Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Blaðsíða 22

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1985, Blaðsíða 22
fjárfestingar í öðrum félögum yfirleitt verið færðar á nafnverði í bókum eigenda hltuafjárins og hefur því verði ekki verið breytt nema við móttöku jöfnunarhluta- bréfa. Þær fjárfestingar í hlutafjáreign sem hér koma til álita hafa margar hverjar átt sér stað fyrir mörgum árum og líklegt má telja að litlar upplýsingar séu til um mat á einstökum eignum og skuldum við kaup, ef slíkt mat hefur þá yfirleitt farið fram. Einnig má fullvíst telja að þær eignir sem það félag er varð dótturfélag átti við kaup séu í flestum tilfellum ekki lengur til. Með hliðsjón af þessum staðreyndum kemur til álita að breyta bókhaldi á eignarhluta í öðrum félögum úr kostnað- arverðsaðferðinni yfir í hlutdeildaraðferð- ina (equity method). Hugsanlegt er að gera þessa breytingu á reikningsskilum jafnvel þótt eignarhluti félagsins sé ekki það mikill að rétt sé að semja samstæðu- ársreikning. í þessu sambandi má benda á að skv. bandarískum reikningsskila- venjum ber að nota hlutdeildaraðferðina ef eignarhluti félags í öðru er 20% eða meira af hlutafé þess. Ekki þarf að gera miklar breytingar í bókhaldi móðurfélags við þessa breytingu eins og meðfylgjandi dæmi sýna: í lok árs 8 ákveður M hf. sem er móðurfélag D hf. að breyta færslu á eignarhluta í D hf. úr kostnaðarverðsað- ferð yfir í hlutdeildaraðferð. Eftirfarandi upplýsingar liggja fyrir: M hf. keypti hlut sinn í D hf. í árslok ár 3 og nemur hann 90% af hlutafjáreign D hf. Eftirfarandi upplýsingar eru um hagnað og arðgreiðsl- urDhf.: Ar4 ................... Ár5 ................... Hagnaður ................ 55.000 ................ 33.000 Arður 10.000 10.000 Ár6 ................... Ár7 ................... Ár8 ................... ................ (18.000) ................ 40.000 ................ 65.000 0 10.000 10.000 175.000 40.000 Framkvæma þarf leiðréttingarfærslu vegna áranna 4 - 7 sem færast þarf á óráðstafað eigið fé. Sú færsla lítur þannig út: Hagnaðurár4-7 110.000 Arður ár 4 - 7 (.30.000) Aukning eigin fjár 80.000x90% > Fjárfesting í D hf. Óráðstafað eigið fé 72.000 72.000 72.000 Ár 8 færist þá þannig eftir hlutdeildarað ferðinni: Fjárfesting í D hf. (65.000x90%).. 58.500 TekjurafDhf. (65.000x90%) .. 58.500 Fjárfesting ÍD hf. (10.000x90%).. 9.000 Arðstekjur (bakfærsla) ........... 9.000 Til frekari skýringar er bent á kafla 2.3. hér að framan. Ofangreint dæmi er mjög einfalt og lýsir aðeins þeim aðferðum sem nota ber, en samrýmist ekki íslenskum reikningsskilum í raun. Má í því sambandi nefna atriði eins og óskattlagt eigið fé og endurmat fastafjárm- una. Til þess að fá fram raunverulegt verð- mæti eignarhluta móðurfélags í dótturfélagi verður að margfalda eigið fé dótturfélagsins með eignarhlutfalli móðurfélagsins. í þessu sambandi vaknar sú spurning hvernig fara eigi með óskattlagt eigið fé. Hér má nefna þrjá kosti: 1. Telja óskattlagt eigið fé ekki til eigin fjár. 2. Telja óskattlagt eigið fé til eigin fjár. 3. Skipta óskattlögðu eigin fé upp í skatt- skuld og eigið fé. Valkostur 1 hefur þann kost að hann er einfaldur í framkvæmd, en er að sama skapi ónákvæmur. Valkostur 2 er einfaldur í framkvæmd líkt og valkostur 1, þó er ef til vill of mikið að staðhæfa að óskattlagt eigið fé sé allt eigið fé þar sem um skattkvöð er að ræða á því og komið getur til skattlagningar þess. Á hinn bóginn má benda á þá staðreynd að liðir eins og aukaafskriftir og niðurfærsla viðskipta- krafna hafa tilhneigingu til þess að hækka að 20

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.