna verða að sýna að sá hluti afskrifta hvers árs sem tilheyrir hagnaði af vélasöl- unni er í raun innlausn á hagnaðinum af vélasölunni. til dæmis lítur jöfnunarfærsl- an fyrir ár 10 í dæminu hér að framan þannig út: 19.000 1.000 10.000 25.000 5.000 Færslurnar í credit í jöfnunarfærslum þessum eru óbreyttar frá ári til árs allan líftíma vélanna. Kr. 20.000 sem færðar eru í óráðstafað eigið fé (19.000) og hlutdeild minnihluta í B hf. (1.000) sýna þann hagnað af vélasölunni sem óinnleyst- ur er í ársbyrjun ár 10. Á ári 13 hefur hagnaðurinn af vélasölunni verið innleyst- ur að fullu. Eftirþað lítur jöfnunarfærslan þannig út þangað til vélarnar eru seldar eða þær verða ónýtar: Uppsafnaöar afskriftir — A hf..........25.000 Vélar — A hf........................... 25.000 2.5. Niðurstöður. í þessum kafla hefur verið lýst nokkrum helstu reikningsskilavenjum við gerð sam- stæðureikningsskila sem notaðar eru erl- endis. Hér er engan veginn um neina tæmandi lýsingu að ræða og hér hefur mörgum reglum og aðferðum verið sleppt. Við mat á því sem valið var að nefna og því sem sleppt var, var aðallega haft í huga að nefna þær aðferðir sem tengst gætu íslenskum aðstæðum og íslenskum reglum. í þessu sambandi má geta þess að ekki var fjallað um reikningsskilavenjur varðandi dótturfélög sem eru að öllu leyti í eigu móðurfélags (wholly owned subsidi- aries) þar sem slíkt samræmist ekki íslenskum lögum (sbr. 3. gr. laga nr. Óráöstafaö eigiö fé — B hf. ((25.000 - 5.000) x 95%) Hlutdeild minnihluta í B hf. ((25.000 - 5.000) x 5% . Uppsafnaðar afskriftir — A hf. (5.000 X 2) ...... Vélar — A hf..................................... Afskriftir — A hf................................

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.